Tíminn - 12.01.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.01.1962, Blaðsíða 1
Verður Faxa- verksmiiSjan Loftvarnastöð? Sjá bls. 3 Þeir, sem vilja gerast áskrif- endur að blaðinu, hringi í 12323 Húsvörðurinn í gærkvöldi frumsýndi Þjóðleik- húsið Húsvörö'inn eftir Harold Pinter. Var leiknum vel tekið af áhorfendum og leikararnir, Valur Gíslason, Bessi Bjarnason og Gunn ar Eyjólfsson, margkallaðir fram í Iokin, ásamt leikstjóranum, Bene dikt Ámasyni. — Myndin hér að ofan er af Val í hlutverki húsvarð arins. Það er leikdómur urn Húsvörðinn á bls. 9 Éj I ÆGISLYSI PERU 3-4 þús. manm saknað eftír skriðufall NTB—Lima, 11. janúar. Ógurleg skriða ruddist í gærkveldi niður hlíðar Hu- ascaran-f jalls í Perú og þurrkaði út f jóra bæi á leið- inni. 3000 til 4000 manns er saknað. Öll fjallshlíðin á hreyfingu Skriðan hófst með snjóflóði nHH^HHBHKffltSflBflBflHflinHBflH efst í Huasearan, sem er hæsta fjall í Perú, 7770 metra hátt. Bráftlega komst öll fjallshlíðin á hreyfingu á kílómeters breiðu svæði; grjót, jarðvegur og snjór ruddist niður hlíðarnar. Skriðan stækkaði stöðugt eftir því, sem neðar dró og hafnaði loks í Santa-ánni við fjallsræt- urnar. Æddi yfir fjóra bæi Skriðan æddi yfir bæinn Ranrahica, sem hefur um hálft fjórða þúsund íbúa, og þrjá minni bæi, Tacsha, Huaraspu- cho og Ucuschaca, og er eklci tangur né tetur eftir af þeim. Þykir fullvíst, að þær þúsundir manna, sem saknað er, hafi far izt. Bæimir eru í 3000 metra hæð. Milljónir lesta Milljónir lesta af grjóti og jarðvegi hlassaðist niður í ár- farveg Santa og stíflaði hann, svo að fljótið hefur hækkað um allt að 10 metra sums staðar. Björgunarleiðangrar era á leiðinni til Ranrahica, en hérað þetta er svo afskekkt, að fyrst eftir tvo eða þrjá daga verður hægt að komast að raun um, hversu miklu manntjóni og eignatjóni skriðan hefur valdið. SJÁ 3. SÍÐU NTB—París, 11. janúar. Leynisamningar frönsku stjórnarinnar og uppreisn- arstjórnar Serkja í Alsír eru komnir svo langt, a8 bjartsýnir menn gera jafn- vel ráð fyrir, aS samkomu- lag verði gert innan tveggja mánaða. Aðallega eru það sex liðir, sem samningarnir fjalla um og er almennt álitið, að lausn þeirra verði þessi: 1. Frakkland kemur til með að viðuvkenna, að Sahara verði hluti af Alsír. Hingað til hafa Frakkar viljað draga Sahara- eyðiinörkina undan Alsír,, vegna þess að þeir vilja halda olíunni þar fyrir sig, þótt þeir kynnu að missa Alsír sjálft. 2. Frakkland mun beygja sig fyrir útkomunni á væntan- legri þjóðaratkvæða/greiðslu í Alsír um, hvort landið gerist sj’álfstætt eða ekki. 3. Frakkar munu hafa hina miklu flotahöfn í Kebír á sínu valdi, að minnsta kosti næstu tuttugu árin. 4. Frakkland og Alsír munu nýta sameiginlega olíulindirn ar miklu í Saharaeyðimörk inni. 6. Franski herinn verður á- fram í Alsír, þangað til þjóð- aratkvæðagreiðslan þar fer fram o>g jafnvel Iengur. Fundir hef jast senn aftur Leynifundum frönsku stjórn- arinnar og útlagastjórnar Serkja var hætt í bíli um ára- mótin, en þeir munu hefjast að nýju innan skamms. Á fundunum hefur verið rætt um að koma á vopnahléi fyrst og síðan þjóðaratkvæðagreiðslu í Alsír. SJÁ 15. SÍÐU 1 ' KRAMDiST TIL BANA UMBORÐ Um þrjúleytið í gær kom þýzkur togari, Hans Gosch, til! Keflavíkur með slasaðan mann. Þegar sjúkrahúslæknir- inn í Keflavík, Jón Jóhannsson kom um borð var maðurinn látinn. Skipið hélt síðan áfram til Reykjavíkur með líkið. Blaðið átti í gærkvöldi tal við Jón Jóhannsson lækni. Hann kvað slysið hafa orðið um ellefuleytið í gærmorgun, en var ekki kunnugt um/hvar skipið var þá statt. Hafði maðurinn orðið fyrir vörpuhlera, sennilega orðið á milli hlera og gálga, og brjóstkass- inn kramizt við það. Hann var ör- endur, þegar skipið náði til hafnar. Togarinn var frá Hamborg. 4ér til hliðar er hlnn nýi hörpuleikari slnfónluhljómsveltarlnnar S æfa slg á hljóðfærlð í Háskólabfói í gærmorgun. Einleikarinn “itlr Mariluise Drahelm og er hún frá Neðra-Saxlandl. Hún lék slnfóníuhljómsveltinnl i fyrsta sinn í gærkveldi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.