Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2000, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.05.2000, Blaðsíða 35
Nokkuð fólk noti stera! um að ungt Hrafn Friöbjörnsson er flestu áhugafólki um líkamsrækt kunnugur. Hann er leiðbeinandi í Mecca Spa og er líklega okkar fremsti líkamsræktarþjálfari enda búinn að kenna samfleytt í 14 ár. Hann kann sitt fag og er geysilega vinsæll og ekki síst hjá stúlkunum enda kappinn nokkuð flottur. Stúlkurnar hérna heima þurfa þó jafnvel að sjá á eftir Hrafni um tíma en hann fer út til Bandaríkjanna í haust til að ieggja lokahönd á BA-ritgerð í sálarfræði og leið hans liggur til setu í Bandaríkjunum á næsta ári þar sem hann ætlar í mastersnám í sálarfræði. Skinfaxi fékk þennan gullmola til að ræða um mikilvægi hollrar líkamsræktar sem getur þó stundum snúist upp í andhverfu sína. - Hrafn byrjaöi ungur á árum í dansi og var í listnámi í Bandaríkjunum í eitt ár en fór snemma aö stunda líkamsrækt. En skyldi hann aldrei hafa stundað aörar íþróttir? „Ég hafði mikinn áhuga á frjálsum þegar ég var lítill en ég æfði þær ekki að neinu viti. Boltaíþróttirnar hafa einhvern veginn aldrei vakið áhuga minn þótt ég komi af mikilli boltafjölskyldu. Ég hef því alltaf verið svarti sauðurinn í fjölskyldunni hvað þetta varðar. Ég sé þó dálítið eftir því í dag að hafa ekki prufað að sparka." - Gastu eitthvaö í frjálsum? „Ég hafði ágæta hæfileika i sprett- hlaupum og í langstökki þótt ég segi sjálfur frá." - Leiöin lá þó í líkamsræktina en hvernig skyldi hann fara aö því aö vera svona „fit” og flottur? „Það er mikil vinna sem liggur þar að baki get ég sagt þér," segir hann hálfhlæjandi að spurningunni. „Ég hef náttúrulega hreyft mig í mörg ár og í dansinum sérstaklega verður líkaminn hálfgert eins og hljóðfæri sem þú lærir að fara vel með. Þá hef ég einnig passað rosalega vel upp á mataræðið. En ég þarf að æfa vel og passa hvað ég set ofan í mig því ef ég geri það ekki á ég nokkuð auðvelt rneð að bæta framan á mig. En mikil hreyfing í gegnum árin hefur haft mikið að segja og mér finnst orðið auðveldara að halda mér í formi í dag en áður. Það er kannski fyrst og fremst vegna þess að ég hef vanið mig á ákveðna hluti og langar t.d. ekki mikið í feitmeti án þess þó að þetta fari út í öfgar. Ég hef mikla hreyfiþörf og fer mjög reglulega út að skokka og einnig á línuskauta þegar færi gefst." - Getur maöur oröiö jafn flottur og þú ef maður mætir í tíma til þín? „Já, það er engin spurning að það geta allir komið sér í gott líkamlegt form. En þetta kostar mikla vinnu og fólk verður að vera tilbúið til að leggja mikið á sig ef það ætlar að ná góðum árangri." - En eru þetta ekki nánast eingöngu stelpur sem mæta í tíma hjá þér, bara til aö fá aö líta á goöið? „Ég segi það nú ekki. Ég held nú frekar að þær séu að mæta til koma sér í gott form. En það eru reyndar fleiri konur en karlar sem stunda þolfimi þótt það hafi verið að breytast á undanförnum árum." - Þú ert þekktur fyrir aö vera kraftmikill kennari enda kemur fólk hálfskríöandi út úr tíma hjá þér og er heppiö aö drukkna ekki í eigin svita. Hefur þú dálítið gaman af því aö láta fólk taka vel á? „Já, ég hef það. En það er í raun svo skrýtið að á hverju ári held ég að nú sé kominn tími til að hætta. En ég get bara ekki hætt enda hef ég svo gaman af að vinna méð fólki og vinna í þessum líkamsræktargeira. Ég sé því alveg fyrir mér að ég verði að kenna sambýlingum mínum þegar ég verð kominn á elliheimili." - Viö töluöum um það áöan aö þaö kostaöi mikla vinnu og nokkurn tíma aö koma sér í gott form. En hvaö meö þá sem hafa litla þolinmæöi og vilja ná skjótum árangri. Nota þeir bara ekki ólögleg efni eins og stera? „Ég hef nú aldrei verið tengdur þeim hluta líkamsræktargeirans enda ekkert vöðvatröll sjálfur. Mitt mottó er fyrst og fremst: Heilbrigð sál í hraustum líkama. Ég veit að menn eru eitthvað að taka inn ólögleg efni til að flýta fyrir og bæta vöðvamassa og sjálfsagt er meira af þessu en maður veit um. En ég er alfarið á móti öllum þessum efnum og hef aldrei komið nálægt þeim enda hef ég engan áhuga á því."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.