Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						BJÖRN JÓNSSON, veðurfræðingur:
Um veðurspár
Veðurspáin.
í síðustu grein, sem birtist í júlí-hefti þessa
blaðs, var rætt um lægðir, en á hæðir var varla
eða ekki minnst. Mætti svo virðast, sem „ráð-
ist væri á garðinn, þar sem hann er lægstur".
En svo er þó eigi. Svo er nefnilega mál með
vexti, að hæðum fylgja venjulega hægviðri og
oft bjartviðri. Ef engar lægðir væru til, þá
væri veðrið alltaf svo að segja eins, eða rétt-
ara sagt, þá væri ekkert veður í rauninni til
og þar af leiðandi engin veðurfræði. Og flestar
hamfarir náttúrunnar í lofti, á láði og legi
standa í nánu sambandi við lægðirnar. Til eru
svæði á jörð vorri, þar sem kalla má, að ekkert
„veður" sé. Það er í misserisvindasvæðum,
hitabeltisins. þar sem vikum og mánuðum sam-
an ríkir sama vindátt, sama veðurhæð, sama
„veður". Þar geta menn ekki hafið samræður
sínar á athugasemdum um veðrið. Þeim finnst
jafn sjálfsagt að sama veður haldist dag eftir
dag, eins og okkur að sjá skiftingu dags og
nætur, og það þykir að jafnaði ekki umtals-
vert.
1 síðustu grein var þess getið, að lægðirnar
mynduðust aðallega í tempruðu beltum jarðar.
Hér á norðurhveli leggja þær leið sína austur
yfir Atlantshafið norðanvert, og hvergi eru
þær eins tíðar og djúpar og hér í námunda við
Island. Enda má öllum, sem hlusta að staðaldri
á veðurfregnir í útvarpi, vera það kunnugt,
að sjaldan kemur það fyrir, að lægðir sjeu
ekki, ein eða fleiri, í námunda við landið og
veður hér undir áhrifum frá einhverri þeirra.
Hæðir eru miklu sjaldgæfari, nema þá mjög
skammar hæðir „milli lægða", sem kallað er,
en þær eru í raun réttri ekki annað en hluti af
lægðunum sjálfum. Þó ber það við, að hæð
leggst yfir ísland og heldur þar kyrru fyrir
dögum og jafnvel vikum saman, og nær hún
VÍKINGUR
þá yfir stórt svæði umhverfis landið. En það
er bersýnilegt af því, sem að framan er sagt,
að veðurspáin er að jafnaði fyrst og fremst
fólgin í því, að sjá fyrir hreyfingu lægðanna,
bæði stefnu og hraða, og einnig þær breyting-
ar, sem verða á þeim að öðru leyti á næstu
dægrum.
1 þessu skyni er fyrst af öllu nauðsynlegt að
afla sem mestra upplýsinga um lægðina, legu
hennar og ástand, og ennfremur þarf að kynn-
ast umhverfi hennar sem lengst út frá henni
á alla vegu. Og þá er ekki minnst um vert að
þekkja fortíð hennar.
Ef nægar veðurathuganir eru fyrir hendi,
getur veðurfræðingurinn séð, með því að bera
saman veðurkort frá mismunandi athugunar-
tímum, hvernig lægðirnar — ásamt regnsvæð-
um sínum, vindasvæðum o. s. frv. — hafa
hreyfst, í hvaða átt og með hvaða hraða,
hvernig hraði þeirra og stefna hefir breyzt,
hvort þær hafa „grynnst" eða „dýpkað" o. s.
frv. Þannig er unnt að fylgjast með þeim frá
vöggu til grafar. Þótt hreyfing lægðanna sé
allmiklum breytingum undirorpin, þá hefir
reynslan kennt, að hún hlítir nokkrum regl-
um. Á unga aldri fara þær að jafnaði hratt
yfir og þráðbeint áfram. Þegar aldurinn færist
yfir þær — en æfi þeirra er venjulega nokkrir
dagar, stundum fáeinar vikur — hægja þær
á sér, breyta um stefnu, grynnast og hverfa
loks með öllu af yfirborði jarðar. Stundum fá
þær þó nýtt líf, yngjast upp. Auk þess hefir
það sýnt sig, að hreyfing og þróun lægða er
hvergi eins regluleg og yfir úthöfum, t. d. yfir
Atlantshafinu, þar sem tekizt hefir að segja
með mikilli nákvæmni fyrir um veðurbreyt-
ingu, nokkrum dögum fyrir fram. Hinsvegar
hefir land og einkum fjöll eða hálendi mikil
áhrif á lægðirnar, einnig hæðir og köld og
8
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32