Morgunblaðið - 30.08.2008, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 23
ANNE Pesce sýnir fágaðar myndir
af landslagi og veðri í Gallerí Fold
sem hefur nú fjölgað sýningarsölum
sínum. Pesce uppgötvaði samspil ís-
lenskrar náttúru og veðurfars fyrir
fjórum árum eftir margvísleg ferða-
lög og Ísland hefur verið uppspretta
verka hennar síðan. Það er vetur á
myndum hennar sem eru unnar á
striga, pappír og málm auk mynd-
bands. Myndbandið sýnir hvernig
listakonan horfir, sjónarhorn þess er
gangandi ferðalangs sem horfir í
kringum sig hægt og rólega. Mynd-
verk hennar birta síðan sýn hennar á
þetta landslag á skjánum, huglæga
upplifun í myndrænu formi. Í verkum
Pesce blandast saman línuspil og lita-
fletir í hárfínu jafnvægi og þær skera
sig skemmtilega frá hefðbundnu, evr-
ópsku landslagsmyndaformi því að
þær eru lóðréttar, hærri en þær eru
breiðar. Lóðréttar línur minna á úr-
komu og sjóndeildarhringurinn er
ógreinilegur. Agað línuspil vísar líka
til skráningar vísindamanna á nátt-
úrunni, en í verkunum mætir einmitt
agi vísindamannsins næmri sjón-
rænni og ljóðrænni tilfinningu lista-
mannsins. Sýningin er heildstæð og
nálgunin við þemað fjölbreytt, Anne
Pesce tekst að skapa sína eigin per-
sónulegu mynd sem fjarlægir verk
hennar frá myndefninu og færir þau
inn í heim málverksins.
Regnskúrar á Austurlandi
Ragna Sigurðardóttir
MYNDLIST
Gallerí Fold við Rauðarárstíg
Til 31. ágúst. Opið mán. til fös. 10–18,
lau. 10–14. Aðgangur ókeypis.
Hvað heiti ég? Anne Pesce bbbnn
Morgunblaðið/Frikki
Landslag Frá sýningu Pesce.
FYRR á þessu ári var ég beðinn um
að taka að mér að skrifa greinaröð
um íslenska vatnslitamálara fyrir
norrænt listtímarit. Mín fyrstu við-
brögð við bóninni voru að klóra mér í
höfðinu því ég sá ekki í hendi mér
hvernig ég ætti að halda efninu
áhugaverðu í 8-10 greinum. Mér þótti
samt ástæða til að taka þátt í íslensku
vatnslitaátaki og hef því haft hugann
dálítið við vatnslitamálun undanfarið
og fengið um leið nýja sýn á miðilinn.
Gladdist ég því nokkuð þegar boðs-
kort kom inn um bréfalúguna mína á
sýninguna Vatnsberi (nefnd í höfuðið
á einu þekktasta verki Ásmundar
Sveinssonar) í Listasafni Reykjavík-
ur – Ásmundarsafni þar sem sýning-
arstjórinn Aðalsteinn Ingólfsson hef-
ur valið 11 listamenn, þau Önnu
Hallin, Björn Birni, Daða Guðbjörns-
son, Eirík Smith, Guðjón Ketilsson,
Hafstein Austmann, Hörpu Árna-
dóttur, Helga Þorgils Friðjónsson,
Hlíf Ásgrímsdóttur, Torfa Jónsson
og Valgarð Gunnarsson, sem öll eiga
sameiginlegt að nýta sér vatnsliti til
myndgerðar.
Aðalsteinn er vel með á nótunum
hvort sem um unga eða eldri lista-
menn er að ræða, en það er 40 ára
aldursmunur á þeim yngstu og elsta.
Eru áherslur listamannanna ólíkar,
enda spilar sýningarstjórinn aug-
ljóslega inn á fjölbreytileikann, eins
og til að sýna fram á margræða
möguleika í annars frekar takmörk-
uðum miðli. Hér má sjá sjálfráð efn-
istök og stýrð, hugmyndalega nálgun,
trúarlega nálgun, frásagnarmyndir
og tilbrigði við kitsch, svo eitthvað sé
nefnt.
Helsti ljóður sýningarinnar er að
hún ræður illa við áreiti frá skúlptúr-
um Ásmundar sem standa þétt sam-
an á gólfinu. Þeir eru einfaldlega of
yfirgnæfandi í rýminu til þess að
myndirnar fái að njóta sín til fulls og
virkar vatnslitasýningin þá eins og
viðburður inni á viðburði.
