Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Hver er ímynd Reykjavíkur-borgar? Og hvernig á aðsýna fólki þessa hálfsund- urlausu borg? Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari tekst það verk á hend- ur í nýrri og myndarlegri bók. Titillinn gefur ætlunarverk hans til kynna: Reykjavík – og svo bætir hann við: út og inn. Út og inn, og aðallega út. Það er málið. Hver eru hin hefðbundnu sjón- arhorn á borgina? Rammi af Þing- holtunum, þar sem Hallgrímskirkja gnæfir yfir húsin. Önnur mynd er frá Austurvelli, af Dómkirkju og Alþingishúsi. Þriðja myndin er einnig tekin þar, af fólki á góðviðr- isdegi. Fjórða myndin gæti verið af hvalbátum, sú fimmta af styttunni af Ingólfi Arnarsyni, og svo ein tek- in úr Hallgrímskirkjuturni, yfir marglit þök miðborgarinnar. Þannig sýna erlendir ljósmynd- arar höfuðborgina, þegar þeir koma til landsins að myndskreyta tímaritsgrein sem gæti heitið 48 tímar í Reykjavík. Ég gleymdi reyndar að minnast á myndina frá einhverjum barnum sem þyrfti þá einnig að vera í greininni.    Bragi Þór sýnir í bókinni mikil-vægi þess að skoða Reykjavík út og inn. Hann sýnir vitaskuld miðborgina og helgar annan kafla menningunni. En Bragi er slyngur tímaritaljósmyndari, og hefur með- al annars sérhæft sig í arkitektúr- ljósmyndun, og hann leyfir þeim þáttum virkilega að njóta sín. Einn kaflinn heitir því Ásýnd og arki- tektúr, þar sem fjallað er um ein- kenni á borgarmyndinni, iðulega með stílhreinum nærmyndum þar sem vel er unnið úr ljósi og form- um. Þegar miðbæjarkaflanum sleppir koma síðan hinir mikilvægu kaflar, sem svo oft eru vanræktir í umfjöllun um borgina. Það er farið í Vesturbæinn, Austurbæinn – og svo úthverfin. Þarna eru einkenn- andi ljósmyndir úr Árbæ og Breið- holti, Grafarvogi og Grafarholti. Jafnt nýjar raðhúsalengjur og gamli Árbærinn sem unglingar á róluvelli á laugardagsmorgni í Breiðholti. Þar birtist flott úthverf- astemning; kerran úr Bónus mætt við sandkassann og blokkirnar rísa í bakgrunni. Nágrannasveitarfélögin fá einnig kafla, blessunarlega, því þau fylla líka inn í heildarmyndina. Sport- bíllinn við mannlausa götu á Arnar- nesi og Hamraborgin í Kópavogi; allt er þetta hluti af heildar- myndinni.    Það sem gerir bók Braga Þórssvo vel lukkaða er ennfremur að hann er að mynda allt árið. Stundum lýsir sól upp fáklædda sól- unnendur, en við erum líka á ferð- inni með Braga Þór í kafaldsbyl og fjúki. Þannig tekst honum að skapa svo raunsanna mynd af þessum heimi sem við búum í. Af mann- fárri en samt margbrotinni borg. Ekki má gleyma þætti texta- smiðsins, Illuga Jökulssonar, því hann er stór. Afslappaður texti hans flæðir um síðurnar, fræðandi og nægilega írónískur. Illugi rekur tilurð þessarar borgar, sem um aldir virtist ekki ætla neitt „annað en að verða ævinlega lítilsmegandi útnes á hinu stóra Íslandi: ágætt bæjarstæði en úr alfaraleið“.    Illugi fjallar jafnt um þjóðarein-kenni sem meinta Íslandsvini, um eðli miðborgarinnar og um breytinguna sem varð þegar íbúar borgarinnar hættu að skammast sín fyrir hana og fóru að átta sig á því að „Esjan þeirra var engu ómerkilegra fjall en fjöllin sem um- kringt höfðu gamla niðurnídda torfbæinn“ þar sem forfeðurnir höfðu hokrað. Bragi Þór og Illugi sýna okkur borg sem þenst út, og á sér bæði gömul hverfi og ný. „Og þar sem vindurinn blés áður óhindrað og hristi til teikningar skipulagsfræð- inganna og arkitektanna sem góndu í kringum sig í ósnortinni náttúrunni, þar eru húsin nú risin, komnar gardínur í alla glugga, reiðhjól liggja upp við húsin, leik- völlur hefur verið útbúinn þar sem börnin gátu mokað til og frá kol- svörtum, aðfluttum sandi, og það eru komnar verslanir og sjoppur og myndbandaleigur og líkamsræktarstöðvar … það er landslag nútímamannsins.“ Og Reykjavík okkar – út og inn. efi@mbl.is Landslag nútímamannsins AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson » Stundum lýsir sól upp fáklædda sólunnendur,en við erum líka á ferðinni með Braga Þór í kafaldsbyl og fjúki. Þannig tekst honum að skapa svo raunsanna mynd af þessum heimi sem við bú- um í. Af mannfárri en samt margbrotinni borg. Ljósmynd/Bragi Þór Jósefsson Bakgarðar Bak við virðulegar verslanir í miðborginni þróaðist flókin byggð bakhýsa, skúra og hvers konar kofa. ÞRIÐJU tónleikar ársins í tilefni sjötugsafmælis Atla Heimis Sveinssonar fóru fram á Kjarvals- stöðum við ágæta aðsókn undir yf- irskriftinni „sónötur“. Eins og af uppruna ítalska orðsins leiðir, son- are = að hljóma (þ.e. úr hljóðfæri), var hvorugt verkanna heimfærandi upp á klassískt „sónötuform“ frek- ar en samnefnd verk seinni tíma, heldur horfið aftur til upphafs- merkingar þegar sónötur voru ein- faldlega leiknar en kantötur sungn- ar. Ég heyrði hér Flautusónötu Atla í þriðja sinn, eftir frumflutning Ás- hildar og Önnu Guðnýjar á Myrk- um músíkdögum í Salnum 4.2. 