Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1939, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1939, Blaðsíða 12
12 VÍIvINGURINN Neyðarkall á 182 metrum. 19. maí vorum víð staddir út af Svörtu- loftum; blíðskapar veður og sléttur sjór. Ég sat í stól mínum við vinnuborðið og var að hlusta með ró og spekt, á víxl á norskan línuveiðara sem var að skifta við Jan Mayen-radio og enskan togara á Horn- banka tala við þýzkan togara á Halamiö- um. Ég hreyfði stilliskífuna á móttakara mínum, hægt, fram og til baka, eftir því sem við átti, og var aðallega með hugann við að á þessu ætlaði ekkert að verða að græða, og bezt væri að loka fyrir í nokkrar mínútur, og skreppa niður til þess að fá sér kaffitár og smárabb við „kokkinn" um gengisfall og fiskitregðu, kryddað með lítilsháttar kjarnyrðum um stjórn- leysi, stjórn og þjóðstjórn. En þá allt í einu kom kall, sem þverskar. þenna hversdagsdoða hugsanagang og fékk mig til þess að hálfrísa úr sæti mínu og ósjálfrátt að leggja eyrað upp að há- talaranum, þó þess væri í raun og veru engin þörf, því það sem frá honum barst, var full greinilegt, neyðarkall á 182 metr- um. Það var kallað nokkuð hratt, en greini- lega með styrkri rödd: „Halló, halló, er enginn að hlusta, við erum strandaðir á Breiðafirði, og erum að hvolfa á skerinu“. Ég beið örstutta stund til þess að vita hvort ekki kæmi skipsnafnið eða staðurinn sem skipið væri strandað á, en þegar lítil stund var frá liðin, kom aftur sama kall- ið án frekari upplýsinga; má vel vera að báturinn hafi verið búinn að kalla eitthvað út áður, en það gat hafa horfið í truflun- um frá þeim öðrum, sem voru að tala á bylgjunni. Ég beið því ekki lengur boð- anna, þegar mér var Ijóst, hversu alvarlegt ástand bátsins var, en kallaði strax í loft- skeytastöðina í Reykjavík, þar eð um borð var ekki talstöð til þess að svara beint. Hún ansaði samstundis og kallaði svo út á 182 metrum, bæði eftir bátnum og eins til þess að láta önnur skip vita, ef þau væru að hlusta. Samhliða var Slysavarnafélag- inu tilkynnt og það símaði til allra ver- stöðva við Breiðafjörð. En hér varð lítið að gert. Allsstaðar voru allir bátar á sjó í góða veðrinu, en skerin óteljandi á Breiðafirði, eins og kunnugt er, og enginn gat vitað, úr því hvorki var upp gefinn staður eða nafn skipsins, livar átti að leita. Þó heyrði ég skömmu seinna, að nokkrir vélbátar, sem voru inni í Breiðafirði, höfðu farið að gefa þessu gaum. Ekkert heyrðist meir til hins strandaða báts, þó ég héldi stöðugan vörð á bylgjunni í fleiri klukkustundir. Loks um kvöldfréttir útvarpsins kom það í ljós, livar strandið hefði verið, og ennfremur, að þenna dag hefðu tveir bátar strandað eða tekið niðri í Breiðafirðinum, en þar fyrir var ekki hægt að ráða í, hvor hafði sent út neyðarkallið. Til allrar hamingju varð ekkert að á hvorugum bátnum, en það sem þarf að taka skýrt fram í þessu sambandi, er, að það er óverjandi trassaskapur af þeim sem kallaði út neyðarkallið, að láta ekki sam- stundis vita þegar hann var sloppinn úr hættunni. í alþjóðareglugerðinni er sér- staklega tekið fyrir um tilhögun neyðar- viðskipta. Og samkvæmt þeim fyrirmælum skýrt ákveðið um að annaðhvort hin nauð- stadda stöð, eða ef hún verður ekki fær um það, sú stöð, sem nær sambandi við hana, skuli láta vita undir eins og viðskipt- unum er lokið. Því má hverjum vera ljóst, að það getur kostað mikla aukafyrirhöfn og tilkostnað þeirra, sem fúsir vildu hjálpa, ef slíkt er ekki gert. Halldór Jónsson,

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.