Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1999, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.02.1999, Blaðsíða 13
Þeir eru fáir sem telja að íþróttir og áfengi eigi samleið en þrátt fyrir það kemur áfengi víða fyrir þegar íþróttir eru annarsvegar. Bjór er seldur á mörgum stórum íþróttaviðburðum, erlend félög bera auglýsingar áfeng- isframleiðenda á keppnistreyjum sínum og á erlendum leikvöngum, í íþróttatímaritum og í beinum sjónvarpsútsendingum frá íþróttaviðburðum má sjá áfengis- auglýsingar. Hvað skyldi íslensk- um forystumönnum íþrótta- félaganna og þeirra sem koma að forvörnum finnast um þessi mál? Skinfaxi fékk fimm mæta aðila úr þjóðfélaginu sem tengjast mál- efninu, þá Björgúlf Guðmunds- son, formann KR-sport, Eggert Magnússon, formann Knatt- spyrnusambands íslands, Þor- gerði Ragnarsdóttur, fram- kvæmdastjóra Áfengis- og vimu- varnaráðs, Skúla Skúlason, fyrrverandi formann Keflavíkur og Þorgrím Þráinsson, fyrrverandi knattspyrnumann og fram- kvæmdastjóra Tóbaksvarnar tif að ræða þessi mál Sú óskrifaða regla hefur gilt hér á landi að íþróttafélög selji ekki bjór á heimavöllum sínum. En hvernig skyldi það leggjast í menn að fara að selja bjór á kappleikjum hér á landi? Björgúlfur: „Mér finnst það ekki viðeigandi. Þetta tvennt fer ekki saman og ef menn vilja njóta þess að fá sér bjór að þá á það ekki að gerast á leikvellinum. Þess vegna höfum við m.a. fest kaup á veit- ingastað til þess að fólk sem hefur áhuga að fá sér bjór geti það áður en það fer á völlinn. Því bjórsala á alls ekki við í íþróttamannvirkjum.” 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.