2005 og í Þjóðleikhúsinu 13.5. 2007. Um skoðun annarra hlustenda veit ég ekki, en fyrir mína parta get ég ekki sagt að verkið hafi batnað að hlustvænleika við aðra endurheyrn. Enn sem fyrr fannst mér það allt of langt (38 mín.; að líkindum með- al lengstu verka í heimi fyrir þessa áhöfn) – sérstaklega miðað við ein- kennilega áhrifarýrt inntak og hugfengi. Jafnvel þótt heilir átta þættir ættu í fljótu bragði að geta tryggt næga fjölbreytni, þá dró sá fjöldi á móti úr auðheyranlegu samhengi. Þrátt fyrir augljósa færni og innlifun flytjenda hélt verkið því ekki athygli manns sem skyldi, og sat að sama skapi lítið eftir. Heldur hresstist þó Eyjólfur eft- ir hlé við frumflutning hinnar tví- þættu Fiðlusónötu [28’]. Þótt mun- að hefði um minna en tíu mínútna skemmri spiltíma (auk litaauðgi fiðlunnar að flautunni ólastaðri), þá verkaði sónatan einkum talsvert bitastæðari og innblásnari í mínum eyrum en systurverkið. Hvort kær- kominn veraldlegur húmorvottur- inn í „búggívúggí“-innslagi II. þáttar hafi þar haft meira að segja en ljóðræn fiðlumelódíkin, er söng af hjartans einlægni í skemmtilegri andstöðu við stundum tröllaukinn hamaganginn úr slaghörpunni, er erfitt að segja. En alltjent nutu andstæður fínlega strokins lagferl- is við kraftmiklar píanóúthleðslur sín oft á furðuheillandi hátt. Túlk- unin var til viðbótar af fyrstu gráðu, og þurfti engin leðurblöku- eyru til að greina stórum hlýlegri viðtökur áheyrenda að leikslokum en eftir fyrri hálfleik. Tvær sónötur Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Kjarvalsstaðir Atli Heimir Sveinsson: Flautusónata; Fiðlusónata (frumfl.). Áshildur Haralds- dóttir flauta og Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanó; Una Sveinbjarnardóttir fiðla og Wolfgang Kühnl píanó. Mánudaginn 22. september kl. 20. Kammertónleikarbbbnn FYRIR tveimur árum var Ingibjörg Jónsdóttir með persónulega og heilsteypta sýningu í Listasafni ASÍ og sýndi þar að hún er ein okkar áhugaverðustu veflista- manna. Nú kemur hún aftur á óvart með gríp- andi innsetningu í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, undir titl- inum Samsíða heimar. Ingibjörg sýnir annars vegar veggverk og hins vegar hefur hún byggt og breytt sýningarsalnum í lokað rými fyrir innsetningu sem vex eins og gróður upp með veggj- unum. Þræðir í nokkrum litum, sumum sjálflýsandi, eru undnir upp á mjó kefli sem fest eru saman í sköpun viðkvæmrar byggingar. Í þessu aflokaða rými hefur Ingi- björg sett upp þriggja mínútna ljósasýningu sem minnir á skipt- ingu dags og nætur. Litur veggjanna breytist í mismunandi birtu, einnig litir þráðanna á kefl- unum og skuggarnir lifna og hverfa á víxl. Innsetningin minnir á líf- rænan gróður, strúktúr barna- leikfangs, eða vísindalega rannsókn en tengingin við vefnað er einnig sterk, nokkuð sem verður til á löngum tíma. Tíminn er áleitinn þáttur í verk- um Ingibjargar og hér renna sam- an áreynslulaust samtíminn og hefðirnar, auk þess sem tími áhorf- andans verður órjúfanlega hluti af verkinu. Ég var svo heppin að vera stödd í salnum um leið og hópur leik- skólabarna sem undu sér vel í þess- um töfrandi heimi, svo vel að þegar ég fór var enn verið að biðja um meira, „Bara einu sinni enn“, og gaf það verkinu aukið líf um leið og hér kom í ljós að innsetningin virk- ar bæði hreint sjónrænt séð og einnig sem tilefni til vangaveltna. Texti í sýningarskrá ýtir undir hið síðarnefnda. Veggverk ofið úr steinflögum, pergamenti og nælonþræði er síðan forvitnilegt verk, nútímalegt og sí- gilt í senn. Sýningin gefur til kynna breidd í vinnubrögðum listakon- unnar og ekki hefði verið verra að sjá meira. Þræðir „Innsetningin minnir á lífrænan gróður, strúktúr barnaleikfangs, eða vís- indalega rannsókn en tengingin við vefnað er einnig sterk …“ segir meðal annars í dómi. MYNDLIST Hafnarhúsið Til 11. janúar. Opið alla daga frá kl. 10–17 og til kl. 22 á fim. Aðgangur ókeypis. Samsíða heimar, Ingibjörg Jónsdóttir bbbmn Ragna Sigurðardóttir Töfrandi heimur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.