Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Skinfaxi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Skinfaxi

						BADMINTON
Þeír yngri taka mig ekki á úthaldinu
Einn af upphafsmönnum bad-
mintoníþróttarinnar í Borgarnesi
er Albert Þorkelsson. Hann spilar
enn, að verða sjötíu ára gamall.
Albert er Siglfirðingur og byrjaði að
skíða snemma og með þeim byrjaði í-
þróttabakterían að virka. En í Borgar-
nesi gat hann ekki stundað skíðin, en
það varð ekki til þess að aftra honum frá
því að stunda fþróttir. Hann byrjaði að
kenna unglingunum badminton í Borg-
arnesi um 1970.
„Eg er bakari og hafði lítið að gera á
kvöldin svo ég fór í þetta, svona tvisvar
til þrisvar í viku. Badminton er mjög
góð íþrótt og ég ætla að halda áfram
eins lengi og ég get. Eg spila líka golf
og hef gert það síðastliðin tuttugu ár."
Hvaða íþróttagrein finnst þér henta
eldrafólki best?
„Það fer eiginlega eftir því á hverju
það byrjar, ég held að það sé best að
halda áfram að stunda þá grein sem fólk
kann best tökin á. Það er vont að byrja
að stunda einhverja grein mjög seint á
aldursskeiðinu, en það er um að gera að
halda áfram eftir að maður er byrjaður."
Finnst þér eldra fólk orðið fróðara um
nauðsyn hreyfingar?
„Það er ekki efamál. Hér í Borgar-
nesi eru flestir þeir eldri í golfinu.
Ég er sá elsti í bandmintoni og þeir
yngri mega hafa sig alla við til að hafa
við mér," segir Albert og er brosir breitt.
„Það ættu allir að byrja að stunda
einhverjar íþróttagreinar, byrja bara ró-
lega og halda svo áfram. Þetta er gaman,
manni líður vel og ég fullyrði að ég
hefði ekki þetta úfhald sem ég hef ef ég
væri ekki í þessari hreyfingu. Það er al-
veg ábyggilegt að þessir yngri taka mig
ekki á úthaldi," sagði Albert að lokum
og hafði engan tíma til þess að spjalla
meira því þeir yngri biðu eftir að fá
hann í slaginn.
Forvarnarstarf og Landsmót í Borgarnesi 1997
Uppbygging íþróttamannvirkja
hjá bæjar- og sveitarfélögum er
misjafnlega á veg komin. Borg-
arnesbær er eitt þeirra bæjarfé-
laga sem hefur lagt mikla á-
herslu á að geta veitt bæjarbú-
um og nærliggjandi sveitarfé-
lögum sem flest og fjölbreyttust
tækifæri til þess að stunda í-
þróttir. Indriði Jósafatsson er í-
þrótta- og æskulýðsfulltrúi í
Borgarnesi. Hann var inntur eftir
framgangi bæjaryfirvalda varð-
andi íþrótta- og æskulýðsstarf
og fréttum af undirbúningi
vegna 22. Landsmóts UMFÍ í
Borgarnesi 1997.
Hvert er mikilvœgi íþrótta í uppeldi
unglinga og hver er stefna Borgarnes-
bœjar í íþrótta- og œskulýðsmálum á
komandi árum ?
„Það hlýtur að vera stefna allra bæj-
ar- og sveitarfélaga að styðja vel við
bakið á íþrótta- og æskufólki. Með því
er verið að vinna forvarnarstarf gegn
þeim freistingum sem annars bíða barna
og unglinga á götum úti. Það ætti að
vera betra fyrir foreldra að vita fyrir víst
að barnið þeirra er í skipulögðu íþrótta-
eða félagsstarfi og þá geta veita foreldr-
ar vitað fyrir víst hvar barnið er og hvað
það hefur fyrir stafni.
Ég lít þannig á að næstum allir sem
eru í íþróttum stundi þær af félagslegri
þörf, en ekkert endilega að þeir ætli sér
að verða landsliðsmenn með beinan
keppnisárangur í huga. Eflaust blundar
hann þó í okkur öllum. Því er mikilvægt
fyrir bæjarfélögin að hjálpa þeim félög-
um á viðkomandi stað sem sjá um starf-
semi sem þessa. Skapa þeim góða að-
stöðu til þess að börn og unglingar velji
helst fþróttir og félagsstörf frekar en
eitthvað annað.
Segja má að sú aðstaða sem boðið er
upp á hér í Borgarnesi sé mjög góð mið-
að við stærð bæjarins en miðað við þá
aukningu sem orðið hefur í fþróttum hér
í bæ á síðustu árum er aðstaðan að verða
of lítil. Staðreyndin er sú að um helm-
ingur bæjarbúa sækir skipulagða þjálfun
og æfingar á vegum íþróttamiðstöðvar-
innar eða ungmennafélagsins amk.
tvisvar í vfku og sumir alla daga vikunn-
ar og þá er skólaleikfimi ekki meðtalinn.
Með tilkomu félagsmiðstöðvar fyrir
unglinga sem tekin var í notkun fyrir
tveim árum stórlagaðist félagslíf ung-
linga í Borgarnesi," sagði Indriði.
Ungmennasamband Borgarfjarðar
hyggst halda 22. Landsmót UMFÍ í
Borgarnesi 1997, er undirbúningur haf-
inn?
„Eins og málin standa í dag, þá eru
bæjaryfirvöld að kanna kostnað við að
halda landsmótið í samráði við stjórn
UMSB.
Eg lít svo á að þau mannvirki sem
þarf að byggja upp vegna landsmótsins
sem slíks komi hvort sem er upp í Borg-
arnesi á næstu árum hvort sem lands-
mótið verður haldið hér eða ekki.
Auðvitað myndi landsmótið flýta fyr-
ir framkvæmdum á þessu sviði og að-
staðan kæmi fyrr en ella. Eg álít hins
vegar að landsmótið sjálft sé orðið allt
of viðamikið og of margar greinar tekn-
ar fyrir á því.
Þetta veldur því að smærri sveitarfé-
lög hrís hugur við þeim miklu mann-
virkjum sem byggja þarf upp á stuttum
tíma í stað þess að reyna að miða grein-
ar við þá aðstöðu sem hver staður hefur
upp á að bjóða, sagði Indriði.
Skinfaxi
13
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40