Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Skinfaxi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Skinfaxi

						R Á     R l T S T J Ó
Eiturlyf, hormónalyf, hvað er til ráða?
Til skamms tíma hélt almenningur að lyfjaneysla færi ekki
fram í heimi íþróttanna. Annað hefur komið á daginn, lyfja-
misnotkun íþróttamanna hefur svo sannarlega komið í ljós.
Hvað er til ráða, er hvergi hægt að vera óhultur gegn skað-
völdunum sem, ef ekkert er að gert, eru komir til þess að vera?
Mín skoðun er sú að hvort sem um er að ræða almenn eit-
urlyf eða hormónalyf, sem íþróttamenn nota, þá þarf að beita
sömu aðferðum til þess að sporna gegn neyslu þeirra.
Við uppalendur, foreldrar og kennarar eigum að fræða
börnin og reyna þannig að hafa áhrif á þau og skoðanir þeirra á
þessum málefnum. Og það sem meira er, við verðum að koma
þannig fram við börnin okkar að þau geti notið aðstoðar okkar
í hverju sem er. Gott og náið samband við börn og unglinga er
lykilatriði til þess að börnin leiðist síður út á hála braut lyfja-
neyslu, hvort heldur er í íþróttaheiminum eða úti á götunni.
Við verðum að leitast við að skilja hugarheim þeirra og veita
þeim þann uppeldislega og félagslega stuðning sem okkur ber
skylda til. Ef foreldri beitir ströngum uppeldisaðferðum, með
eilífum skömmum og aðfinnslum eða er afskiptalaust gagnvart
barni sínu eða unglingi, þá getur það leitt til þess að barnið
leiti ekki til þess um aðstoð ef eitthvað bjátar á.
Þau vandamál sem upp kunna að koma í hugarheimi barna
og unglinga geta verið af margvíslegum toga og oft kann
fullorðnum að finnast vandamálið hlægilegt og óþarft að að-
stoða vegna þess. En ef barninu finnst það vandamál þá er
nauðsynlegt að taka á því. Við getum tekið sem dæmi barn
sem einhverra hluta vegna verður fyrir aðkasti eða stríðni
þegar það byrjar í skóla.     Sú
stríðni getur verið ósköp sakleys-
isleg til þess að byrja með. En
barnið þorir ekki  að  segja frá
henni, e.t.v. vegna þess að það
veit að pabbi eða mamma munu
gera grín að því, í stað þess að
stappa stáli í barnið eða benda á
aðferðir til þess að forðast að-
kastið. Með tímanum getur að-
staða barnsins orðið að vítahring, það verður hrætt við aðra
krakka vegna þess að það á alltaf á hættu að verða strítt. Þetta
barn getur einangrast frá öðrum og liðið sálarkvalir.   Þegar
það kemst svo í kynni við eiturlyf þá finnur það, til að byrja
með, að þar getur það losnað við áhyggjur og vandamál. En
því miður veit það ekki að eiturlyfjaneyslan er skammgóður
vermir.  Það sama á við um lyfjaneyslu íþróttamannsins, sem
ætlar að stytta sér leið til árangurs. Hann fínnur aukinn kraft í
byrjun, en þegar á líður koma aukaverkanirnar í ljós.
í nýafstaðinni smásagnakeppni Skinfaxa um bestu íþrótta-
söguna var það mjög gleðilegt að berlega kom í ljós að mjög
margir þátttakenda höfðu lesið eða heyrt um skaðsemi eitur
og hormónalyfja. Lyf voru fordæmd og ekki talin eiga neina
samleið með íþróttunum.
Til þess að sporna gegn þeirri þróun sem virðist eiga sér
stað bæði varðandi neyslu eiturlyfja og hormónalyfja í fþrótt-
um verðum við að byrja á byrjuninni, byrja strax að kenna
börnunum okkar að takast á við lífið.
Raddir lesenda
Raddir lesenda er fastur þáttur
í Skinfaxa [jar sem fram koma
skoöanir lesenda á efni blabs-
ins.
Guðjón Ingimundarson Sauðárkróki:
„Mér finnst Skinfaxi ágætt tímarit sem
skilar hlutverki sínu vel. Ég vildi gjarn-
an að blaðið væri gefið út sex sinnum á
ári, jafnvel þó hvert tölublað yrði
þynnra. Ritið er fjölbreytt, bæði að því
er varðar fræðsluþætti og fréttir af ung-
mennafélögunum, enda má ekki rjúfa
tengslin við þau um of með stjörnu-
dýrkun. Þó verður að sinna afreksfólk-
inu innan samtakanna. Útgáfa Frétta-
bréfs UMFÍ er gott framtak sem brúar
bil strjállar útkomu Skinfaxa."
Jón Ólafsson Hólmavík:
„Skinfaxi er ágætur. Viðtölin sem tekin
hafa verið á hinum ýmsu félagssvæð-
um eru góð og gera mætti meira af því.
Eg sakna þess helst að lítið er sagt frá
starfinu í einstókum samböndum. Það
mætti hafa fréttaskot þar sem sagt væri
frá helstu viðfangsefnunum hverju
sinni. Viðtöl við þekkt íþróttafólk eru
alltaf vinsæl og þau vill fólkið lesa."
Framkvæmdastjóraskipti hjá UMFÍ
Um síðustu áramót urðu framkvæmda-
stjóraskipti hjá Ungmennafélagi íslands.
Sigurður Þorsteinsson, sem gegnt hafði
starfinu í rúmlega fímm ár, lét af störf-
um.Honum eru færðar þakkir fyrir góð störf
í þágu hreyfingarinnar og óskað velfarnaðar
á nýjum starfsvettvangi. Við vonumst til
þess að geta notið starfskrafta hans áfram í
þágu hreyfingarinnar.
Við starfi Sigurðar tók Sæmundur Run-
ólfsson, sem starfað hefur lengi í ungmenna-
félagshreyfingunni og m.a. setið í stjórn
UMFÍ s.l. sex ár.
Sæmundur var spurður hvernig starfið
leggðist í hann og hvað það væri sem hann
hygðist leggja áherslu á?
„Starfið leggst vel í mig, það er bæði
skemmtilegt og lærdómsrfkt. Ég hef mikinn
áhuga á því að styrkja
enn frekar það góða
samband sem verið
hefur milli Þjónustu-
miðstöðvarinnar og
hins almenna ung-
mennafélaga. Það tel
ég að sé best gert
með þvf að starfsfólk
Þjónustumiðstöðvar-
innar fylgist vel með
gróskumiklu starfi
einstakra héraðssam-
banda og félaga. Það
er mfn skoðun að með þvf að heimsækja hér-
aðssambönd og félög fái forystumenn hreyf-
ingarinnar enn betri yfirsýn yfir það verk
sem þeim er æflað að vinna. Starf ung-
mennafélagshreyfingarinnar er margþætt og
hefur þróast vel í gegnum árin. Með nýjum
mönnum verða að sjálfsögðu einhverjar á-
herslubreytingar, en það er ekki ætlun mfn
að efna til stórkostlegra breytinga á hreyf
ingu sem starfar vel. Að lokum óska ég þess
að eiga gott samstarf við starfsfólk Þjónustu-
miðstöðvarinnar og alla ungmennafélaga
hringinn í kringum landið og að hreyfingin
megi dafna jafn vel í náinni framtíð eins og
hún hefur hingað til gert," sagði Sæmundur
Runólfsson, nýráðinn framkvæmdastjóri
UMFÍ, og er honum óskað góðs gengis í
nýju starfi.
Skinfaxi
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40