Morgunblaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2008 ✝ SigurðurHelgason fædd- ist á Kletti í Reyk- holtsdal í Borg- arfjarðarsýslu 2. mars 1930. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut 23. október síðastlið- inn. Foreldrar Sig- urðar voru hjónin Ástríður Guðrún Halldórsdóttir, f. á Kjalvararstöðum í Reykholtsdal 23.12. 1901, d. 30.5. 1981, og Helgi Sig- urðsson bóndi, f. á Refsstöðum í Hálsasveit 23.12. 1893, d. 2.7. 1983. Systkini Sigurðar eru Guð- rún, f. 14.9. 1922, d. 25.2. 1983, Guðný, f. 16.8. 1924 og Kristófer, f. 18.1. 1926, d. 4.4. 1959. Árið 1955 kvæntist Sigurður Ólöfu Láru Ágústsdóttur. Þau skildu. Sonur þeirra er Ágúst Heiðar rafvirki, f. 27.6. 1954 kvæntur Margréti Haraldsdóttur, f. 26.9. 1955. Börn: a) Ólöf Lára, f. 7.8. 1981, unnusti Árni Jóhann- es Hallgrímsson og eiga þau son fæddan 24.10. 2008 b) Guðbjörg, f. 21.9. 1984 og c) Ágúst Örn, f. 9.9. 1992. Sigurður kvæntist 31. desem- ber 1985 Soffíu Kristjánsdóttur, f. í Reykjavík 4.7. 1952. For- eldrar hennar eru Sigríður Sig- urðardóttir, f. í Hólakoti í Hofs- hreppi í Skagafirði 20.12. 1916, d. 4.1. 1995, og Kristján Krist- jánsson húsasmíðameistari, f. á Geitastekk í Hörðudalshreppi Dalasýslu 6.9. 1911, d. 9.4. 1958. Dætur Sigurðar og Soffíu eru: a) Álfheiður Sigurðardóttir há- skólanemi, f. 19.8. 1982, unnusti Daði Guðmundsson, f. 11.2. 1981, og b) Helga Guðrún Sigurð- ardóttir húsasmíðanemi, f. 21.2. 1984. fyrir börn 1962, 1964 og 1965. Sat í stjórn Frjálsíþrótta- sambands Íslands 1965 til 1984 og fararstjóri íslenskra frjáls- íþróttamanna og fulltrúi á Norð- urlanda- og Evrópuþingum frjálsíþróttamanna. Hann var formaður útbreiðslunefndar FRÍ 1966 til 1984. Hann fór 13 ferðir með ungt frjálsíþróttafólk á Andrésar andar leika í Noregi. Einnig var hann fararstjóri á fyrsta heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum í Helsinki 1983. Sigurður var einn af stofn- endum Félags íþróttavina á Ís- landi, heiðursfélagi í Ungmenna- félaginu Íslendingi, Ungmennafélaginu Snæfelli og Kennarafélagi Vesturlands. Hann var sæmdur Gullmerkjum FRÍ og ÍSÍ, auk erlendra heiðursmerkja fyrir störf að íþróttamálum. Sig- urður söng með Karlakórnum Fóstbræðrum frá 1972 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir kórinn 1974 til 1980. Einnig söng hann með kirkjukór Fella- og Hólakirkju um nokkurra ára skeið. Sigurður var mikill nátt- úruunnandi og fuglaáhugamaður og merkti fugla og tók þátt í fuglatalningu Náttúrufræðistofn- unar Íslands í fimmtíu ár. Hann hafði yndi af stangveiðum og lagði stund á þær alla sína tíð. Fiskirækt stundaði hann um 20 ára skeið í Bakká og Gríshólsá og einnig í Valshamarsá ásamt góðum vinum. Sigurður sat í framkvæmdanefnd Skrúðs á Núpi í Dýrafirði og nýtti þar áhuga sinn og kunnáttu á skóg- rækt. Allt frá árinu 1983 hafa þau hjón, Sigurður og Soffía, eytt öllum sínum frítíma í sum- arbústað fjölskyldunnar í Borg- arfirði sem þau nefndu Skjólhól. Hafa þau þar unnið ötult skóg- ræktarstarf og átt ómetanlegar stundir. Útför