Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Skinfaxi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Skinfaxi

						FRJÁLSÍÞRÓTTAANNÁLL     U M F í
Þorsteinn R. Þórsson
Frjálsíþróttaannáll
UMFÍ1991
Inngangur
Það hefur verið árviss atburður
að birta frjálsíþróttaannál í Skin-
faxa. Því miður féll þessi góði
siður niður á síðasta ári vegna
þess að afrekaskráin lá ekki fyr-
ir. Nú verður hins vegar gerð
bragarbót á því og birt afreka-
skrá fyrir bæði árin í einu.
Þannig verður allur samanburð-
ur á árangri milli ára auðveldari
en áður. Það er augljóst að ár-
angurinn hefur dottið nokkuð
niður milli ára en við því mátti
e.t.v. búast þar sem 1990 var
landsmótsár. Þetta er þó nokkuð
misjafnt eftir greinum og eins
virðist körlunum hafa farið
meira aftur en konunum.
Sumir okkar eldri afreks-
manna sem verið hafa í fremstu
víglínu í fjólda ára virðast eitt-
hvað vera að gefa eftir og bilið í
ungu arftakana er oft á tíðum
full mikið. Engu að síður virðist
vera töluverður vaxtarbroddur
meðal þeirra yngri á nokkrum
stóðum á landinu. Það verður að
hlúa vel að þessu fólki og gefa
því tækifæri svo hægt verði að
hampa afreksmönnum í framtíð-
inni.
Spretthlaup
Töluverð afturför varð á milli ára í
öllum spretfhlaupunum og var árangur-
inn í 200 metrunum vægast sagt lélegur.
Hörður var ekki í jafngóðu formi árið
áður, Helgi óheppinn með meiðsli og
veikindi og Jón Arnar var meiddur. 0-
lafur var framalega í öllum vegalengd-
um en stóð þó að mestu leiti í stað milli
ára. Árangur Friðriks Larsen í 400m var
ljósi punkturinn og svo árangur ungu
strákanna, Hauks og Atla í 100 metrun-
um og sérstaklega þó sveinamet Ómars í
400m hlaupinu. Þar er mikið efni á ferð-
inni og vonandi að hann einbeiti sér að
frjálsum   fþróttum  í  framtíðinni.   Jón
Arnar virðist vera að ná sér eftir eifið
meiðsli og má búast við honum sterkum
í næsta sumar.
Við skoðun á afrekaskrá FRÍ fyrir
tvö undangengin ár er augljóst að brott-
för félaganna Gunnars Gunnarssonar og
Egils Eiðssonar úr UIA hefur mikil áhrif
á afrekaskrá ungmennafélaganna í
spretthlaupum.
MHIivegalengdir
Hér varð árangur nokkuð svipaður
milli ára. Erlingur hefur átt í þrálátum
meiðslum og var ekki með í sumar og
munar mikið um það. Friðrik Larsen,
sem stundað hefur æfingar í Bandaríkj-
unum, bætir sig hins vegar í 800 m, þó
Friðrik Larsen
sá árangur hafi ekki fengist staðfestur
ennþá. Sigmar hefur dvalist í Svíþjóð
undanfarið og virðist vera í mikilli sókn,
fór undir 2 mínútur í 800 m og var mjög
nálægt 4 mínútum í I500m. Gunnlaugur
bætti sig einnig í báðum greinunum.
Gaman verður að fylgjast með ungu
strákunum úr HSÞ, Sigurbjörn og Há-
kon bættu sig báðir og settu ásamt fé-
lögum sínum drengja- og unglingamet í
4x1500 metrahlaupi.
Langhlaup
Árangur hér var heldur slappari en
árið áður og skiptir þar mestu að Már
Hermannsson náði sér ekki á strik,
hverju sem um var að kenna. Vonandí
hristir hann af sér slenið og nær að upp-
fylla þær vonir sem við hann hafa verið
bundnar. Þetta var fyrsta árið sem
Gunnlaugur bætti sig ekki í sínum aðal-
greinum enda voru æfingar vetursins
heldur risjóttar. Jón Stefáns og Sigmar
bættu sig hins vegar verulega og spenn-
andi að sjá hvort að framhald verði á því
næsta sumar. Rögnvaldur var einnig
sterkur en þetta eru þó einungis auka-
greinar hjá honum, þar sem hann leggur
aðaláherslu á skíðagönguna.
Grindarhlaup
Hjörtur var ekki jafn sterkur og árið
áður og munar um minna. Aðalsteinn og
Gísli komu lítt við sögu og spurning
hvort Elli kerlingin er eitthvað farin að
hafa áhrif á þessa kappa. Of snemmt er
samt að afskrifa þá, þeir hafa áður risið
upp frá dauðum. Auðunn bætir sig ekki
og segja má að eini ljósi punkturinn sé
sá að Olafur bætti sig í stuttu grindinni
og var raunar óheppinn að bæta sig ekki
meira. Það er ekki hægt að segja að
framtíðin sé björt í grindarhlaupunum,
það er enginn ungur og upprennandi
sem einbeitir sér að þessum greinum, þó
búast megi við Ólafi og Jóni Arnari
sterkum í stuttu grindinni næsta sumar.
Boðhlaup
Árangur í boðhlaupunum hrakar á
milli ára og endurspeglar þannig þróun-
ina í spretthlaupunum. Athygli vakti þó
drengja- og unglingamet hjá HSÞ-strák-
unum í 4x 1500 metra hlaupi.
Hástökk
Hástökkið var mjög slappt og hlýtur
að vera langt síðan enginn hefur stokkið
yfir 2 metra. Gunnlaugi tókst ekki að
lifa á fornri frægð og Unnar var ekki
jafn sterkur og oftast áður. Breiddin var
þó sæmileg í þessari grein og framtíðin
verður að teljast nokkuð björl. Sigtrygg-
ur ætlar að vísu að einbeita sér að
þrístökkinu en þar á eftir koma Róbert
Jensson (1,85 '75), Magnús Hallgríms-
son (1,85 '76) og Skarphéðinn Ingason
(l,80m '77). Allt eru þetta bráðefnilegir
Skinfaxi
25
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40