Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 13
Reglugerð um verndun fiskimiða fyrir Norðurlandi Samkvæmt tilkynningu frá sjávarútvegsmála- ráðuneytinu setti sjávarútvegsmálaráðherra hinn 22.apríl þ. á. eftirfarandi reglugerð um verndun fiskimiða fyrir Norðurlandi. 1. gr. Allar botnvörpuveiðar og dragnótaveiðar skulu bannaðar á svæðinu frá Horni að Langa- nesi innan línu sem dregin er 4 sjómílur frá yztu annesjum, eyjum eða skerjum og mynni flóa og fjarða. Fyrst skulu dregnar beinar grunnlínur milli eftirfarandi staða og síðan sjálf markalínan samhliða þeim en 4 sjómílum utar. Staðir þessir eru: Endamörk svæðisins eru að vestan: lína dregin í rétt norðaustur frá Rana á Hornbjargi, og að austan: lína dregin í rétt austur frá Langanestá. Auk þess skal dregin markalína 4 sjómílur frá yztu annesjum og skerjum Grímseyjar, í kring- um eyna. 2. gr. Á svæði því, sem um ræðir í 1. gr., mega ís- lenzkir ríkisborgarar einir reka síldveiðar og má aðeins nota íslenzk skip til veiðanna, sbr. lög nr. 33 frá 19. júní 1922, um rétt til fisk- veiða í landhelgi. 3. gr. Útgerðarmenn þeir, er um ræðir í 2. gr. og hafa í hyggju að stunda sumarsíldveiðar fyrir Norðurlandi á tímabilinu frá 1. júní til 1. októ- 1 framanskráðu eru aðeins nefnd línurit tekin með venjulegum línuritara. Með sérstökum línuritara er hægt að láta úrverk draga á pappírinn, en með því fæst línurit af þrýstibreytingum í strokknum í ákveðinn tíma. Með rafmagnslínuritara er hægt að taka línurit af mótorum, sem snúast mörg þúsund snúninga á mín- útu, en það er ekki algengt að vélstjórar noti slíka línu- ritara og verður því ekki talað um þá hér. Þjjtt hefur Andrés Guöjónsson. ber, skulu sækja um leyfi til sjávarútvegsmála- ráðuneytisins fyrir 1. júní 1950 og síðan fyrir 15. maí ár hvert og tilgreina í umsókn sinni, hvaða skip þeir ætli að nota til veiðanna og hvers konar veiðarfæri verði notuð. Nú telur sjávarútvegsmálaráðuneytið, að um ofveiði verði að ræða, og getur það þá í byrjun veiðitímabils eða síðar takmarkað fjölda veiði- skipa og hámarksafla hvers einstaks skips. Aflaskýrslur skulu sendar Fiskifélagi Islands á þann hátt, sem fyrir er mælt í lögum nr. 55 frá 27. júní 1941, um afla- og útgerðarskýrslur. 4. gr. Með ákvæðum reglugerðar þessarar er ekki heft siglingafrelsi skipa á hafinu, enda sé löglega um veiðarfæri þeirra búið, sbr. lög nr. 33 19. júní 1922. 5. gr. Framkvæmd á reglugerð þessari skal hagað þannig, að hún sé ávallt í samræmi við milli- ríkjasamninga um þessi mál, sem ísland er aðili að á hverjum tíma. 6. gr. Brot gegn ákvæðum þessarar reglugerðar og reglum og auglýsingum, sem settar verða sam- kvæmt henni, skulu varða sektum frá kr. 1000,00 til kr. 100.000,00. þó skulu refsiákvæði gildandi laga um bann gegn botnvörpuveiðum og dragnótaveiðum haldast óbreytt varðandi hafsvæði, sem þau hafa verið miðuð við. 7. gr. Reglugerð þessi öðlast gildi 1. júní 1950. Reglugerð þessi er hér með sett samkvæmt lögum nr. 44 5. apríl 1948, um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins. Sj áv arútvegsniálaráðuney tið, 22 apríl 1950. Ólafur Thors. Gunnl. E. Briem. VÍKINGUR 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.