Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Jósef H. Þorgeirs- son, Akranesi, var gæddur miklum mannkostum. Það kom fram í öllum störfum hans og fram- göngu á lífsleiðinni. Gilti það jafnt í persónulegum sam- skiptum hans, í stjórnmálastarfi, á vettvangi atvinnurekstursins eða í starfi Lionshreyfingarinnar þar sem hann naut mikillar virðingar. Jósef kynntist ég fyrst í samstarfi sveit- arstjórna á Vesturlandi. Strax við fyrstu kynni sá ég að þar fór maður sem var traustur og naut virðingar jafnt samherja sem andstæðinga í stjórnmálum. Síðar áttum við eftir að starfa saman innan Sjálfstæðis- flokksins þegar hann var frambjóð- andi til Alþingis og þingmaður Vest- urlandskjördæmis. Eftir að ég hóf þingmennsku studdi hann mig með ráðum og dáð. Sem stjórnmálamaður var Jósef djúpvitur og gerði sér glögga grein fyrir aðalatriðum hverju sinni. Þrátt fyrir að vera fastur fyrir og sókn- djarfur var hann manna sættir og hygginn í öllum sínum verkum. Hann hafði hagsmuni flokksins og kjördæmisins að leiðarljósi. Jósef hafði mikla og glögga yfirsýn í stjórnmálum og greindi vel stöðu og aðalatriði hverju sinni. Vegna mikillar aðgerðar og veik- inda í kjölfarið dró hann sig í hlé frá hinum pólitíska orrustuvelli og hóf að nýju að sinna störfum sem lög- maður og fyrir Skipasmíðastöð Þor- geirs og Ellerts. Mikil eftirsjón var að Jósef er hann kaus að hætta þingmennsku enda vissu þeir sem næst honum unnu hversu ríkulega hann naut þess að vinna með fólkinu í flokknum sem þingmaður. Eftir að hann hafði valið að hætta þing- mennsku og snúa sér aftur að rekstri og störfum fyrir skipasmíða- stöðina var hann valinn til forystu á vegum Sambands málm- og skipa- smiða og Félags dráttarbrauta og skipasmiðja. Var sá vettvangur hon- um hugleikinn eftir að hafa unnið við hlið föður síns árum saman með góðum árangri, en Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts var þekkt fyrir traust viðskipti undir stjórn þeirra feðga Þorgeirs og Jósefs og þeirra einstaklega góðu samstarfsmanna sem til þeirra völdust. Síðasta áratug starfsævi sinnar starfaði Jósef sem lögfræðingur og deildarstjóri í samgönguráðuneyt- inu og fór einkum með siglingamál. Naut hann þar reynslu sinnar af samskiptum við sjómenn og útvegs- menn. Samstarfið við Jósef í ráðu- neytinu var einstaklega gott og minnist ég þess með þakklæti. Um leið og ég votta Þóru Björk eftirlif- andi eiginkonu hans og fjölskyldu þeirra samúð vil ég minnast Jósefs H. Þorgeirssonar með þakklæti og virðingu fyrir trausta samfylgd. Sturla Böðvarsson. Ég settist í Menntaskólann á Ak- ureyri haustið 1955, en Jósef H. Þorgeirsson var þá í 6. bekk. Hann var oddviti okkar sjálfstæðismanna í skólanum og lét að sér kveða á mál- fundum. Hann var rökvís ræðumað- ur og málafylgja hans var yfirgrips- mikil. Hann hafði svör á takteinum við hverju einu. Hann var mesti mælskumaður skólans og voru þó margir vel máli farnir. Leiðir okkar lágu aftur saman á vettvangi ungra sjálfstæðismanna og í Sjálfstæðis- flokknum. Hann stóð þá ásamt föður sínum fyrir umsvifamiklum atvinnu- rekstri á Akranesi og sat í bæjar- stjórn. Og mér er engin launung á því, að á þeim tíma horfðum við Jósef Halldór Þorgeirsson ✝ Jósef HalldórÞorgeirsson fæddist á Akranesi 16. júlí 1936. Hann lést 23. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akraneskirkju. margir til þess, að hann tæki sæti í for- ystusveit flokksins. En skjótt skipast veður í lofti. Árið 1973 gekk hann undir erf- iða skurðaðgerð. Með góðum stuðningi Þóru konu sinnar og fjöl- skyldu náði hann sér upp en þó aldrei til fulls. Jósef var kjör- inn á Alþingi árið 1978 og endurkjörinn ári síðar og sátum við þá saman á þingi um fjögurra ára skeið. Þar tókst með okkur góð vinátta, sem hefur hald- ist, þótt fundum okkar hafi fækkað hin síðari ár. Hann beitti sér innan þingflokksins og á nefndarfundum, var glöggur á aðalatriði og lagði gott til mála. En í sölum þingsins var hann afskiptalítill, nema honum þætti mikið við liggja. Þá gladdist ég yfir að finna aftur gömlu taktana í máli hans. Árið 1995 kom hann til starfa í samgönguráðuneytinu og unnum við vel saman. Þar nutum við reynslu hans og djúpstæðrar þekk- ingar á mönnum og málefnum. Jós- efs minnist ég með þakklæti og góð- um hug. Hann var drengskapar- maður, hlýr, og hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Hann var fjölfróður og mikill sögumaður, enda hafði hann glöggt auga fyrir sérleik manna og einkennilegum atvikum. Aldrei lagði hann illt til neins, en vildi hvers manns vanda leysa. Jósef var mikill fjölskyldumaður. Ég minnist þeirra Þóru frá mennta- skólaárunum, ungra, glæsilegra og glaðra. Og með því yfirbragði hefur sambúð þeirra verið. Í veikindum Jósefs hefur Þóra staðið við hlið hans, traust til hinstu stundar. Það er falleg saga og göfug. Halldór Blöndal. Við andlát Jósefs H. Þorgeirsson- ar er horfinn af sviðinu litríkur mað- ur. Sem framkvæmdastjóri Þor- geirs og Ellerts hf., þingmaður, maður menningar og sagna var hann virkur þátttakandi í mannlíf- inu á Akranesi og áhrifamikill. Við leiðarlok er honum þökkuð sam- fylgd og góð verk í þágu Skaga- manna. Það mætti hafa langt mál um það sem Jósef tók sér fyrir hendur, hvort heldur er á sviði atvinnulífs, landsmála eða bæjarmála á Akra- nesi. Í nokkrum kveðjuorðum verða þeim verkum ekki gerð skil að öðru leyti en því að öll sín verk vann Jós- ef af dugnaði, elju og miklum áhuga, hvort heldur sem blés byrlega eða á móti. Sem framkvæmdastjóri Þor- geirs og Ellerts hf. um árabil, þing- maður og bæjarfulltrúi á Akranesi tók hann þátt í mikilsverðum verk- efnum sem skiptu samfélagið máli. Á síðustu árum beindi hann kröftum sínum og áhuga að menningarmál- um á Akranesi og lagði þar margt gagnlegt til með verkum sínum og tillögum. Ekki alls fyrir löngu fékk hann til liðs við sig einstaklinga í því skyni að safna fyrir sneiðmynda- tæki fyrir Sjúkrahús og heilsu- gæslustöð Akraness, en það tæki taldi hann mjög þýðingarmikið fyrir starfsemi sjúkrahússins og þá sem njóta þar mikilvægrar og góðrar þjónustu. Ekki stóð á viðbrögðum þeirra sem Jósef leitaði til og á skömmum tíma var verkefnið leyst eingöngu fyrir eftirfylgni hans og áhuga á málinu. Jósef var atorku- maður þar sem hann lét til sín taka. Eflaust þekkja margir þá hlið á Jósef að hann var mjög sögufróður maður og einstaklega skemmtileg- ur. Hann gerði sér far um að safna ýmiss konar söguefni og kveðskap og var óþreytandi að deila því efni með öðrum. M.a. var hann í mörg ár sjálfkjörinn veislustjóri á herra- kvöldum Knattspyrnufélags ÍA þar sem hann lét veislugesti ætíð syngja: „Ó, Jósep, Jósep“ við mikinn fögnuð viðstaddra. Hann taldi aldrei eftir sér að leggja Knattspyrnu- félagi ÍA lið og hafði ávallt mikinn áhuga á gengi þess. Sá stuðningur og sú velvild var félaginu ætíð mik- ilvæg og fyrir það skal hér sérstak- lega þakkað. Við leiðarlok eru Jósef þakkaðar margar góðar stundir og þau góðu verk þar sem hann lagði sitt af mörkum. Það er sjónarsviptir að honum og skarð fyrir skildi. Við færum Þóru, eiginkonu Jós- efs, börnum og fjölskyldu hans allri samúðarkveðjur með þeirri ósk að minningin um Jósef megi ætíð skína björt og fögur. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akraness. Gísli Gíslason, formaður Rekstrarfélags Knattspyrnufélags ÍA. Fallinn er í valinn mikill dáða- drengur og vinur. Hann var hafsjór af sögum og ljóðum og sagði mjög skemmtilega frá. Aldrei var nein lognmolla í kringum hann. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Maður vissi nákvæmlega hvar maður hafði hann. Við Jósef vorum skoðana- bræður í stjórnmálum og störfuðum mikið saman í Sjálfstæðisflokknum, bæði að bæjar- og þjóðmálum. Við sátum saman í bæjarstjórn um margra ára skeið og eru kærar og góðar minningar tengdar samstarfi okkar þar. Jósef var kvæntur frábærri konu, Þóru Björk Kristinsdóttur hjúkrun- arfræðingi. Heimili þeirra var ann- álað myndar- og menningarheimili. Þau voru framúrskarandi gestrisin og veittu mjög rausnarlega. Þau höfðu mikið yndi af því að taka á móti fólki og var ávallt glatt á hjalla við þau tækifæri. Ég á margar góð- ar minningar frá þeim stundum. Einnig leit ég oft heim til þeirra til að spjalla um dægurmálin. Var ávallt tekið á móti mér með sama hlýleikanum. En nú er skarð fyrir skildi. Elsku Þóra mín, þú hefur misst mikið en bjartar minningar um góð- an dreng munu veita þér huggun. Við Inga vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð. Góður Guð veri með ykkur. Hörður Pálsson. Mín fyrstu kynni af Jósef H. Þor- geirssyni voru haustið 1952, þegar ég settist í Menntaskólann á Akur- eyri. Hann hafði þá stundað nám í skólanum í nokkur ár og mér því fremri á marga vísu. Engu að síður tengdumst við strax sterkum bönd- um; böndum vináttu og gagn- kvæmrar virðingar og þau tengsl hafa ekki veikst í tímans rás. Þegar maður sest niður og hugleiðir hvað segja skal við leiðarlok þegar vinur er kvaddur, hlýtur manni að vera efst í hug þakklæti, eitthvað hlýtt og notalegt sem maður vill koma til hans nánustu, en hefur orðið útund- an eins og oft vill verða. Persónu- legar minningar um gagnkvæma vináttu og skilning er hins vegar nokkuð sem dauðinn tekur með sér og geymir. Jósef gerði mér margan góðan greiðann. Hann útvegaði mér starf við Se- menstverksmiðjuna á Akranesi í tvö sumur, starfsreynsla sem kom mér mjög vel og auðveldaði mitt háskóla- nám, ekki síst hvað fjárhaginn varð- ar, en þá voru námslán ekki til. Ég minnist þess vel fyrsta morg- uninn, sem ég gekk á fund forstjóra fyrirtækisins, og Jósef sagði við mig; „Haukur, nú verður þú að standa þig“. Þetta þóttu mér góð og holl orð sem ég reyndi að fara eftir. Ég gerði það sem ég gat og olli vini mínum ekki vonbrigðum. Og það var mér fyrir mestu. Fyrra sumarið bjó ég hjá foreldum Jósefs og hið seinna hjá ágætu fólki á Akranesi. Margar góðar og dýrmætar út- gáfur af úrvalsljóðum íslenskra skálda fékk ég í gjöf frá Jósef, en hann var mikill unnandi ljóða og vísna. Samfundum okkar fækkaði þegar árin liðu, ekki síst vegna búsetu minnar erlendis. En vináttan hélst óbreytt. Nú kveð ég vin minn klökkur í huga og þakka honum tryggð og vináttu. Minningin um góðan dreng mun vaka í hug mér og hjarta á meðan ég lifi. Ég votta Þóru Björk og sonum samúð mína. Blessuð sé minning Jósefs Hall- dórs Þorgeirssonar. Haukur Kristinsson. Frá er fallinn mikils metinn sam- ferðamaður Jósef Þorgeirsson