Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2008 9 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Hversdagskjólar BRIDS SKÓLINN - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Byrjendur ... 22. september ... tíu mánudagar frá 20-23 Framhald ... 24. september ... tíu miðvikudagar frá 20-23 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - • Bridsskólinn hefur starfað í rúm 30 ár og býður jafnaðar- lega upp á námskeið fyrir byrjendur og fjölbreytt fram- haldsnámskeið fyrir þá sem vilja auka kunnáttuna. • Hvert námskeið stendur yfir í 10 kvöld, einu sinni í viku, þrjár klukkustundir í senn. • Hægt er að mæta stakur, í pari eða í hóp. • Námskeið skólans eru haldin í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37 í Reykjavík. • Mörg stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna. • Sjá ennfremur á Netinu undir bridge.is/fræðsla. - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Uppl. og innritun í síma 564-4247 frá 13-18 daglega. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦                  ! "#! $%#& '& () '*+#$$,)) #$ '#-)#. /  ,!#0 +0& 0$ 1 2-  -)#-  34 35661   3333367748   #$!'!- 2 9 ! )#- #$ '#-)#. ! 8333333333 )!1 :! 2 '!- '!!! ##&! ! 7333333 )!     *+$!#! ',! &#! 9 66 .2"! ;33< *+#$$# ! 57= ( ->$? !@&&- ! ,& &!#-# / $ # "!A  9& / $,)&B$& '*+$ 66 .2"! ;334 '(+  ! & )(! 2 ##$ ! #22 '!>.) ") * B( 2 $ ($$ 2 ,& / B/!! 6;7= :/() * C))  / )(!? # D..&&# )(! ! ! 633 D#!$#&&B# A$(& ! ,@$ E) , 0,$ !, . .$01 +# 1 ,22!F") 1 ,! E ,&  0 E)  #- ..&B(! '*+#$# '#- &&# )(! ! / $,)&B$&        ,!#0 +0& 0$  2  ) "!A# #$ '#-)#. 4 .2"! ;334 D2B> 2- ($ '*+$ ,& () #$ '#-)#. /  ,!#0 +0& 0$   ! $##! ")# 1 #!)B # ;1 677 @)B'*) %#&  ,& ( ! &(& 2 '#- ! #$ * # ! C& - /$& B/ # 1 @$$( 51 66; @)B'*) ,& / #2*-  1 GGG$#1 !2 #$ $,)& '*+$ @)B'*)1 4 .2"! ;334  D D H Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Það varð uppi fótur og fit á Ljósanótt þegar tröll og jötnar komu þrammandi eftir Ægisgötu í veg fyrir sviðið, þar sem megnið af dagskránni fór fram. Þau voru komin alla leið frá Vestmannaeyjum til þess að aðstoða við að koma lífi í skessuna í Skessuhelli. Ljósanæturgestir þustu á eftir enda hefur mikil eftirvænting legið í loftinu vegna flutninga skessunnar til Reykjanes- bæjar. Hún kom íbúum bæjarins í 14.214. Skessan er hugverk Herdísar Egilsdóttur og í marga áratugi hafa Íslendingar skemmt sér við lestur á bókunum um Siggu og skessuna. Sú nýjasta leit dagsins ljós í upp- hafi ljósanætur, Sigga og skessan á Suður- nesjum, en þar fær almenningur skýringu á því hvers vegna skessan er flutt til Reykja- nesbæjar. Herdís afhjúpaði skilti við aðkom- una að Skessuhelli þar sem finna má allar upplýsingar um verkið, stuðningsaðila og listamenn, en það er Norðanbál sem á hug- myndina að verkinu og framkvæmd þess. Hópnum var þakkað fyrir að hafa unnið verkið hér. Að því loknu var gestum hleypt inn í hell- inn í hollum og í langa stund var dágóð biðröð eftir stígnum að hellinum. Skessuhellir verður að teljast hápunktur þessarar Ljósanætur enda var kynt undir stemningunni nokkrum dögum fyrir hátíðina með dularfullum og risaxöxnum fótsporum víðsvegar um bæinn. Flugeldasýningarinnar var ekki síður beðið með eftirvæntingu, enda mikill metnaður í að gera hana vel úr garði ár hvert. Skotið hefur verið á töluna 50 þúsund yfir þá gesti sem fylgdust með. Lista- og vísindasmiðja Annars hefur þróun Ljósanætur orðið sú að dagskráin dreifist jafnt og þétt frá fimmtudegi til sunnudags, bæjarbúum til ánægju. Bæði voru opnaðar sýningar á fimmtudegi og föstu- degi, boðið var upp á fjölskyldudagskrá á svið- inu við Ægisgötu og leiktæki voru víðsvegar um bæinn. Á laugardeginum hefur árganga- gangan verið vinsæl, gestir fylgjast af áhuga með fornbílunum sem aka niður aðalgötuna og í ár fóru hálandaleikarnir fram í Reykjanesbæ. Þá kynnti Karlakór Keflavíkur nýútkomna plötu sem þeir unnu ásamt poppgoðum Suður- nesja, Þú lýgur því, og í gær leiddu Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og hljóm- sveitin Hjaltalín saman hesta sína í Andrew’s Theater. Ein athyglisverðasta nýjungin þessa Ljósa- nótt var lista- og vísindasmiðja sem leikskólinn Holt bauð upp á í porti við Tjarnargötu og skemmtu margir sér þar löngum stundum, auk þess sem fjöldi skemmtilegra verka leit dags- ins ljós. Fjölmargir gestir lögð leið sína til bæjarins og mátti sjá mikinn fjölda af húsbýlum á opn- um svæðum. Einstök veðurblíða var alla dag- ana, sem breytti öllu varðandi skemmtilega stemningu í bænum. | 37 Áhugi Ljósanæturgestir, ungir sem aldnir, hópuðust á eftir jötnum og tröllum til að halda til fundar við skessuna. Hápunktur Ljósanætur var þegar skessan flutti úr Eyjum í Reykjanesbæ Kíkt Skessan kíkir á gesti gegnum rimla. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Hugmyndasmiður Herdís Egilsdóttir afhjúp- aði upplýsingaskilti við aðkomuna að hellinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.