Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Skinfaxi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Skinfaxi

						F    O
ÓTT
einnig orðið mikilvægur þáttur í al-
þjóðapólitík. Á heimsmeistaramóti í
lyftingum 1954 kom í ljós, að Sovét-
menn fóðruðu lyftingahetjur sínar á
karlhormónum til þess að þær næðu
betri árangri. Raunar hafði lyfjamisnotk-
un í íþróttum þá þegar verið þekkt ára-
tugum saman og verið fordæmd vegna
skaðlegra áhrifa og jafnvel dauðsfalla,
sem af henni höfðu hlotist. Þrátt fyrir
þetta breiddist karlhormónasvindlið út
meðal fþróttamanna eins og eldur í sinu.
Eftir að notkun þeirra var bönnuð hjá í-
þróttahreyfingum flestra þjóða, hafa
framleiðendur og seljendur karlhormóna
verið í æsilegu kapphlaupi við þá, sem
reynt hafa að sporna við þessari mis-
notkun með eftirliti og lyfjaprófum, og
venjulega verið nokkrum skrefum fram-
ar. Hinum fjölbreytilegustu aðferðum
hefur verið beitt til þess að tryggja það,
að þeir sem misnota lyfin standist lyfja-
próf. Þótt læknum hafi gengið erfiðlega
að sanna með raunvísindalegum aðferð-
um, að gagn sé að karlhormónum við
vöðvauppbyggingu fullorðinna karla, er
sannfæring misnotendanna undantekn-
ingarlítið sú, að steranotkun efli mjög
styrk og vöðvamagn. Trúlega byggist
hluti af mestu íþróttaafrekum vorra daga
á þessu svindli. Iþróttahreyfingum allra
landa er því mikið hagsmunamál, að
slíkt verði ekki sannað, enda erfitt um
vik eftir á.
Á tímum hömluleysis, yfirborðs-
mennsku og samkeppni er freistandi að
stytta sér leið að markinu, ef von er til
að það komist ekki upp. Virðist þá einu
gilda, hvort viðkomandi er rekinn áfram
vegna keppni eða ætli einungis að bæta
útlitið til þess að styrkja sjálfstraust sitt.
Samfara heilsuræktarbylgju síðari ára
hafa hvers kyns líkams- og vaxtarrækt-
arstöðvar sprottið upp sem bjóða þeim,
er vilja ná skjótum og góðum árangri,
þjónustu sína, . Þar sem steranotkun er
almenn, eru lítt þroskaðir unglingar
gjarnan beittir hópþrýstingi, sem erfitt
er fyrir þá að standast. Þeir, sem á annað
borð hafa efni á því, eiga auðvelt með
að komast yfir karlhormón á svörtum
markaði. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að
7 af hundraði karla í efstu bekkjum
bandarískra framhaldsskóla og rúmlega
1 prósent kvenna í sömu árgöngum hafa
notað karlhormón við þjálfun sína. Ný-
leg athugun á sænskri vaxtarræktarstöð
sýndi, að þrír af hverjum fjórum körl-
um, sem æfðu fyrir keppni, notuðu stera
en einn af hverjum fjórum, sem aðeins
æfðu sér til hressingar og fegrunar. Ekk-
ert bendir til, að Islendingar verð neinir
eftirbátar annarra í þessum efnum, þegar
fram líða stundir. Fjölmargt er líkt með
lyfjamisnotkun í íþróttum og eiturlyfja-
nautn. Dreifingu og sölu svipar saman.
Svipaðar persónugerðir eiga á hættu að
ánetjast misnotkun og hvorttveggja
þrífst best í ómenningarafkimum lyfja-
misnotkunar og þær láta ekki deigan
síga, þótt hagsmunaaðilar reyni að kæfa
umræðu um þessi mál og neita tilvist
vandans.
