Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 10
106 SKINFAXI tima, að Jakob Jakobsen doktor yrkir þetta erindi í kvæði sínu, „Stranga kongavald á sinni“: „Langa tíð eitt kolsvart myrkur Föroyar tók í favn; eingin veit, hvat har var virkað, gloymt mangt heiðursnavn: ongantíð var niðurskrivað tað, sum har var tonkt, hvat íð fólkið leyt uppliva gloymt og útistongt.“ II. Á síðasta fjórðungi 18. aldar og fyrsta hinnar 19. var fjöldi færeyskra kvæða skrifaður upp. Skulu nú nefndir nokkrir mætustu menn og fósturlandsvinir, er þá reyndu að varðveita bókmenntalega dýrgripi vora frá gleymsku. Er þá fyrst að nefna vísindamanninn Jens Christian Svabo (1740—-1824), sem skrifaði upp 52 kvæði. Auk þeirra eru til eftir liann nokkrar færeyskar orðabækur í handriti, og svo bið merki- lega ritverk um Færeyjaferð hans, en hana fór hann að beiðni rikisstjórnarinnar 1781—1782. Það rit er 7 skrifuð bindi.*) Þá má nefna Jóhannes Klæmintsson á Sandi. Hann hafði ekki farið að heiman tii náms, en iærði að skrifa heima. Eftir hann er bók, sem heitir Sandeyjarbók. Hefir hann skrif- að í bók þessa 93 kvæði og unnið það af mikilli prýði. Eru þar mörg beztu kvæði vor. —- Enn má nefna Hanus Hanusson í Fugley. Hann liefir skrifað 97 kvæði í bók, sem hlotið hefir nafnið Fugloyjarbók. Er hún geysilega dýrmæt, þótt eigi jafn- ist hún við Sandeyjarbók. Fleiri bændur lóku jressa til fyrir- myndar og skrifuðu upp fjölda kvæða. Merkilegt er það um alla þessa menn, að varla nokkur þeirra trúði því, að kvæðin ættu framtíð fyrir sér; þeir héldu þau vera í andarslitrum. Og auðvitað trúðu þeir enn síður á það, að færeyska ætti fynr sér, að koma'fram sem mcnningarmál. Greinilegt dæmi þessa er að finna hjá Jens Chr. Svabo, í for- mála kvæðasafns hans. Þar stendur: „Þegar eg ferðaðist um Færeyjar, að konunglegri skipan, árin 1781—1782, virtist mér það vert fyrirhafnar, að skrifa upp gömlu, færeysku hetju- kvæðin og rímurnar, þar sem þau virðast bráðri gleymsku *) Sjá: „J. C. Svabo: Föroyaferðin 1781—1782. Úrval við fororði av M. A. Jacobsen. Felagið Varðin. Tórshavn 1924.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.