lög- fræðingur og framkvæmdastjóri fyrir skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts á Akranesi. Jósef var for- maður til margra ára fyrir samtök- um okkar í skipaiðnaði auk margra annarra félagasamtaka sem hann var fenginn til að veita forystu. Þegar sá sem ritar þessar línur las um andlát Jósefs Þorgeirssonar runnu hratt upp margar góðar minningar um samferðamann, sem aldrei lét á sér standa ef á þurfti að taka til þess að undirbúa og koma góðum málum áfram eða halda öðr- um málum í jafnvægi. Þannig lágu leiðir okkar fljótlega saman, vegna sameiginlegs áhuga okkar á skipa- smíðum á Íslandi og þörf á að færa sem mest af þeim til landsins í stað þess að hlaða ótæpilega upp skuld- um erlendis með stórfelldum skipa- innflutningi. Vinátta mín við foreldra Jósefs hófst með kynnum mínum af þeim í Kaupmannahöfn 1952, þá var ég í vinnu hjá Burmeister og Wain sam- hliða framhaldsnámi og veittist sú ánægja að hitta þau hjónin Þorgeir og Svanlaugu í nokkra daga. Þor- geir var að kynna sér nýjar vélar og tæki fyrir skipasmíðastöðina og not- uðu þau ferðina líka til að skoða sig um á fleiri stöðum sem ég var búinn að kynnast. Á þeim tíma var Bur- meister og Wain með um 10.000 manns í vinnu í Kaupmannahöfn og mörg skip í smíðum og því margt fyrir Þorgeir að skoða. Þorgeir lét ekkert sem hann sá framhjá sér fara í þessari ferð. Ég vissi því þannig vel að Jósef var af góðum foreldrum kominn og greinilegt í hvívetna að hann hafði hlotið erfðagen frá for- eldrum sínum og þar sannaðist að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Ég er þakklátur fyrir að leiðir okkar Jósefs lágu gjarnan saman um nærri 30 ára skeið vegna sameig- inlegs áhuga fyrir smíði fiskiskipa á Íslandi. Var einkar ánægjulegt að vinna með Jósef, hann var ljúfur, traustur, rökfastur, sanngjarn, glaðlyndur og þægilegur í viðmóti og þannig gerður að hverjum sem kynntist honum vel hlaut að þykja vænt um hann. Ég minnist góðra ferða okkar til Evrópu til þess að sjá skipasmíða- stöðvar. Það kom í ljós að upptöku- kerfi sem þeir feðgar Jósef og Þor- geir höfðu valið sér er þeim kostum búið að vart var völ á öðru betra. Hér er að sjálfsögðu átt við skipa- lyftuna sem getur lyft skipum allt að 400 þunga-tonnum á vagn á lárétt- um brautum og fært til inni í smíða- skemmu eins og hentar án erfiðis á skömmum tíma. Jósef vann öll störf af framsýni, rökvísi og alúð enda einstaklega gott að starfa með hon- um. Mjög var ánægjulegt að heim- sækja þau hjónin Þóru Björk Krist- insdóttur og Jósef á hið fagra heim- ili, sem þau gerðu fjölskyldu sinni á Akranesi. Það var alúð og fágun í hvívetna sem mætti gestinum á þeirra heimili. Maður fór alltaf með góðar minningar þegar kvatt var. Það er sárt að sjá á eftir góðum vini. Ég og kona mín Þuríður sendum Þóru og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um Jósef velfarnaðar og Guðs bless- unar. Jón Sveinsson. Á lífsleiðinni njótum við leiðsagn- ar fjölda fólks. Þannig fáum við góð ráð, dýpkum skilning okkar með gagnlegum samræðum, öðlumst nýja sýn á viðfangsefnin og horfum á samfélagið út frá ólíkum sjónar- hornum. Þegar ég hóf afskipti af stjórnmálum ung að árum og var að stíga mín fyrstu skref á þeirri braut naut ég leiðsagnar Jósefs H. Þor- geirssonar. Fyrir það verð ég æv- inlega þakklát. Þetta var á áttunda áratug síð- ustu aldar og mikil umbrot í stjórn- málum. Jósef hafði verið í forystu- sveit Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, bæjarfulltrúi