Ég tel að full ástæða sé til að veita
svona sýningu óskipta athygli því,
þrátt fyrir höfuðklórið, hef ég komist
að raun um að það eru heilmiklir og
spennandi hlutir gerðir með vatns-
litum á Íslandi og fjöldi listamanna
tæklar miðilinn á mjög áhugaverðan
hátt. Og eru umræddir 11 listamenn
svo sannarlega þar á meðal.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Vatnslitir „[S]pilar sýningarstjórinn augljóslega inn á fjölbreytileikann …“
Viðburður
inni á
viðburði
Jón B.K. Ransu
MYNDLIST
Listasafn Reykjavíkur –
Ásmundarsafn
Opið daglega frá 10:00–16:00. Sýningu
lýkur 31. desember. Aðgangur ókeypis.
Ellefu vatnslitamálarar
bbbnn
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
VERKIN sem Sólveig Aðalsteins-
dóttir opnar sýningu á í Listasafni
ASÍ klukkan 15.00 í dag eru öll um
tímann. Á ólíkan hátt þó. Og unnin í
ólíka miðla.
Í stóra salnum eru svarthvítar
ljósmyndir á veggjum; abstrakt
myndir með víðum grátónaskala og
formum sem virðast á stundum
kunnugleg en samt er áhorfandinn
ekki viss um hvað hann sér. Í ljós
kemur að þessar ljósmyndir eru
unnar án myndavélar og linsu. Sól-
veig lét ljós leika um filmur, sem hún
síðan framkallaði. Þær myndir sem
henni hugnuðust best stækkaði hún
síðan í myrkraherbergi.
„Þetta sprettur út frá blýants-
teikningum, eins og þegar maður fer
að skyggja og kallar smám saman
fram tóninn í gráskalanum,“ segir
hún. „Það er sama tilfinning þegar
maður framkallar svarthvíta ljós-
mynd í vökva og þegar maður fram-
kallar teikningu.“
Upp að vegg hallast planki sem
minnir á búrhillu, hálfmálaða og
máða, og á gólfinu standa skúlptúrar
úr viði, sem einnig eru eins og lúnir
og farið hafi verið um þá ótal hönd-
um. Það er líka raunin.
„Efnið í þessum verkum er eld-
húsinnrétting af neðri hæðinni í hús-
inu þar sem ég bý. Þetta er efni frá
því um 1932 og ég hef ekki gert mik-
ið með það; það er nokkurn veginn
eins og það kom af veggnum.
Formin og hlutföllin eru mjög
hrein, en mér finnst tíminn í þessum
verkum heillandi,“ segir Sólveig
hugsi.
Teiknaðir sólfylltir vefir
Á neðri hæðinni er einnig skúlpt-
úr í arinstofunni, en á veggjunum lit-
ljósmyndir sem Sólveig tók í eldhús-
inu eftir að innréttingin var farin
niður. Þetta eru formhreinar myndir
sem sýna ummerki um fólk og liðinn
tíma.
Loks eru í Gryfjunni fínlegar
teikningar, sem sýna kóngulóarvefi.
Sólveig vann þessar teikningar
þegar hún dvaldi í tvo mánuði í
vinnustofu í Tyrklandi fyrir tveimur
árum. Hún kunni reyndar ekki að
meta vinnustofuna sem hún hafði til
afnota en fann svo kofa úti í skógi.
Kofinn var fullur af kóngulóarvef og
hún fór að teikna vefina. Þeir sáust
bara í stutta stund hvern dag, meðan
sóln skein á þá, en þá teiknaði Sól-
veig af kappi í 15, 20 mínútur, meðan
vefurinn glóði. Daginn eftir reyndi
hún að finna sama sjónarhorn og
hélt áfram.
„Þessar myndir eru líka að ein-
hverju leyti um tímann,“ segir hún.
„Þetta er svo hverfult viðfangsefni,
efnið í vefnum, rétt eins og augna-
blikið.
Þær eru daufar þessar teikningar.
Mér fannst ekki hægt að teikna
kóngulóarvef með sterkum drátt-
um.“
Sólveig segir að afar skemmtilegt
hafi verið að teikna vefina.
„Þegar ég beið eftir sólinni á dag-
inn fór ég líka að teikna krossviðinn
sem kofinn var byggður úr. Það var
allt öðruvísi vinna. Tók langan tíma
og ég teiknaði lag eftir lag. Í 115.
lagi kom krossviðurinn loks í ljós,“
segir Sólveig brosandi.