Leikur að eldi
Og hver skyldi nú sú áhætta vera,
sem efnilegur og metnaðargjarn ung-
lingur tekur, þegar hann leiðist út í
steranotkun. Hætta á aukaverkunum er
að sjálfsögðu undir því komin, hversu
lengi steranna er neytt og hversu mikið.
Unglingurinn mun að sönnu fljótlega
taka eftir aukinni þjálfunarhörku og
dugnaði við æfingar. Honum mun trú-
lega vaxa sjálfstraust vegna framfara,
sem áður létu á sér standa. Hugsanlega
verður hann fyrir bragðið gjaldgengari í
þeim hópi, sem hann kann best við sig í.
En fjölskylda hans mun fljótlega taka
eftir miður geðfelldum breytingum í fari
hans. Blessaður unglingurinn fer að
verða kjaftfor og óþolinmóður. Hann
getur orðið uppstökkur og undir áhrifum
áfengis  kemur  hann  sér  í  vandræði
vegna árásargirni sinnar og viðskota-
illsku. Matarlystin verður gífurleg.
Þjálfunin á hug hans allan og verður að
áráttu. Kynhvötin eykst sennilega í
fyrstu, en haldi hann steraneyslunni á-
fram í samræmi við þær leiðbeiningar,
sem eldri fyrirmyndir hafa gefið honum,
fer að bera á ruddaskap í kynlífi og síðar
dvínandi kyngetu. Af völdum steranna
raskast hormónajafnvægi líkamans, svo
verulega dregur úr karlhormónafram-
leiðslu eistna, sem rýrna tímabundið og
getur framleiðsla sæðisfruma nánast
stöðvast. Graftarbólur taka að skreyta
húðina og vegna saltsöfnunar tútna sum-
ir út af bjúg og afmynduðum vöðvum,
safna hnakkaspiki, þyngjast og verða
þunglamalegir í hreyfingum. Auk þess
fer að bera á brjóstastækkun hjá hinu
unga karlmenni, sem ekki gengur til
baka þótt notkun sé hætt.
Það er grundvallarmunur á aukaverk-
unum karlhormóna hjá fullvöxnum körl-
um annars vegar og konum og ungling-
um hins vegar. Hjá körlum ganga flestar
aukaverkanir til baka þegar misnotkun
er hætt. Svo er ekki um konur, sem
verða að burðast með afmynduð kynfæri
sín, grófa og hása rödd, skegghýjung og
hárafar karla til æviloka. Þeir unglingar,
sem hefja steraneyslu áður en þeir hafa
tekið út vöxt sinn, ná aldrei þeirri hæð,
sem þeir ella myndu gera, því karlhorm-
ón í stórum skömmtum geta stöðvað
lengdarvöxt beina fyrir fullt og allt. Sú
iðja er framúrskarandi ógeðfelld að
hvetja eða neyða unglinga og konur til
þessarar misnotkunar.
Meira um andleg áhrif
Meðan á misnotkun stendur verða
dómgreindarleysi, stóraukin einurð, óbil-
girni og árásargirni áberandi þættir í fari
margra. Hugsanlega má slíkt gagnast í
þjálfun og keppni en getur líka leitt til
alvarlegra árekstra við annað fólk, eink-
um maka, vini og vandamenn. Ýmsum
öðrum taugaveiklunareinkennum hefur
verið lýst, s.s. kvíða, svefnleysi,
martröðum og jafnvel ofvirkni. Alvar-
legri sjúkdómseinkenni gera einnig vart
við sig. Má þar nefna ofsóknarbrjálæði
og ofskynjanir. Þunglyndis verður eink-
um vart, ef menn hætta mikilli neyslu
snögglega. Dæmi eru um mikilmennsku-
brjálæði og að menn missi jafnvel alveg
raunveruleikaskynið. Slíkt felur í sér
verulega slysahættu, einkum hjá öku-
mönnum. Mörgum reynist erfitt að snúa
Skinfaxi
18
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40