Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						í Sjómannadagsblaðinu 13 árg. 4. júní 1950., er
nefnist „Bátaæfingar og veitingastarfsfólkið".
Að mínu áliti er grein þessi skrifuð í fljót-
færni af mjög takmarkaðri þekkingu, með hlið-
sjón af vafasömum upplýsingum, og er það
undravert, þegar tekið er tillit til þess, að undir-
búningur þessarar greinar hefur staðið yfir í
rúmt ár. Það virðist sæmilegur tími, til þess,
að afla sér réttra upplýsinga; annað er einnig
athyglisvert, að allar fengnar upplýsingar eru
frá veitingastarfsfólkinu á skipunum, (eins og
það er nefnt) en ekki frá sjómönnum.
Ég er ekki í neinum vafa um það, að björgun-
artæki ýmissa skipa hafa að einhverju leyti
verið vanrækt á öllum tímum, en að það eigi við
öll skip undantekningarlaust, því neita ég ein-
dregið.
í síðasta stríði voru flestir sjómenn samtaka
um það, að hafa öll björgunartæki í sem beztu
lagi, og studdu flestir útgerðarmenn þá við-
leitni sjómanna. Mér kemur það einkennilega
fyrir sjónir, þar sem greinárhöfundur segir,
að margir sjómenn hafi spurt sig um það,
hvort ekki sé skylda að hafa bátaæfingar á
ákveðnum fresti. Ég hefi aldrei orðið þess var,
að sjómenn færu til matsveina eða þjóna, og
spyrðu þá um það, hvaða reglur séu í gildi
gagnvart einu eða öðru, sem viðkemur störfum
eða eftirliti ofanþilja, þar með talin björgunar-
tæki, enda væri það fásinna, vegna þess að
störf þessara manna eru á allt öðru sviði og
sjómennsku óviðkomandi.
Ég ætla að benda greinarhöfundi á það, hvar
hægt er að fá réttar upplýsingar um bátaæfing-
ar» Það er í daga- og eftirlitsbókum skipa.
Á þeim skipum, sem ég hefi starfað á, hafa
verið hafðar bátaæfingar eins oft og kringum-
stæður hafa leyft. Einnig eru björgunartæki
skipa athuguð um hver áramót af Skipaeftir-
liti ríkisins.
Ég hefi oft verið með því, að þegar gerðar
hafa verið bátaæfingar, þá hafa allir átt að
mæta, en þá hefur komið í ljós, að það vantaði
hluta af skipshöfninni, og hefur það reynst
að vera veitingarfólkið. Þegar spurt hefur verið
um það, hvers vegna það niætti ekki, hefur því
verið svarað, að það hafi ekki tíma, eða það
hefur verið afsakað með öðrum álíka veiga-
miklum ástæðum.
Ég hefi ekki hugsað mér að mæla með því,
sem vanrækt er viðvíkjandi björgunartækjum
skipa, en aðeins benda á það, að greinarhöf undur
byggir þessa ádeilu sína á mjög vafasömum
upplýsingum, ef ekki alröngum. Um seinustu
orðin í þessari umræddu grein ætla ég ekki að
152
f jölyrða. Þeim er svo greinilega beint eingöngu
að skipstjórunum.
Ég hafði ekki ímyndað mér, að Sjómanna-
dagsblaðið mundi ljá rúm ádeilugrein einnar
stéttar gegn annari, er starfa hlið við hlið á
sjónum. Ég hefi ef til vill ekki skilið rétt til-
ganginn með þessu blaði, en ég hefi í fáfræði
minni hugsað mér hann dálítið annan.
Að endingu vil ég benda greinarhöf. á þá
staðreynd, að það er mjög varhugavert fyrir
menn að ræða eða rita um hluti, sem þeir hafa
mjög takmarkaða eða enga þekkingu á.
M. H.
Afætnr
Á sjómannadaginn 4. júní síðastliðinn flutti
fulltrúi sjómanna, Henry Hálfdansson, sköru-
lega ræðu, sem vakti allmikla athygli.
