Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Skinfaxi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Skinfaxi

						ÞROTTAÞJALF
kynþroskaskeiðinu hefst framleiðsla
kvenhormóna sem valda því að tíðir
hefjast hjá stelpum. Þjálfarinn þarf að
hafa kunnáttu til þess að geta leiðbeint,
útskýrt og rætt í einlægni um alla þessa
líffræðilegu þætti og vandamál sem
þeim geta fylgt. Utskýrið það tíma-
bundna forskot sem bráðþroska ungl-
ingar geta náð í íþróttum og þau
vandamál sem geta komið til vegna
þess, bæði fyrir þeim sem eru sein-
þroska og ekki síst fyrir þeim sem njóta
þessa forskots tímabundið vegna stærri
og sterkari vöðva, en ekki ástundunar
við æfingar eða meiri hæfileika.
Kraftþjálfun
Eins og áður sagði verður líkami
unglinganna á kynþroskaskeiðinu hæfari
til kraftátaka vegna stærri vöðva.
Áherslan á þesskonar æfingar eykst því
hlutfallslega frá því sem áður var. Farið
þó varlega í kraftþjálfunina og hafið sem
reglu að unglingarnir vinni sem mest
með eigin líkama, framkvæmi æfingarnar
með réttri tækni og að æfingar sem valda
miklu álagi á hrygginn, s.s. lyftur upp
fyrir höfuð, mæti afgangi meðan
unglingarnir eru að vaxa. Hafið æfmg-
arnar einfaldar í framkvæmd, leggið fyrst
áherslu á kraftþolið, og að endur-
tekningarnar séu margar og mótstaðan
lítil. Síðar ætti að auka vægi snerpukrafts
og þá er lögð áhersla á hraða hreyfinga í
æfingunum, endurtekningunum fækkað
og mótstaðan áfram Iítil. Áhersla á
þjálfun hámarkskrafts ætti að hefjast eftir
að lengdarvexti lýkur.
Þolþjálfun
Vegna stærri öndunarfæra eykst
þolhæfni unglinganna á kynþroska-
skeiðinu og er mjög mikilvægt að þjálfa
þolþáttinn á meðan á þessu þroskaferli
stendur. Oft eiga unglingar, sérstaklega
stúlkur, erfitt með þolæfingar vegna
skyndilegrar þyngdaraukningar á þess-
um aldri. Reynið að útskýra mikilvægi
þolæfinganna, þó erfiðar séu, og að
verið sé að leggja grunninn að góðu þoli
það sem eftir er ævinnar. Áhersla á
loftháðar æfingar ætti að vera í fyrir-
rúmi. Loftháðar æfingar eru t.d. hlaup
og hlaupaleikir af ýmsu tagi sem standa
yfir í langan tíma, frá 5-10 mín. upp í
20-30 mín. Hraðinn í hlaupunum ætti að
vera þannig að ekki myndist mjólkur-
sýra í vöðvum viðkomandi. Áhersla á
loftfirrta þjálfun ætti alls ekki að vera
mikil, þó svo að í lagi sé að kynna hana
lítillega á þessum árum.
Liðleikaþjálfun
Áhersla á liðleikaþjálfun ætti að vera
mikil meðan vöðvarnir eru í örum vexti
og fyrstu verulegu kraftþjálfunaræfing-
arnar eru lagðar fyrir. Liðkandi upp-
hitunaræfingar í upphafi hvers æfing-
atíma og teygjuæfingar til þess að auka
Iiðleika í lok hverrar æfingar ætti að
vera ófrávíkjanleg regla. Leggið áherslu
á liðleikaæfingarnar þegar vöðvarnir eru
heitir og að rétt sé farið að við teygju-
æfingar og beitingu líkamans. Sé lið-
leikaþjálfuninni sinnt vel á vaxtar-
skeiðinu eru minni líkur á meiðslum,
viðkomandi þolir meira álag í þjálfun og
á auðveldara með að framkvæma tækni-
lega flóknar hreyfingar og æfingar og
meiri Iíkur eru til þess að viðkomandi
eigi auðvelt með að viðhalda nægilegum
liðleika undir miklu æfingaálagi á
fullorðinsárum.
Tækniþjálfun
Hlutfall tækniþjálfunar af heildar-
þjálfuninni minnkar við aukna áherslu á
kraft og þolaukandi æfingar. Tækni-
þjálfunin ætti að miðast við að viðhalda
áður lærðri tækni. Ört stækkandi vöðvar
þurfa að laga sig að flóknum hreyf-
ingum. Gefið ykkur góðan tíma við
tækniæfingarnar og gefist ekki upp þótt
á móti blási um tíma. Reynið ætíð að
tengja kraft- og tækniæfingar saman
þannig að léttar tækniæfingar komi inn
á milli kraftæfinga, t.d. meðan á hvfld
stendur.
Sérhæfing hefst -
fjölþætt þjálfun áfram
Þegar hér er komið á þroskaskeiðinu
er mjög líklegt að í ljós komi hvar hæfi-
leikar einstaklinganna liggja til árangurs
í ípróttum. Það er þjálfarans að hjálpa
unglingunum við að meta stöðu sína og
ákveða hvert skal stefna. Unglingarnir
ættu að einbeita sér meira að ákveðinni
íþróttagrein eða greinaflokki en halda
áfram að æfa margar greinar á meðan til
þess að tryggja fjölbreytta þjálfun sem
er bráðnauðsynleg á þessum árum eins
og áður. Þjálfarinn þarf að hjálpa ungl-
ingunum við að meta hæfileika sína til
hámarksárangurs í íþróttum og í hvaða
greinum viðkomandi er líklegastur til
þess að ná árangri í. Það verður síðan
einstaklingsins sjálfs að velja endanlega
grein. Það ræðst oft af félagsskapnum,
starfi í viðkomandi íþróttadeild og gæð-
um þjálfunarinnar fremur en hæfileikum
til þess að ná langt í viðkomandi íþrótta-
grein.
Enn og aftur, þjálfarar og leiðbein-
endur, takið tillit til einstakra þarfa og
verið til staðar fyrir unglingana, bæði í
gleði og sorg.
Skinfaxi
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40