Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 39 Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Þjóðinni boðið! Sinfóníuhljómsveitin hefur ákveðið að bjóða Íslendingum á tónleika sína í kvöld og á morgun. Á efnisskránni eru sinfóníur Sibeliusar, eins mesta sinfóníuhöfundar allra tíma. Stjórnandi: Petri Sakari. Í kvöld kl. 19.30 - þjóðinni boðið Sinfónía nr. 2 Sinfónía nr. 4 Á morgun kl. 17.00 - þjóðinni boðið Sinfónía nr. 5 Sinfónía nr. 6 Sinfónía nr. 7 ■ Fimmtudag 20. nóv. og föstudag 21. nóv. Eftirlætis Barokk í Langholtskirkju Sígræn tónlist sem allir elska. Verk eftir Bach, Purcell, Pacelbel og Handel. Frjálst sætaval - húsið opnað klukkustund fyrir tónleikana - fyrstir koma, fyrstir fá. STOÐIR ERU AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Jóna Hlíf Halldórsdóttir – Full af engu Til 9. nóvember 2008. Opið alla daga kl. 10-17. Aðgangur ókeypis. Í SAMHENGI við efnahagsástandið í landinu um þessar mundir, öðlast yfirskrift myndlistarsýningar Jónu Hlífar Halldórsdóttur í D-sal Hafnarhússins, „Full af engu“, býsna þrungna merkingarvídd. Ekki er þó gott að segja hvort Jóna Hlíf hafi haft innantómt neyslusamfélag eða gegndarlausa gróðahyggju í huga við undirbúning sýn- ingarinnar – hugsanlega má sjá vísbendingar um slíkt í myndarlegum stafla af tómum, hvítum gjafa- eða inn- kaupapokum í einu horni salarins. Speglar á vegg, sem mynda setninguna „Ég er bara skítur“, gætu þannig vís- að til sjálfsmyndar neytenda sem iða af ófullnægðri þrá eftir lífsfyllingu í samræmi við látlaus skilaboð sem um- hverfið sendir þeim, og þá ekki síst konum. Speglaverk Jónu Hlífar er áleitið í ljósi þess skipbrots sem þjóðin hefur beðið í efnahagsmálum þannig að hriktir í meg- instoðum lýðveldisins. Burtséð frá þessu dramatíska samhengi búa greini- legar skírskotanir til kvenlegrar sjálfsveru í sýningu Jónu. Hið kynferðislega er þar efst á baugi: kaðall með hnút neðst hangir úr loftinu og býður upp á sveiflu, textaverk lýsa kynferðislegum fantasíum, stundum fremur gróteskum, og um fallíska hvíta súlu (sem einnig vísar til karllægs listheims og hugmynda um hlutlaust hvítt sýningarrými) lykjast geislar blóðrauðrar stjörnu (kvenskapa?). Inn í þetta blandast skírskotun til sagna- eða andaheims inúíta sem gefur til kynna tengsl hins kvenlæga við náttúruna og yfirskilvitleg öfl. Spurningin er hvort hér sé gefið til kynna að konan hafi fjarlægst slík „eðlislæg“ tengsl og orðið firringu að bráð sökum nútímalegra lífshátta. Innsetning Jónu Hlífar fer sjón- rænt vel í rýminu og hún nær að kveikja ýmsar skondnar hugrenningar er tengjast hugmyndum um konur sem kynverur. Anna Jóa Kynleg kona Morgunblaðið/Valdís Thor Full af engu „Innsetning Jónu Hlífar fer sjónrænt vel í rýminu . . .“, segir meðal annars í dómi. MYNDLIST Start Art Kristín Reynisdóttir, Ragnhildur Stef- ánsdóttir – Qualia Til 29. október 2008. Opið þri.-lau. kl. 13-17 og eftir samkomulagi. Aðgangur ókeypis. KRISTÍN Reynisdóttir og Ragn- hildur Stefánsdóttir bjóða gangandi vegfarendum á Laugaveginum, sem brugðið hafa sér inn í forsal lista- mannahússins Start Art, að staldra við um stund og láta vekja og virkja skynrænar kenndir. Þar hafa lista- konurnar unnið innsetningu sem ber yfirskriftina „Qualia“, en hugtakið vísar til einstaklingsbundinnar skynreynslu. Í megindráttum er annars vegar um að ræða ljósmyndir Kristínar af augnbotnum, sem hún hefur sett undir þykkt glerlag, og hins vegar eru smá og kúpt skúlp- túrform Ragnhildar sem gestum er boðið að þiggja nudd af, t.d. á il, bak eða lófa. Uppsetning verkanna í