Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Skinfaxi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Skinfaxi

						VATNSLEIKFIMI

Mikill áhugi fyrir
vatnsleikfimi
/ Borgarnesi er gefinn kostur á
vatnsleikfimi fyrir yngri og eldri,
konur og karla. Alls eru átta tím-
ar í vatnsleikfimi á viku og að
meðaltali eru 12-18 í hverjum
tíma. Konurnar eru á aldrinum
23-83 ára og karlar á aldrinum
35-75 ára. Skinfaxi leit við í tíma
hjá konunum og ekki var annað
að sjá en keppnin við að styrkja
líkamann og láta sér líða vel
væri framar öllu.
Það er auðvitað íris Grönfeldt sem er
potturinn og pannan í þjálfuninni, en
þegar hún kom heim frá námi gaf hún út
bók um vatnsleikfimi í 100 eintökum,
sem seldist fljótt upp. Það má segja að
Iris sé upphafsmanneskjan að miklum á-
huga á vatnsleikfimi hér á landi og fjöl-
margir hringja í hana til þess að fá upp-
lýsingar um leikfimina. Nú er vatnsieik-
fimi stunduð á Seltjarnarnesi, í Hafnar-
firði, á Flateyri og e.t.v. á fleiri stöðum.
íris segist byggja vatnsleikfimina upp
út frá öllum lfkamanum. „Ég legg á-
herslu á að vinna með þau vandamál
sem við vitum að eru landlæg í þjóðfé-
laginu, eins og t.d. þau sem fylgja
vöðvabólgu. Ég kenni fólki í fyrsta lagi
rétta líkamsstöðu við hin ýmsu störf svo
það losni við að fá vöðvabólgu og svo
legg ég áherslu á réttar æfingar og teygj-
ur til að meðhöndla þá vöðva sem ekki
eru notaðir rétt.
„Fólk er alltaf með herðarnar upp
undir eyrunum. Það sem skiptir mestu
máli er að reyna að finna varanlegar
lausnir á bak-, herða- eða öðrum lfkam-
legum vandamálum. Skammtímalausnir
bera engan árangur. Eg vil að fólk
stundi vatnsleikfi eða aðrar greinar með
það að markmiði að gera íþróttaiðkun
að lífsstfl en ekki að það fari að sunda í-
þróttir bara til þess að losna við ákveð-
inn verk," segir íris.
Vatnsleikfimin er almenningsíþróttagrein,
hverjir eru aðal kostirnir við hana, t.d.
fyrir eldra fólk?
„Líkaminn er mjög léttur í vatninu og
vegur einungis einn sjötta af eigin
þyngd. Þegar fólk er orðið þyngra en
Hressar sundkonur úr Borgarnesi, ásamt Irísi þjálfara
það ætti að vera eða hefur ekki hreyft
sig í mörg ár á það mun auðveldara með
að hreyfa sig í vatninu en á þurru landi
og kemst auk þess mun fyrr í betra
form. Eldra fólkið finnur fljótt mikinn
mun á sér. Félagsskapurínn skiptir Ifka
mjög miklu máli. Fólk fær mikið út úr
því að koma í skipulagða íþróttatíma,
það eru ekki allir sem geta verið heima
einir síns liðs við æfingar. Það er t.d.
mikilsvert fyrir heimavinnandi konur að
komast út úr húsi og þær fá mikið út úr
því, bæði líkamlega og félagslega," seg-
ir íris.
Vatnsleikfimin er fastur
þáttur í tilverunni
Stelpurnar í vatnsleikfiminni, sem
æfa tvisvar í viku, voru á einu máli um
að leikfimin væri ómetanleg og þeim
liði svo vel þegar þær væru búnar á æf-
ingu.
Þær neituðu því að leikfimin væri
erfið, en sögðu að það þyrfti auðvitað að
læra æfingarnar og ná góðum tökum á
þeim. Venjuleg leikfimi er mun erfiðari
en vatnsleikfimi. Það er kjörið að stunda
vatnsleikfimi þegar árin færast yfir. Það
er engin hætta á því að meiða sig eða
snda vegna þess að líkaminn er svo létt-
ur í vatninu.
„Ef við erum illa fyrirkallaðar þá tök-
um við ekki eins mikið á í það skiptið,"
bætti ein við. Þær sögðu félagsskapinn
mjög skemmtilegan og að þetta væri ein
leið til þess að kynnast fólki í stað þess
að hanga heima. Engin þeirra sagðist
hafa verið í leikfimi áður, utan skóla-
leikfimi. Og ein sagðist meira að segja
hafa lært að synda nú þegar hún byrjaði
í vatnsleikfiminni.
En hvað kom til að þœr byrjuðu í vatns-
leikfimi?
„Við vissum allar að við þyrftum að
hreyfa okkur og stunda einhverja lík-
amsrækt. Fólk verður ómögulegt ef það
hreyfir sig ekki. Það er ekkert erfitt að
byrja, bara að drífa sig af stað, en verra
ef maður missir úr tíma og þarf að byrja
aftur. Þetta er mjög auðvelt ef leikfimin
verður fastur þáttur í tilverunni og starfi
dagsins. Þá hlakkar maður til.
Það er ómetanlegt að hafa hana írisi.
Hún hefur unnið hér mjög gott starf og
við vonumst til að hafa hana sem lengt.
Hún hefur einstakt lag á að gera leikfim-
ina svo skemmtilega, alltaf blíð og bros-
andi og hún á örugglega mikinn þátt í
góðri íþróttaiðkun í Borgarnesi," sögðu
þessar hressu Borgarneskvinnur og voru
þar með farnar í sturtu.
Borgarnespizza
Borgarnesi
Hreysti hf.
Reykjavík
íslenskir aðalverktakar
Olíufélag íslands
Skinfaxi
11
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40