Sigurðar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Sigurður ólst upp á Heggsstöðum í Borgarfirði. Hann fór ungur að heiman til náms og lauk kennaraprófi frá KÍ 1949 og íþróttakenn- araprófi frá Íþrótta- kennaraskóla Ís- lands á Laugarvatni 1951. Stundaði framhaldsnám við Íþróttaháskólann í Osló 1956 og við Há- skólann í Minneapol- is í Minnesota 1963. Sigurður var kennari við Barna- og miðskólann í Stykkishólmi 1951 til 1959 og skólastjóri sama skóla 1959 til 1965. Skólastjóri Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi 1965 til 1970. Deildarstjóri á Fræðslumálaskrifstofu 1970 til 1971 og í menntamálaráðuneyt- inu frá 1971 til 1999. Sigurður sat í ýmsum nefndum á vegum menntamálaráðuneytisins og sat í samninganefnd ríkisins frá 1977. Varafulltrúi Íslands í Nor- rænu skólamálanefndinni frá 1984. Í hreppsnefnd Eyjarhrepps 1966 til 1970. Fyrsti hvatamaður að stofnun skólabúða á Íslandi á Reykjum í Hrútafirði. Sigurður var fjölhæfur íþróttamaður og varð m.a. Íslandsmeistari í bad- minton, frjálsum íþróttum og sundi. Hann starfaði alla tíð mik- ið að íþrótta- og æskulýðsmálum. Íþróttakennari á vegum Ung- mennafélagsins Snæfells í Stykk- ishólmi 1951 til 1965 og jafn- framt fyrsti þjálfari körfuknattleiksliðs Snæfells. Þjálfari á vegum Héraðssam- bands Snæfells- og Hnappadals- sýslu 1951 til 1970 og formaður þess 1954 til 1955. Gegndi einnig formennsku í Ungmennafélaginu Snæfelli 1952 til 1954 og 1956 til 1961. Forstöðumaður sumarbúða Hvíl þú væng þinn í ljóði mínu, lítill fugl á löngu flugi frá morgni til kvölds. Styð þig, stjarna, við blóm í garði mínum eitt andartak á ferð þinni um tíma og rúm. Eins og stráið í sandi við haf dauðans, vaxa rætur þess, sem hvergi fer. Enginn spyr, hvaðan hann komi. (Jón úr Vör.) Fyrir 20 árum síðan leiddi pabbi minn mig á mína fyrstu jólaskemmt- un í grunnskóla. Það var gott að halda í höndina á pabba. Hann leiddi mig í gegnum líf- ið. Ég reyndi að endurgjalda honum greiðann og halda í hönd hans þegar hann þurfti á að halda. Daginn sem hann fór í hjartaað- gerðina sat ég heima og ímyndaði mér að ég héldi í hlýja hönd hans. Þegar okkur var tjáð að allt hefði gengið vel sleppti ég hönd hans um stund. Á meðan kom sá er sterkustu höndina hefur og leiddi föður minn á annað tilverustig. Í árum var hálf öld á milli okkar pabba. Þessi ár komu mér að góðum notum. Pabbi var mér allt í senn fað- ir, afinn sem ég aldrei átti, góður vin- ur, kennari og fyrirmynd. Allt frá barnæsku hef ég verið stolt af því að vera dóttir Sigurðar Helga- sonar. Hann var mikill maður og ekki bara í augum mínum. Pabbi var sveitastrákur með stórt hjarta og fullur af þjóðernisstolti. Hann mátti ekkert aumt sjá og gjaf- mildi hans voru engin takmörk sett. Við systur fengum vel að njóta þess. Bókmenntaáhugann áttum við pabbi sameiginlegan. Pabbi þreyttist ekki á að gefa mér bækur og græddi ég vel á því að fara með honum á bókamarkaði. En besta bókin sem pabbi gaf mér, var hann sjálfur. Hann var alfræði- bók mín og þeirri bók lýk ég aldrei. Pabbi