Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Skinfaxi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Skinfaxi

						LYFTINGAR
Lyftingamenn í Borgarnesi
Háðir íþróttum - án lyfja
Kraftlyftingar
í Borgamesi finnast sterkir strák-
ar sem leggja nótt við dag við
æfingar í kraftlyftingum og
ólympískum lyftingum. Áhuginn
er mikill og góður andi á milli
þessara tveggja greina lyftinga,
þar sem menn styðja hvern ann-
an. Margir strákanna hafa byrjað
í boltaíþróttum, en síðan komist
að því að lyftingarnar eru meira
heillandi. Sumir stunda bæði lyft-
ingar og aðrar íþróttagreinar, t.d.
frjálsarJóhannes Eiríksson og
Ingimundur Ingimundarson eru
bestu kraftlyftingakapparnir í
Borgarnesi. Síðastliðið sumar
náðu þeir mjög góðum árangri á
Evrópumeistaramóti unglinga í
kraftlyftingum, sem haldið var í
Austurríki, þegar þeir höfnuðu
báðir í fimmta sæti í sinum
þyngdarflokki.
„Eg byrjaði fyrir þrem árum að æfa
kraftlyftingar. Ég var að æfa sprett-
hlaup, en stundaði lyftingar með og þá
kviknaði áhuginn," sagði Jóhannes.
Eftir tvær vikur var hann búinn að
setja nokkur íslandsmet. Alls á hann 15
íslandsmet; í 56 kg flokki á hann þrjú
drengjamet, þrjú unglingamet og þrjú
karlamet og í 60 kg flokki þrjú ung-
lingamet og þrjú karlamet. Á Unglinga-
meistaramóti íslands, sem fram fór 29.
febrúar bætti Jóhannes 17 ára gamalt ís-
landsmet Kára Elíssonar. Hann lyfti
samtals 480 kg í samanlagt í hnébeygju,
bekkpressu og réttstöðulyftu. Sé miðað
við árangur á Evrópumeistaramóti ung-
linga þá hefði þessi árangur nægt Jó-
hannesi til þess að komasl í 2.-3. sæti
þar og öruggt að hann á eftir að láta að
sér kveða á næsta móti sem haldið verð-
ur í Ungverjalandi í júní.
Þegar talið berst að lyfjaneyslu segir
Jóhannes að best sé að forðast lyfin al-
farið. „Það er mest um vert að æfa rétt
og vel með réttum hvíldum á milli. Mér
finnst það mjög ósanngjarnt gagnvart
hinum þegar menn ætla að stytta sér leið
með lyfjum til þess að ná árangri fyrr.
Ég stefni á að standa mig eins vel og ég
get og ætla að reyna að komast á pall á
næstu stórmótum."
Ihgimundur Ingimundarson byrjaði
að lyfta fyrir átta árum, hann var fyrst í
sundi en stundaði auk þess lyftingar.
„Ég var að vinna í vegagerð á sumrin
Þéir eru sterkir, Jóhannes og Ingimundur.
og datt þess vegna út úr sundinu, en fór
að lyfta í staðinn," segir Ingimundur.   .
Flokkast það undir karlmennskubrjál-
œði að stunda lyftingar?
„Eg veit það ekki, ég vildi bara hafa
eitthvað að gera, fá útrás í einhverju. Eg
er ekki gefinn fyrir flokkaíþróttir, frekar
einstaklingsfþróttir og þegar ég fór að
æfa var það ekki markmið að keppa."
Ingimundur á fjögur íslandsmet í 67
kg unglingaflokki og átti tvö í 75 kg
flokki, en þau voru nýlega tekin af hon-
um. Á nýliðnu Meistaramóti Islands
hafnaði Ingimundur í öðru sæti í 82,5 kg
karlaflokki og náði 640 kg í saman-
lögðu. Sá sem sigraði lyfti sömu þyngd,
en var 500 gr léttari og bar þess vegna
sigur úr býtum. Ingimundur er kominn
upp úr unglingaflokki í karlaflokk og
segist ekki eiga von á að setja íslands-
met á næstunni.
Aðspurður segist lngimundur ekki hafa
orðið var við lyfjaneyslu hjá íþrótlafólki.
„Lyfjaneysla skaðar íþróttirnar mik-
ið. Eg er sannfærður um að það verði
búið að útrýma lyfjaneyslu úr íþrótta-
heiminum eftir nokkur ár."
Hvernig?
„Fræðslan um skaðsemina er alltaf
að aukast og nýjar upplýsingar eru að
koma fram um það hvernig íþróttamenn
geta byggt sig upp, án þess að neyta
lyfja. Rafmagnsnuddið er ein þessara
aðferða og líka rétt æfingatækni. Aukin
og   rétt   neysla   næringarefna   og   allt
Ingimundur sýnir þrek og viljastyrk.
skipulag varðandi mataræði hefur Iíka
mikil áhrif. Það er hægt að ná sama ár-
angri án lyfja, en það tekur bara lengri
tíma. Auðvitað grunar mann suma sem
maður er að keppa við um að neyta
lyfja, en það er erfitt að vera viss.
Ég stefni á það að standa mig vel hér
innánlands og keppa eftir nokkur ár er-
lendis, en eitt er víst að ég ætla að vera í
íþróttum það sem eftir er. Maður verður
háður þeim. Auðvitað er gaman að
keppa og vinna, en þegar maður æfir
ekki þá á maður það á hættu að verða
upptrekktur og líða illa. Eftir áreynsluna
sem fylgir íþróttunum þá líður manni
rosalega vel. Maður lifir fyrir íþróttirnar
og þar er góður félagsskapur.
Ólympískar lyftingar
Olympískar lyftingar hafa ekki verið
mikið í sviðsljósinu hér á landi. Tveir
Borgnesingar, Vilhjálmur Þór Sigur-
jónsson og Ingi Valur Þorgeirsson, hafa
æft ólympískar lyftingar á fjórða ár og
eru þeir bestu á landinu í sínum flokk-
um. Þeir byrjuðu báðir á trimmi, en hafa
nú einbeitt sér að lyftingum. Á Norður-
landamóti unglinga í ólympískum lyft-
ingum, sem haldið var í nóvember síð-
astliðnum stóðu þeir sig með miklum
sóma.
Vilhjálmur hafnaði í sjötta sæti á
14
Skinfaxi
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40