Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 22
118 SKINFAXI að sjálft lögþing Færeyinga hafði samþykkt 7. grein ineð meirihluta atkvæða og komið henni fram, og að Fred. Peter- sen prófastur — sá sem orti: „Hvat kann röra hjartastreing- ir?“ á æskuárum sínum — var aðalmaður í þessu pólitíska óbótaverki. En það var almenn trú, að undireins og móður- málsvinir fengju meirihluta i lögþinginu, mundu þeir að sjálf- sögðu nema 7. grein úr gihli. Þá trúði enginn því, sem vér höfum nú fengið að vita, að það eru danskir kenslumála- ráðherrar og dönsk stjórn yfirleitt, sem neita oss um, að fá 7. grein breytt, þó að jieir viti, að hún er dagsdaglega brot- in. Ráðherrar úr öllum stjórnmálaflokkum hafa sagt, að eitf. allsherjarmál (Rigssprog) skuli gilda í ríkinu — Færeyjum og Danmörku. Kennarafélagið, sein bezt sá, hve fráleitt ástandið var, bað lögþingið, áður langt um leið, að nema 7. grein úr gildi. Nú voru móðurmálsvinir í meirihluta á þingi, og samþykkt var 1918, að biðja kennslumálaráðherrann að breyta konunglegu tilskipuninni þannig, að 7. grein félli burt. Ekki vildi ráð- herrann verða við þessu. Lögþingið samþykkti liið sarna hvað eftir annað, en jafnan urðu úrslitin hin sömu. Nú í vetur tók landsþingmaður vor, Jóhannes Patursson, þessa víðkunnu 7. grein upp í landsþinginu danska og spurði: „Ætlar kennslumálaráðherrann að verða við tilmælum lög- þingsins viðvíkjandi 7. grein í skólatilskipuninni frá 1G. jan- úar 1912, þcss efnis, að kennslumálið í færeyskum barna- skólum skuli vera móðurmál barnanna, færeyska?“ Eitt er það, sem vert er að gefa gætur í svari ráðherrans, sem annars er neitandi. Ilann skýrir frá, að færeyska sé meir og meir að bola dönsku hurt sem kennslumáli. Og hann seg- ir frá rannsókn, sem farið hefir fram i 82 færeyskum skól- nm. Hún sýnir, að í 52 skólum var færeyska kennslumál, í 24 skólum voru bæði málin jafnrétthá, og í einum 6 skól- um var danska aðalmál. En samt á allt að sitja við sama. 7. grein á að vera í gildi og danska fyrirskipað kennslumál. Svona er stjórnmála-rökfræðin i Danmörku. Auðvitað hefir málið í kirkjunum einnig komið til álita í orðasennu þessari. Lögin um sóknanefndir veita færeyskrt tungu svo mikinn rétt til, að koma inn fyrir kirkjudyr, að prédika má á færeysku nokkrum sinnum á ári, ef sóknar- nefndir vilja það, Aðrir hlutar guðsþjónustunnar, sáhnar, bænir o. s. frv., eiga að vera á dönsku, nema ef Kaupmanna- hafnarbiskup leyfir annað i einstökum tilfellum, eftir með- mælum sóknarnefndar. Sama gildir um aðrar kirkjulegar at-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.