fylgdist grannt með með- göngu minni núna síðustu mánuðina og fannst þessi lífssköpun svo ótrú- leg. Það er svo mikil synd að hann hafi ekki fengið að fylgja henni eftir allt til enda. En ég veit að pabbi er ekki hættur að halda í hönd mína og hann mun fylgjast með ófædda barna- barninu eins vel og okkur hinum. Missir okkar mæðgna er mikill. Foreldrar mínir voru ekki bara elsk- andi hjón heldur einnig afar sam- rýmd og miklir vinir. Við munum standa þétt saman og ekki mun okk- ur skorta anda föður míns allt í kringum okkur. Sumarbústaður for- eldra minna er þar ómetanlegur. Staðurinn þar sem föður mínum fannst best að vera. Allar góðu minningarnar munu ylja okkur um hjartarætur þegar hretar að. Ég þakka föður mínum yndislegar samverustundir og hlakka til að deila minningum mínum um góðan mann með ófædda afabarninu. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Takk fyrir að gefa mér allan heim- inn, elsku pabbi. Ég elska þig. Þín dóttir, Álfheiður (Heiða). Besti vinur minn er farinn. Hjarta mitt fór alveg í hnút og ég vissi ekk- ert hvernig ég átti að vera eða hvað ég átti að segja. Ég hugsaði að þetta gæti ekki verið satt. En núna veit ég að þú ert á góðum stað. Ég finn að þú ert hjá mér ennþá og það kætir mig. Ég vil minnast þess sem við gerðum saman, allra þeirra yndislegu stunda sem við átt- um saman í Skjólhól, sem var okkar annað heimili. Þú elskaðir þennan fallega stað, sem og við fjölskyldan öll. Fuglasöngurinn tók á móti okkur í hvert einasta skipti og veðurblíðan í Borgarfirðinum umlukti okkar fal- legu lóð. Þið mamma gerðuð þennan stað svo fallegan og öll trén sem við fjölskyldan tókum þátt í að setja nið- ur ár eftir ár eru stolt okkar og yndi. Ég minnist þess þegar við fórum tvö saman, nánast árlega, á Þorláks- messu, afmælisdegi foreldra þinna. Við tókum saman nesti, leiðiskerti og brunuðum svo af stað upp í Borgar- fjörð. Við byrjuðum alltaf á því að fara upp í bústað og athuga hvort ekki væri allt í góðu. Nutum þess að vera saman í vetrarblíðunni. Á heimleið- inni fórum við í kirkjugarðinn í Borg- arnesi. Þar settum við ljós á leiði ömmu og afa. Ég minnist þess einnig þegar við tvö, eins og svo oft áður, fórum sam- an í ferð með Særúnu. Þú vissir að mig langaði svo mikið að sjá erni og að það væri minn uppáhaldsfugl. Ég fékk mína ósk uppfyllta þennan dag og ég naut þess að vera með þér sem er yndisleg minning. Fyrir um það bil tveimur mánuð- um spurði ég þig hvort þú værir sátt- ur með allt sem þú hefðir gert og upplifað um árin og þú sagðir bara hreint og beint já við mig. Mér leið svo vel að vita það. Þú kenndir mér svo mikið og sagð- ir mér frá svo miklu. Þú kenndir mér að elska þá sem eru mér næstir og einnig hvernig ég ætti að elska þig. Þú sagðir mér að vera vinur vina minna og að hjálpa þeim sem ég gæti. Þú kenndir mér allt um fuglana, fuglana sem þér þótti svo vænt um. Þú sagðir mér hvernig þú fórst að því að telja þá og hvaða hljóð hver þeirra gæfi frá sér. Þú kenndir mér að negla nagla, í sameiningu smíðuðum við lítil hús. Þú sagðir mér hvernig var þegar þú varst lítill, hvernig allt gekk fyrir sig þá. Þú kenndir mér að verða sú sem ég er í dag. Í dag vil ég þakka fyrir okkar tíma saman. Elsku pabbi minn, hvíl þú í friði. Þú ert kominn á góðan stað og ert umvafinn góðu fólki. Þau vernda þig þangað til við hittumst aftur. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir.) Þín litla stelpa, Helga Guðrún. Mig langar til að minnast tengda- föður míns, Sigurðar Helgasonar frá Heggsstöðum. Ég man þegar ég hitti Sigurð í fyrsta skipti heima í Hrafnhólunum fyrir rúmum fimm árum síðan. Hann tók mér strax vel og við urðum fljótt góðir vinir. Það tók okkur ekki lang- an tíma að finna út að við ættum sam- eiginlegt áhugamál, íþróttirnar. Hann sýndi mér og mínu fótbolta- sprikli alltaf mikinn áhuga og var að ég held orðinn harður stuðningsmað- ur Fram í fótboltanum. Númer eitt, tvö og þrjú hjá Sigurði var hins vegar liðið hans, Snæfell. Þetta varð mér strax ljóst. Sigurður var fyrsti þjálf- ari Snæfells í körfubolta og í raun frumkvöðull hvað varðar körfuknatt- leiksiðkun í Hólminum og réttilega afar stoltur af því. Hann fylgdist alla tíð vel með gengi Snæfells og var sannarlega búinn að smita mig af þessum áhuga. Við fórum nokkrum sinnum saman á Snæfellsleiki, núna síðast í Laugardalshöllinni fyrir tæp- um mánuði síðan. Sigurður var ekki aðeins körfu- boltaþjálfari. Hann þótti einnig lið- tækur íþróttamaður sjálfur og keppti meðal annars í sundi og frjálsum íþróttum. Hann hreykti sér nú ekki mikið af árangri sínum en ég þykist vita að hann hafi verið allnokkur. Sig- urður sat jafnframt í stjórn Frjáls- íþróttasambandsins í mörg ár og var sæmdur gullmerki þess. Sínar bestu stundir átti Sigurður í sumarbústað fjölskyldunnar, Skjól- hóli, sem staðsettur er í landi Stóra- Fjalls í Borgarfirðinum. Þau Soffía dvöldu þar nánast öllum stundum öll sumur og fóru líka í bústaðinn flestar helgar sem veður leyfði á öðrum árs- tímum. Þar hafa þau, ásamt Heiðu og Helgu, komið sér upp ákaflega fal- legum og góðum griðastað. Þangað er alltaf gaman að koma og þaðan á ég margar góðar minningar. Ég kveð Sigurð með söknuði en er jafnframt þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk með honum. Ég leit upp til hans, hann kenndi mér ýmislegt og var mér góð fyrirmynd. Sárt þykir mér að hann skuli ekki fá að kynnast nýfæddu langafabarni sínu og rétt ófæddu afabarni sem hann hafði beð- ið svo spenntur eftir. Við sem eftir stöndum munum tryggja að þau fái að kynnast honum. Minningin um skemmtilegan, traustan, góðan og umhyggjusaman mann lifir. Hvíl í friði. Daði Guðmundsson. Elsku afi. Aldrei höfðum við hugsað út í að þessi dagur kæmi að þú færir frá okkur og hvað þá svona skyndilega. Mikið var um blendnar tilfinningar þann dag er þú varst tekinn frá okk- ur því nýtt líf var að koma í heiminn þú varst að verða langafi og varst þú svo spenntur að sjá litla drengin sem ákvað að koma í heiminn daginn eftir að þú fórst. Minningarnar okkar um þig, afi minn, eru einungis af hinu góða, sú minning sem lifir sem lengst er aðfangadagurinn þegar jólaafi kemur í heimsókn þegar við sitjum öll inni í eldhúsi og spjöllum um dag- inn og veginn og ekki má nú gleyma hangikjötinu sem pabbi kaupir á hverju ári og við nörtum í með góðri lyst. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga á náminu okkar og varst ávallt tilbúinn að rétta fram hjálparhönd. Og stoltið mátti sjá á þér við útskrift okkar beggja. Við erum ofboðslega fegnar því að hafa fengið að koma á þínar heima- slóðir á ættarmótinu sumarið 2007. Þar fengum við að kynnast fjölskyldu okkar og sjá þig í allt öðru ljósi, svo hamingjusaman yfir að ættin væri loksins komin saman í allri sinni dýrð. Elsku afi, með þessum sálmi vilj- um við kveðja þig þó svo þú lifir ávallt í minningu okkar. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Guð geymi þig og varðveiti. Ólöf Lára og Guðbjörg. Við skyndilegt og ótímabært and- lát Sigurðar Helgasonar, móður- bróður míns, streyma fram minning- ar frá samverustundum undanfarna áratugi. Árlegar ferðir vestur í Stykkishólm, og síðar í Laugagerði, í upphafi sjöunda áratugarins voru ævintýri líkastar í huga okkar systra. Þar var dvalið í góðu yfirlæti hjá Sig- urði, Ólöfu Láru og Ágústi Heiðari. Sigurður hafði yndi af að sýna okkur Snæfellsnesið, Hólminn sinn og ógleymanlegar eru ferðir út í eyjar á Breiðafirði. Þar var kennarinn og náttúruunnandinn svo sannarlega í essinu sínu. Ekki var spenningurinn minni þegar von var á fjölskyldunni í bæinn og þá gistu þau oft hjá okkur á Kleppsveginum. Öllum þessum minningum fylgir gleði, hlátur og einstök hlýja. Sigurður og Soffía, seinni kona hans, byggðu sér sum- arbústað í Borgarfirðinum. Þar er nú vaxin mikil gróðurparadís og ég vissi að lengi framan af skráði hann frændi minn hverja einustu plöntu sem hann setti niður og skiptu þær þúsundum. Þarna undu þau sér með dætrum sínum þeim Álfheiði og Helgu Guðrúnu. Það er gaman að ganga um landið þeirra og sjá hve vinnan þeirra hefur borið ríkulegan ávöxt. Systkinin á Heggsstöðum voru fjögur og Sigurður var þeirra yngst- ur. Ótal sögur höfum við heyrt frá uppvaxtarárum þeirra og alltaf er þar stutt í grín og gleði og væntum- þykja systkinanna hvert til annars skín þar í gegn. Kristófer dó árið 1959, aðeins 33 ára gamall, og Guð- rún dó 1983, rúmlega sextug. Á undanförnum árum hefur Sig- urður verið að safna saman upplýs- ingum um uppruna sinn og áa og hann hefur leitað fanga víða. Fyrir nokkrum árum fóru þau systkin, Guðný og Sigurður, saman í dagsferð á æskuslóðir sínar í Borgarfirðinum þar sem þau rifjuðu upp atburði og staðhætti ýmsa á Heggsstöðum, í Kletti og á Hömrum. Guðný, sem er 6 árum eldri en Sigurður, fyllti sums staðar í eyðurnar hjá honum og hann skráði niður. Bæði töluðu oft um hvað þetta hefði verið frábær ferð. Sumarið 2006 boðaði Sigurður af- Sigurður Helgason Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga sími 552 5744 Gíró- og kreditkortþjónusta Minningarkort Sími: 588 7555 www.skb.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.