Kom hann víða við og drap á margt, sem
öfugt gengur í þjóðfélagi voru. Honum fórust
m. a. þannig orð:
„Það borgar sig að hálffylla landið af alls
konar vélum, sem ekki eru notaðar nema með
höppum og glöppum. Það borgar sig að vinna 30
til 40 klukkustundir á viku í skrifstofum og
mörgum iðngreinum. Það virðist borga sig enn
þá að verzla, þótt kaupmenn segist engar vörur
fá, og það borgar sig jafnvel að reka bú með
jeppa eða dráttarvél á fimmtu hverja kú, —
en það er ekki talið borga sig, þótt fiskimenn-
irnir okkar vinni baki brotnu 16 tíma á hverjum
sólarhring og þótt skip og vélar þeirra linni
ekki látum nótt sem nýtan dag, helga daga og
rúmhelga.
Þetta er líka að sumu leyti rétt og ég skal
segja ykkur af hverju þetta er. Það er vegna
þess, að það er búið að hlaða svo miklum af-
ætum á sjávarútveginn, að það er engin von,
að hann geti borið sig í venjulegu árferði,
þegar erfitt er að afla fiskjarins eða afsetja
hann.
Mér finnst. að forráðamenn þjóðarinnar hafi
að undanförnu hagað sér að ýmsu leyti eins og
ölvaður maður við akstur, talið sér alla vegi
færa, og eina afsökun þeirra verið sú, að þeir
hafi verið ölvaðir, sem með þeim óku. Ég veit
þó ekki til þess, að sú afsökun hafi dugað neinum
bílstjóra, að segja, að farþegarnir hafi líka verið
fullir. En rétt er það, að almenningur hefur
verið haldinn slíkri ofsavímu, að hann hefur
örvað til ógætni og ekki gætt þess, hvert honum
hefur verið ekið, og nú erum við öll komin fram
á hengiflug og voðinn vís, ef við gáum ekki að
okkur".
VÍKINGUR
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 137
Blašsķša 137
Blašsķša 138
Blašsķša 138
Blašsķša 139
Blašsķša 139
Blašsķša 140
Blašsķša 140
Blašsķša 141
Blašsķša 141
Blašsķša 142
Blašsķša 142
Blašsķša 143
Blašsķša 143
Blašsķša 144
Blašsķša 144
Blašsķša 145
Blašsķša 145
Blašsķša 146
Blašsķša 146
Blašsķša 147
Blašsķša 147
Blašsķša 148
Blašsķša 148
Blašsķša 149
Blašsķša 149
Blašsķša 150
Blašsķša 150
Blašsķša 151
Blašsķša 151
Blašsķša 152
Blašsķša 152
Blašsķša 153
Blašsķša 153
Blašsķša 154
Blašsķša 154
Blašsķša 155
Blašsķša 155
Blašsķša 156
Blašsķša 156
Blašsķša 157
Blašsķša 157
Blašsķša 158
Blašsķša 158
Blašsķša 159
Blašsķša 159
Blašsķša 160
Blašsķša 160
Blašsķša 161
Blašsķša 161
Blašsķša 162
Blašsķša 162
Blašsķša 163
Blašsķša 163
Blašsķša 164
Blašsķša 164
Blašsķša 165
Blašsķša 165
Blašsķša 166
Blašsķša 166
Blašsķša 167
Blašsķša 167
Blašsķša 168
Blašsķša 168
Blašsķša 169
Blašsķša 169
Blašsķša 170
Blašsķša 170
Blašsķša 171
Blašsķša 171
Blašsķša 172
Blašsķša 172
Blašsķša 173
Blašsķša 173
Blašsķša 174
Blašsķša 174
Blašsķša 175
Blašsķša 175
Blašsķša 176
Blašsķša 176
Blašsķša 177
Blašsķša 177
Blašsķša 178
Blašsķša 178
Blašsķša 179
Blašsķša 179
Blašsķša 180
Blašsķša 180
Blašsķša 181
Blašsķša 181
Blašsķša 182
Blašsķša 182
Blašsķša 183
Blašsķša 183
Blašsķša 184
Blašsķša 184
Blašsķša 185
Blašsķša 185
Blašsķša 186
Blašsķša 186
Blašsķša 187
Blašsķša 187
Blašsķša 188
Blašsķša 188
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192
Blašsķša 193
Blašsķša 193
Blašsķša 194
Blašsķša 194
Blašsķša 195
Blašsķša 195
Blašsķša 196
Blašsķša 196
Blašsķša 197
Blašsķša 197
Blašsķša 198
Blašsķša 198
Blašsķša 199
Blašsķša 199
Blašsķša 200
Blašsķša 200