flokksins frá 1966 og ritstjóri Framtaks, mál- gagns sjálfstæðismanna. Hann var kunnur af einstakri snerpu í mál- flutningi, snjall í að setja hlutina í samhengi og skilja kjarnann frá hisminu ásamt því að vera baráttu- glaður maður. Fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar 1974 var stemningin góð og mikið unnið. Þá stýrði ég kosningaskrifstofunni ásamt því að vera í framboði og á daglegum fund- um með Jósef og hinum félögunum voru málin rædd og baráttan skipu- lögð, mikið spjallað og mikið kaffi drukkið, spáð og spekúlerað. Ár- angurinn var frábær og gleðin mik- il. Jósef hafði herst í eldi stjórn- málabaráttunnar eftir stríð þegar hugmyndabaráttan var í fullum gangi og umræður um frelsi, sjálf- stæði og varnir þjóðarinnar skipuðu mönnum í fylkingar. Á háskólaár- unum var hann virkur í stúdenta- pólitíkinni og var formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Landsmálin og landsmálapólitíkin áttu því hug hans jafnframt og eftir að hafa starfað að bæjarmálum um tólf ára skeið var hann kjörinn al- þingismaður fyrir Vesturland. Á Al- þingi nýttust kraftar hans vel og hann vann vel og af heilindum fyrir kjördæmið og landið sitt. Jósef hafði góða þekkingu og reynslu úr atvinnulífinu, sem nýttist honum vel í stjórnmálastörfum. Um árabil var hann framkvæmdastjóri við fyrirtæki föður síns, skipasmíða- stöðina Þorgeir & Ellert hf. Fyr- irtæki þeirra feðga var öflugt og kraftmikið með fjölda manns í vinnu og var á sínum tíma einn aðalmátt- arstólpinn í atvinnulífi Akurnes- inga. Þar hóf ég störf á mennta- skólaárunum og hélt því áfram með námi í háskóla og að því loknu. Sam- starf okkar var því ekki eingöngu á sviði stjórnmálanna. Jósef var skemmtilegur maður, jafnframt því að vera maður alvör- unnar. Hann var ætíð trúr sínum málstað. Að leiðarlokum vil ég þakka stuðning hans, velvild og hvatningu alla tíð. Eiginkonu hans og fjölskyldu færi ég einlægar sam- úðarkveðjur og bið minningu hans blessunar. Inga Jóna Þórðardóttir. Fátt er mikilvægara hagsmuna- samtökum atvinnulífsins en að eiga forystumenn sem eru gjörkunnugir viðkomandi atvinnugrein, kunna að greina aðalatriði frá aukaatriði og fylgja vel eftir þeim málefnum sem vinna þarf brautargengi hverju sinni. Það var lán málm- og skipa- iðnaðarins að hafa átt einn slíkan mann sem var Jósef H. Þorgeirsson sem nú er látinn langt um aldur fram. Hann var um formaður Fé- lags dráttarbrauta- og skipasmiðja og einnig heildarsamtaka málmiðn- aðarins, Sambands málm- og skipa- smiðja. Á þeim tíma var þessi grein í miklum blóma, stálskipasmíði öfl- ug iðngrein og viðgerðir og viðhald skipa viðamikil á allmörgum stöðum á landinu. Þá þurfti margs að gæta til þess að tryggja jafna stöðu við erlenda keppinauta. Í þeirri baráttu stóð Jósef í stafni og vakti jafnframt vel yfir öllu sem til framfara horfði í greininni. Hann var einnig hrókur alls fagnaðar þegar það átti við og margar sögur sagði hann af sinni einstöku frásagnargleði sem glöddu og kættu viðstadda. Þannig var Jós- ef, traustur og tillögugóður forystu- maður og jafnframt vinsæll og góð- ur félagi sem öllum var hlýtt til. Fyrir það allt er ástæða til að þakka við leiðarlok. Samtökin færa jafn- framt öllum aðstandendum hans samúðarkveðjur. MÁLMUR – samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, Ingólfur Sverrisson.  Fleiri minningargreinar um Jósef Halldór Þorgeirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.