Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 42
Pétur Maack skipstjóri fimmtugur Pétur Maack skipstjóri á b.v. Max Pemberton er einn kunnasti aflamaður á togaraflotanum. Hann hefir verið togaraskipstjóri í tuttugu ár samfleytt. Pétur er fæddur á Stað í Grunnavík 11. nóv- ember 1892. — Faðir hans var Pétur prestur Þorsteinsson, kaupmanns á Akranesi, Guð- mundssonar. Móðir Péturs er Vigdís Einars- dóttir, ættuð úr Aðalvík á Ströndum. Hún dvelst nú hjá Pétri syni sínum. Tveim mánuðum áður en Pétur fæddist drukknaði faðir hans við lendingu í Grunnavík. Stóð móðir hans þá ein uppi með 4 kornungar dætur og þennan óborna son sinn. Bjó hún á- fram á Stað þangað til vorið 1894, að hún flutt- ist að Faxastöðum í Grunnavík og bjó hún þar með börnum sínum í 17 ár. Naut hún aðstoðar Friðriks bróður síns, sem fór til systur sinnar eftir fráfall manns hennar og var fyrirvinna heimilisins á meðan börnin voru í æsku. Friðrik lifir nú í hárri elli í Bolungavík. Pétur Maack var á fjórtánda ári, þegar hann byrjaði sjóróðra á árabát. Var það á tveggja manna fari með Kristjáni gamla Eldjárnssyni í Grunnavík haustið 1906. — Hlutur Péturs varð á milli 20 og 30 krónur. Fimmtán ára gam- all fór hann til róðra í Bolungavík og reri hjá Elíasi Halldórssyni vetrar- og vorvertíðina 1908. Var hlutur hans þá um tvö hundruð krón- ur. Næstu ár reri hann á vorin frá Kálfadal og log á haustin í Grunnavík, en á sumrum vann hann heima hjá móður sinni við heyskap. Pétur hefir jafnan getað valið úr mönnurn í skiprúm á skipi því, sem hann hefir stýrt, enda hafa safnast til hans hinir duglegustu sjómenn og þeir verið lengi kyrrir í skiprúmi sínu. Pétur fluttist með móður sinni austur að Hof- teigi á Jökuldal árið 1911 til Elínar systur sinn- ar, er þá hafði gifzt Vilhjálmi Snædal Gunn- laugssyni bónda þar. Pétur dvaldist þar þangað til árið eftir að hann fluttist hingað til Reykja- víkur um haustið 1912. Um veturinn leitaði hann sér menntunar í Reykjavík og falaðist jafnframt eftir skiprúmi hjá Halldóri Þor- steinssyni skipstjóra á Skúla fógeta. Réðist hann til Halldórs um vorið 1913 og var háseti á Skúla fógeta þangað til hann fórst á tundur- dufli 26. ágúst 1914, en Halldór hafði þá látið af skipstjórn Skúla fyrir tveim til þrem mán- uðum. Haustið 1914 fór Pétur á Stýrimannaskólann og var þar þangað til í febrúar 1915, að hann réðist á Earl Hareford til Halldórs Þorsteins- sonar, sem keypt hafði þenna togara í félagi við Elías Stefánsson. Fór Pétur í Stýrimanna- skólann aftur og útskrifaðist úr honum vorið 1916. Upp frá því var hann ýmist bátsmaður á Earl Hareford eða stýrimaður á Varanger þangað til togararnir voru seldir úr landi haust- ið 1917. Þá varð hann háseti á e.s. Gullfoss og 2. stýrimaður á honum frá ársbyrjun 1919 þar til um vorið að hann réðist aftur á togara. Hann varð 1. stýrimaður á nýja Skallagrími hjá Guð- mundi Jónssyni vertíðina og vorið 1920. — Síð- an skipstjóri um tíma á Hilmi og stýrimaður á honum með Halldóri Þorsteinssyni. Síðan 1922 hefir Pétur verið óslitið skipstjóri á tog- urum. Fyrst á Hilmi til 1927, síðan tvær ver- tíðir á færeyska togaranum Royndin og á Max Pemberton síðan í júlímánuði 1929. Pétur hefir nú um langt skeið verið talinn í allra fremstu röð togaraskipstjóra um afla- brögð, kunnáttu í siglingafræði og sjómennsku allri. Hann er nú formaður í skipstjóra- og stýrimannafélaginu Ægi. Til dæmis um aflasæld Péturs má geta þess, að hann aflaði um 6300 skpd. fiskjar á b.v. Max Pemberton á 134 daga úthaldstíma vetrar- og vorvertíðina 1933. Allir vita, að því fleyi er vel borgið, sem Pétur Maack stýrir. Pétur kvæntist Hallfríði Hallgrímsdóttur, hinni ágætustu konu. Þau eiga fjóra efnilega syni og eina dóttur. Elzti sonur þeirra, Pétur Maack yngri, er nú stýrimaður með föður sín- um. I nafni hinna mörgu vina Péturs Maack skip- stjóra og allra þeirra, sem notið hafa góðs af starfi hans, sendi ég honum beztu heillaóskir í tilefni af fimmtugsafmælinu og óska honum langra lífdaga. Megi honum farnast jafn vel hér eftir, sem hingað til. Sveinn Benediktsson. V í K I N G U H 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.