Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Skinfaxi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Skinfaxi

						V I Ð T A L
íþróttum, réttri líkamsbeitingu og matar-
æði. Það er ekki hægt að skella ein-
hverju beint á liðið og segja þú skalt
hætta þessu og þessu. Heldur bæti ég
alltaf smátt og smátt við þangað til fólk-
ið er orðið mjög meðvitað um að nota á-
kveðnar aðferðir við að bæta heilsu sína
með líkamsrækt. Þegar fólk er byrjað þá
skynjar það hvað það er rosalega gott að
stunda íþröttir. Yfirleitt er fólk mjög já-
kvætt og þetta fólk sem kemur til þess
að stunda almenningsíþróttir kemur til
þess að læra að hreyfa líkamann. Það er
það fólk sem ekki kemur sem maður
hefur mestar áhyggjur af. Stundum fer
ég á vinnustaði til þess að tala við fólk
sem er undir miklu álagi og ræða við
það um mikilvægi hreyfingar.
Er ekki erfiðara að kenna fólki
sem hefur ekki hreyft sig í mörg
ár?
„Nei, það er í raun ekkert erf-
iðara, en það sem mér fannst
merkilegast þegar ég fór að
kenna var að þá tók ég eftir því
að eldri konur voru mun liðugri
en krakkarnir í níunda bekk. Það
var mun auðveldara að kenna
þeim að teygja og konurnar sem
ég kenni nú eru sumar mun
liðugri en unglingarnir í dag.
Það er mikilvægt að útskíra
hvers vegna ákveðnar æfingar
eru gerðar og á hvaða vöðva
þær hafa áhrif.
Þegar fólk eldist er algengt að ójafn-
vægi skapist á milli vöðvahópa. Kúlan
inni í mjaðmaliðnum getur t.d. verið far-
in að skekkjast inni í skálinni, vegna
þess að vöðvarnir toga vitlaust í. Það
leiðir þá til bólgumyndunar eða enn
verri kvilla og þá þarf fólk að láta setja
sig á listann hjá Sighvati. Til að reyna
að koma í veg fyrir uppskurð verður
fólk að grípa nógu tímanlega inn í og
stunda reglubundnar æfingar, þannig að
jafnvægi haldist milli vöðvahópanna,
það er lykilatriði til þess að forðast
meiðsli.
Þegar ég sleit öxlina á mér í tætlur þá
hafði þetta ójafnvægi myndast. Ég hafði
þá kastað spjóti í tólf til þrettán ár,
hreyfði öxlina áfram en ekki afturábak,
kastaði spjóti lítið afturfyrir mig," segir
Iris og hlær. „Smátt og smátt skapaðist
ójafnvægi í liðnum og hann slitnaði.
Eftir það byggði ég mig upp m.a. með
vatnsleikfimi.
Iþróttir hafa mun meira gildi en bara
það sem felst í hreyfingunni.
íþróttir eru margþættar. Fólk öðlast
þekkingu á ákveðnu skipulagi, á því að
skipuleggja tíma sinn. Það lærir hvað
það er að vera í góður formi, lærir á lík-
amann, lærir að hreyfa sig og beita lík-
amanum rétt. Það eru líka mun meiri
möguleikar á því að viðkomandi ein-
staklingar stundi líkamsrækt það sem
eftir er ævinnar og það er aðal atriðið.
Þó að krakkar hætti 15-16 ára í sundi
eða frjálsum þá koma þau oft aftur inn í
eitthvað annað t.d. erobik og það gleður
mig mjög mikið því þá er ég sannfærð-
ari um að þau hafi valið íþróttir sem
lífsstíl og skilji mikilvægi íþrótta. Og þó
að þau nái ekki að vera afreksmenn í
sinni íþrótt þá hafa þau lært að treysta á
Iris beitir tilþrifum við íþróttakennsluna
sig sjálf og vera sjálfstæð og þá eru þau
afreksmenn í lífinu og hvað er hægt að
fara fram á meira," segir íris og getur
ekki leynt þeim brennandi íþróttaáhuga
sem hún hefur.
Þjálfarinn og
íþróttakonan
íris, þú ert að þjálfa aðra allan daginn,
hvaða tíma og orku hefurðu eftir til þess
að þjálfa þig sjálfa ?
„Það er einmitt það sem er erfiðast,
að hafa orku til þess að æfa sjálfur í þrjá
tíma á dag. í vetur minnkaði ég vinnuna
mikið og núna gengur þetta ljómandi
vel. Þó það sé rosalega gaman að þjálfa
marga hressa og skemmtilega krakka
sem eru orðin ákveðin og vita hvað þau
vilja þá sá ég að ég varð að hafa tíma
fyrir mína eigin þjálfun. Ég byrja að
vinna um klukkan níu á morgnanna, æfi
svo þrjá tíma eftir hádegið og eftir það
heldur vinnudagurinn áfram fram til tíu
þegar ég fer heim í kvöldmatinn. Þetta
gengur ef ég passa upp á það að nota
þann tíma sem ég hef í hvfld til þess að
slappa vel af. Þetta verður auðveldara
með hverju árinu, bæði er ég orðin
skipulagðari og nú tæmi ég ekki alla
orkuna við kennsluna."
Lykilatriði að hafa vilja-
styrk og sjálfstjórn
„Ég meiddist í öxlinni 1988 og 1989
hætti ég í sex mánuði og var eiginlega
sagt að ég gæti aldrei kastað spjóti aftur.
En ég fór að æfa aftur og'hef byggt öxl-
ina upp og mér gekk mjög vel í sumar
miðað við hvað ég er búin að æfa
kastaði, kastaði 59 metra sem er fimm-
tugasti besti árangur í heimin-
um í fyrra. Það er mikið betra
en ég bjóst við. Eftir það ákvað
ég að nú skyldi ég alveg í botn
aftur. í maí ætla ég að taka
stefnuna á Svíþjóð. Þar ætla ég
að taka þátt í eins mörgum
mótum og ég get og ef mér
gengur vel tek ég mér frí frá
því að þjálfa. Það er ekki hægt
að blanda saman stóru keppnis-
tímabili og mikill vinnu við
þjálfun. Ég ætla að reyna mitt
besta við að kasta yfir 01- lág-
markið sem er 61 metir."
Þegar Iris kastaði 59 metra í
fyrra var hún ekki að æfa spjótið sér-
staklega og því mikil von til þess að hún
nái lágmarkinu og vel það fyrir 1. júlí
þegar tíminn rennur út!
íris segist æfa mjög stíft og sérhæft
sem spjótkastari og segist njóta góðs af
því að æfa með sterkum krökkum eins
og Halldóru sem sé orðin það góð að
enginn munur sé að æfa með henni og
fullorðnum.
íris er þjálfari sjálfrar sín, en leitar þó
oft ráðlegginga hjá gamla þjálfaranum
sínum Eyjólfi Magnússyni. íris segir
það lykilatriði fyrir íþróttafólk að hafa
mikinn viljastyrk og sjálfstjórn.
„Það er mikilvægt að kenna krökkum
þessi atriði, þannig að það þurfi ekki
alltaf að ýta á eftir þeim, heldur séu það
þau sjálf sem vilja halda áfram. Það er
mjög mikilvægt að sem flestir geti fund-
ið sér einhverja íþróttagrein við hæfi".
segir Iris að lokum og er þar með rokin
til þess að veita nemendum sínum ráð-
leggingar og hvatningu.
Skinfaxi
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40