rýminu er sjónrænt vel heppnuð; sýningin býr yfir léttleika og andrými. Litir og form vísa óbeint til líkamans, og þá einkum innviða hans og þeirra skyn- rænu viðbragða við ytra umhverfi sem þar eiga sér stað. Fölir og rauð- ir eða bleikir litir eru áberandi. Hringlaga lögun sumra mynda Kristínar skírskota til augnformsins og kallast á við ávöl form í skúlptúr- um Ragnhildar er minna á totur. Hið gagnsæja gluggaverk þeirrar síð- arnefndu leiðir hugann að æðakerfi eða lungnaberkjum og er staðsetn- ingin í glugganum góð: glugginn virkar í því samhengi sem myndlík- ing fyrir himnu þar sem á sér stað hreyfing inn og út. Verk Ragnhildar og Kristínar spila vel saman og kalla á virka, lík- amlega þátttöku sýningargesta: myndir Kristínar skapa meðvitund hjá áhorfandanum um hreyfingu augna og um lífeðlis- og efnafræði- leg ferli sem verða við það innra með áhorfandanum. „Totur“ Ragnhildar virkja skynjun húðarinnar og ýta við „orkupunktum“ líkamans. Lista- mennirnir hafa skapað prýðileg skil- yrði til móttöku – og áhrif sýning- arinnar verður svo hver og einn að reyna á eigin himnum. Anna Jóa Hreyfing um himnur Morgunblaðið/Valdís Thor Léttleiki „Uppsetning verkanna í rýminu er sjónrænt vel heppnuð; sýningin býr yfir léttleika og andrými,. . .“, segir meðal annars í dómi. TÓNLIST Þjóðmenningarhúsið Kammertónleikarbbbbn Smetana: Strengjakvartett nr. 1 í e. Dvorák: Serenaða í d Op. 44. Kamm- ersveit Reykjavíkur. Þriðjudaginn 14. október kl. 20. TÉKKNESK tónlist verður þema Kammersveitar Reykjavíkur í vetur, og ekki illa til fundið. Þetta „fjarlæga litla land sem við vitum ekkert um“, eins og brezkur forsætisráðherra orðaði það fyrir 70 árum, hefur nefni- lega lagt drjúgan skerf til klassískrar arfleifðar, og Bæheimur var áður fyrr m.a.s. uppnefndur „tónlist- arskóli Evrópu“ meðan hann var hluti af keisaraveldi Habsborgara. Upphafsverk vetrarins voru ekki af lakara taginu. Fyrri Strengjakvar- tett Bedrichs Smetana (1824-84; þekktastur fyrir Moldá úr hljóm- sveitarbálkinum „Ma Vlast“) var saminn 1877 og þykir meðal fremstu kvartetta síðrómantíkur. Hann er enn mikið fluttur og einn fárra pró- grammtónsmíða í þeirri annars „ab- sólútu“ grein. Inntakslýsing kvart- ettsins („Úr lífi mínu“) er skjalfest í einkabréfi til vina tónskáldsins og fjallar framan af um æsku, ástir og þrár. En í 222. takti lokaþáttar dynur áfallið fyrirvaralaust yfir í formi skerandi ískurstóns á e““ (tíund fyrir ofan háa sópran-c’ið) – ígildi ólækn- andi eyrnasuðs er átti eftir að firra tónskáldið heyrn, viti og að lokum lífi. Strengjafereyki KSÍ lék verkið af samtaka innlifun og snerpu þó meir hefði mátt tjalda neðsta enda styrks- viðsins. Til þess hvatti að vísu ekki þurrköld ómvist gamla lestrarsal- arins, er hentaði illa strokhljóð- færum og gerði hljóminn allt að groddalegan; engu líkara en sandi hefði verið blandað í myrruna. Það kom hins vegar síður að sök í Serenöðu Antonins Dvoráks fyrir blásaranonettu (þar af 3 horn), selló og kontrabassa. Þessi bráð- skemmtilega tónsmíð frá 1877 er ein- hver sú bezt heppnaða allra slíkra verka. Hún er verðug hliðstæða Gran Partita Mozarts, nærri melódískur jafnoki strengjaserenöðu Tsjækovs- kíjs og veit í fínalnum jafnvel fram á djass 20. aldar. Í dúndurfjörugri meðferð karlanna ellefu úr KSÍ, er gættu þess giftusamlega að leika Andante þáttinn (III) ekki of hægt, sperrti maður eyrun allt til enda í vaggandi vímu, og undirtektirnar voru að sama skapi firnagóðar að verðleikum. Ríkarður Ö. Pálsson Dúndurfjör í lestrarsalnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.