Í sölum Listsafns ASÍ renna kofi í
Tyrklandi og eldhús við Vífilsgötu
saman.
Rétt eins og augnablikið
Eldhúsinnrétting og kóngulóarvefir á sýningu Sólveigar Aðalsteinsdóttur í Listasafni ASÍ
Fjallar um tímann með ljósmyndum, skúlptúrum og fínlegum teikningum
Morgunblaðið/Einar Falur
Tímaverk „Þetta er svo hverfult viðfangsefni,“ segir Sólveig Aðalsteins-
dóttir, sem er hér við skúlptúra sína og ljósmyndir í Listasafni ASÍ.
LISTAMENNIRNIR þrír í Gerðar-
safni koma úr ólíkum áttum en hér
kemur í ljós að list þeirra hefur
óvænta snertifleti.
Kristinn E. Hrafnsson er þekktur
fyrir listaverk sem vísa út fyrir sjálf
sig, þau hafna því hlutverki að fela í
sér innri kjarna og leitast við að
virkja áhorfandann í skoðun á um-
hverfi sínu. Þau bera nöfn eins og til
dæmis Áttaviti, eða What is the use
of the horizon? (Hvaða gagn er að
sjóndeildarhringnum? þýð. rs), með
orðum landkönnuðarins John Davis
frá 16. öld.
Kristinn byggir á grunni hug-
myndalistar og spurningum um
staðsetningu listaverka í rými og al-
menningsrými. Í list hans er einnig
að finna ljóðræna eða óræða vídd
sem jafnvel vísar til íslenskrar nátt-
úru eins og eiginleika norðanvinds-
ins. Bekkur með áletruninni Stöðug
óvissa er dæmi um þá opnu túlkun
er listamaðurinn leitast við að bjóða
áhorfandanum sem getur yfirfært
orðin að vild.
Bjarni Sigurbjörnsson sýnir tvö
stór verk með rómantískum titlum,
Handan kyrrðar, hvar rekald brotn-
ar á öldum fyrirheita, minnir jafnvel
á kvæði Einars Benediktssonar.
Bjarni vinnur verk sín að hluta til
með mætti tilviljunar, í anda málara-
hefðar frá síðustu öld sem afneitaði
handbragði listamannsins. En þegar
verk hans eru skoðuð eru þau engu
að síður vandlega uppbyggð. Áhersl-
an færist þar aftur á handbragð
listamannsins, kraft hans og áræðni,
rómantíska ímynd listamannsins
sem skapar. Myndirnar minna líka á
graffiti, sletturnar, hraðinn og
stærðin. Málverkin eru því á mörk-
um ólíkra heima sem á okkar tímum
sameinast, rómantíkin, afhelgunin,
götulistin og yfirstærðin sem minnir
á risastórar veggmyndir, gegnsæið á
kirkjuglugga.
Það sem stelur svolítið senunni á
sýningunni eru lífrænir og kröftugir
skúlptúrar Svövu Björnsdóttur úr
pappamassa, en hún hefur sérhæft
sig í því hráefni. Hún sýnir tvö vegg-
verk sem sameina abstrakt þætti og
lífræna litanotkun og framsetningu.
Fjórir skúlptúrar minna á sveppi,
blóm eða einhvers konar ílát, eins og
bikara, tveir þeirra bera íburðar-
mikil nöfn dregin út úr lýsingum á
bragði af víni. Verkin staðsetja sig af
miklu öryggi í rýminu en eru þó full
léttleika. Orðskrúðið í titlum þeirra
gefur þeim skemmtilega flúraðan
blæ sem minnir á rókokkó, og form
þeirra vísa til barokk- og rókokkól-
istar.
Á neðri hæð safnsins gefa lista-
mennirnir innsýn í tilurð verka sinna
bæði með teikningum, skissum og
fullunnum verkum. Samspil lista-
mannanna verður til þess að draga
fram ákveðna þætti í verkum þeirra,
ljóðræna, rómantíska og flúraða, og í
heild er sýningin afar dýnamísk.
Kraftmikið samspil
Ragna Sigurðardóttir
MYNDLIST
Gerðarsafn
Til 22. september. Opið alla daga nema
mán. kl. 11-17. Ókeypis aðgangur er að
Gerðarsafni nema á erlendar sérsýningar.
Sjóndeildarhringur, Bjarni Sigurbjörnsson,
Kristinn E. Hrafnsson, Svava Björnsdóttir
bbbbn
Morgunblaðið/Valdís Thor
Sveppir? „Verkin staðsetja sig af miklu öryggi í rýminu.“