Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Skinfaxi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Skinfaxi

						I Þ R O T T
af braut misnotkunar og hefur verið talað
um ávana í því sambandi. Vert er að
benda á, að mikil, líkamleg þjálfun getur
einnig verið ávanabindandi, þannig að á-
reynsluþörfin stjórni lífi fólks meira en
góðu hófi gegnir. Geðræn sjúkdómsein-
kenni ganga nær alltaf til baka, þegar
notkun stera er hætt. Hafa ber í huga, að
út í misnotkun leiðast oft þeir, sem eru
ósjálfstæðir og með brothætta sjálfsí-
mynd eða hafa tilhneigingu til þess að
lenda í andstöðu við umhverfi sitt.
ið steranotkun. Nefna má höfuðverk,
sviða í þvagrás, sinadrátt og bælingu á
ónæmiskerfinu. Einnig blæðingar í
vöðva vegna tognana og sinaslit, en
steramisnotkun eykur greinilega hættu á
meiðslum.
Misnotandinn getur sjaldnast verið
viss um að vera með hreint efni í hönd-
unum og sterarnir kunna að hafa verið
framleiddir við ófullkomnar aðstæður.
Eiturefni geta því verið í lyfinu, því
misnotendur eru að pukra með óhreinar
Onnur skaðsemi
Það myndi æra óstöðugan að telja
upp alla sjúkdóma og sjúkdómseinkenni,
sem tengd eru ofnotkun karlhormóna.
Truflun á lifrarstarfsemi hefur lengi ver-
ið þekkt. Lifrarfrumurnar taka að leka
lífefnahvötum út í blóðið og sinna verr
hreinsunarhlutverki sínu. Lýst hefur ver-
ið nokkrum tilfellum lifrarkrabba og
nýrnakrabba, sem veruleg ástæða þykir
til að kenna steranotkun um. Karlhorm-
ónin eru forsenda þess, að krabbamein
myndist í blöðruhálskirtli. Hjá ungum
misnotendum eru dæmi þekkt um ill-
kynja æxli í blöðruhálskirtli, sem trúlega
eru tengd steranotkun. Margt er ennþá ó-
ljóst í þessum efnum, því það tekur
krabbamein mörg ár að þróast, og lækn-
isfræðilegar rannsóknir á ólöglegri og
leyndri steramisnotkun eru að sjálfsögðu
ýmsum annmörkum háðar.
Þar sem steramisnotkun er þekkt að
því að brengla saltajafnvægi líkamans,
skerða sykurþol og hafa óholl áhrif á
blóðfitu, liggur beinast við að ætla að
hún geti valdið hjarta- og æðasjúkdóm-
um. Þekkt eru nokkur tilfelli heilablæð-
inga, hjartadreps og hjartabilunar hjá
ungum mönnum sem rakin hafa verið til
stera. Ýmsum öðrum sjúkdómseinkenn-
um hefur verið lýst, sem tengd hafa ver-
nálar og sprautur og viðhafa kannski
ekki fyllsta hreinlæti sjálfir. Sýkingar á
stungustað eru því algengar og dæmi
eru um eyðnismit við þessar aðstæður.
Þess má geta, að karlhormónin eru bæði
tekin inn í töfluformi og sprautað í
vöðva.
Fyrirmyndir unglinganna
Af framansögðu má ljóst vera, að
steraætur eru heldur vondar fyrirmyndir,
og getur stundarfrægð og brothætt yfir-
borð verið hafa dýru verði keypt. Vand-
inn er sá, að fæstir vita hverjir stunda hið
mannskemmandi og sjálfseyðandi svindl
og hverjir ekki. Því er brýnt að sannfæra
unglinga um að lyfjanotkun í íþróttum sé
ekki eftirsóknarverð og misnotendurnir
séu hvorutveggja í senn aumkunarverðir
og hlægilegir. Hræðsluáróður einn dugir
skammt. Mikilvægasta er að fyrirmyndir
unglinganna taki einarða afstöðu gegn
lyfjamisnotkun og láti það í ljós.
Það er hlutverk íþróttahreyfingarinn-
ar að stemma stigu við lyfjamisnotkun
og íþróttasvindli þeirra, sem þegar
stunda það. A þá bíta engin rök, eins og
dæmin sanna. Fjármagn til fyrirvara-
lausra lyfjaprófana á æfingatíma má alls
ekki skera svo við nögl sem gert hefur
verið. Hins vegar vinnst þessi barátta
ekki með lyfjaprófum, sem allt of marg-
ir standast. Hún mun einungis vinnast
með einarðri þjóðarafstöðu og nýrri
lagasetningu gegn lyfjamisnotkun í í-
þróttum, sem er nánast jafn brýn heilsu-
verndaraðgerð og baráttan gegn vímu-
efnunum.
Rit sem stuðst hefur verið við:
Wilson,  J.D.:  Androgen  abuse  by  athletes.
Endocrine Review 1988. Vol. 9, No. 2; 181-199.
Pope,  H.G.  et al.:  Affective  and  psychotic
symptoms associated with anabolic steroid use.
Am. J. psychiatry 1988; 145:487-490.
Lindström, M. et al.: Use of anabolic - androgen-
ic steroids among body-builders - frequency and
attitudes. J. Intern Med. 1990; 227(6):407-411.
Yates, W.R. et al.: Illicit anabolic steroid use: a
controlled  personality  study.  Acta  Psychiatr.
Scand. 1990; 81(6):548-550.
Strauss, R. et al.: Anabolic steroids in the athlete.
Ann. Rew. Med. 1991; 42:449-457.
Bardin,  C.W. et al.:  Androgens:  Risks and
benefits. J. Clin. Endocr. & Metabolism 1991;
73(l):4-7.
Kennedy, M.: Athletes, drugs and adverse react-
ions. Adverse drugs reaction bulletin 1990; No.
143:536-539.
Kaupfélag Eyfirðinga
VÍSA ísland
Almenna
tollvörugeymslan
Akureyri
Útgerðarfélag
Dalvíkinga
Bæjarskrifstofur
Hafnarfjarðar
Sparisjóður
Mývetninga
íþrótta- og
tómstundaráð
Reykjavíkur
Sandgerðisbær
Landsvirkjun
Njarðvíkurbær
Ögurvík hf. Rvk.
Háaleitisapótek Rvk.
Skinfaxi
19
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40