Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						„Svei mér þá, Jósef", segir kokkurinn, sem

hafði glápt lengi á eina þeirra, „þarna er lögu-

legur kvenmaður — og fjörleg. Sjáðu bara!"

Hann kyssti á óhreiria krumluna á sér — og

það er meira en ég hefði gert, hefði það verið

krumlan á mér — og veif aði henni og stúlkan

snéri sér undan og hristi höf uðið.

„Svona, þetta er nóg", segir Jósef afar

gremjulega. „Þetta er stúlkan mín; Emily mín".

E—he? „segir kokkurinn. „Nú, hvernig átti

ég að vita það? Þar að auki, þú ætlar að hætta

við hana".

Jósef svaraði ekki. Hann starði á Emily, og

því lengur sem hann starði, því fallegri varð

hún. Hún var sannarlega óvenju falleg stúlka,

sem fleirum en kokknum varð starsýnt á.

„Hvaða náungi er það, sem stendur við hlið-

ina á henni?" segir kokkurinn.

„Það er einn af leigjendum móður hennar",

segir Jósef, sem virtist í afar slæmu skapi.

„Ég hefði gaman af að vita, hvaða leyfi hann

hefur til að koma hér og bjóða mig velkominn

heim. Ég kæri mig ekkert um hann".

„Ef til vill lízt honum vel á hana", segir

kokkurinn. „Það get ég mætavel skilið".

„Ég skal fleygja honum í sjóinn ef hann

gætir sín ekki", segir Jósef rauður í framan

af reiði.

Hann veifaði til Emily, sem ekki var að horfa

í þá átt í svipinn, en leigjandinn veifaði til

hans kæruleysislega og talaði við Emily, og svo

veifuðu þau bæði til Bills gamla, sem studdi sig

við hækjurnar aftar á þilfarinu.

Þegar búið var að leggja skipinu að bryggju,

var orðið dimmt, og Bill var ekki viss um,

hvort hann ætti að fara með kokkinn heim

strax eða bíða næsta dags. Að lokum ákvað hann

að ljúka því af, fékk sér vagn og svo var lagt

af stað.

Bert Simmons, leigjandinn, varð að sitja hjá

ökumanninum, og Bill tók svo mikið pláss með

hækjunum, að Emily sá þann kost vænstan, að

sitja á hnjánum á Jósef, og um það er þau komu

að húsinu, var honum orðið ljóst hversu hrap-

allega honum hafði skjátlast.

„Haltu þér saman um þennan draum, þangað

til ég hef ákveðið mig", segir hann við kokk-

inn, meðan Bill og ökumaðurinn rifust um far-

gjaldið.

„Bill ætlar að tala fyrstur", hvíslar kokk-

urinn.

Emily og leigjandinn voru farin inn, og Jósef

stóð þarna sem á glóðum, meðan ökiimaðurinn

spurði Bill vinsamlegast, hversvegna hann hefði

ekki borgað tíu aurum meira fyrir andlitið á

sér, og Bill eyddi tímanum í að reyna að hugsa

upp eitthvað, sem gæti sært tilfinningar öku-

mannsins. Svo tók hann í handlegginn á Bill

og sagði honum að minnast ekki á drauminn

því að hann ætlaði að hætta á þetta.

„Bull og vitleysa," segir Bill. „Ég ætla að

segja Emily frá honum. Það er skylda mín. Til

hvers er að giftast og verða svo drepinn?"

Hann hökti inn við hækjurar áður en Jósef

fengi sagt fleira. Það var matur og bjór á borð-

um, og þegar hann hafði frætt systur sína um

f ótbrotið, settust þau öll að kvöldverði.

Bert Simmons sat á aðra hönd Emily, Jósef

á hina, og kokkurinn gat ekki annað en vor-

kennt henni, er hann sá, að stundum voru báðar

hendur hennar kreistar samtímis undir borð-

inu svo hún gat varla laumað upp í sig munn-

bita.

Bill kveikti sér í pípu eftir matinn, fékk sér

aðra ölkrús, og sagði síðan frá því, hvernig

kokkinn hafði dreymt fyrir slysinu þremur dög-

um áður en það skeði. Þau trúðu því varla

fyrst í stað, en þegar hann hélt áfram og sagði

þeim frá öllu hinu, sem kokkinn hafði dreymt

fyrir, mjökuðu þau sér öll sem f jærst kokknum

og sátu og störðu á hann opnum munnum.

„Og þetta er ekki það versta", segir Bill.

„Þetta er nóg í kvöld, Bill"! segir Jósef, sem

sat og starði á Bert Simmons, eins og hann

ætlaði að eta hann með augunum. „Auk þess

álít ég þetta bara tilviljun. Þegar kokkur sagði

þér drauminn varðst þú taugaóstyrkur og datzt

þessvegna".

„Taugaóstyrkur, ég"! segir Bill; og svo sagði

hann frá draumnum, sem hann hefði heyrt,

þegar hann lá í rekkju sinni fótbrotinn.

Systir Bills æpti upp yfir sig, og Emily, sem

sat við hliðina á Jósef, stóð á fætur með hrolli

og settist við hliðina á Bert og hélt sér í hand-

legginn á honum.

„Þetta er eintóm vitleysa"! segir Jósef upp-

vægur. „Og þó svo væri ekki, myndi sönn ást

ekki láta það á sig fá. Ég er ekki hræddur"!

„Það er ekki hægt að ætlast til þessa af neinni

stúlku", segir Bert Simmons og hristir höfuðið.

„Mér kæmi það aldrei til hugar", segir Emily.

„Til hvers er að giftast fyrir eina viku? Lítið

á fótinn á frænda — það er mér nóg"!

Þau töluðu öll í einu, og Jósef gerði allt hvað

hann gat til að sannf æra Emily um, að draum-

ar kokksins rættust ekki alltaf, en árangurs-

laust. Emily sagðist ekki vilja giftast honum

þó hann væri margfaldur milljónamæringur,

og móðir hennar og frændi tóku í sama streng

¦— svo ekki sé minnst á Bert Simmons.

„Ég ætla upp og sækja gjafirnar frá þér;

Jósef", segir hún; og með það fór hún;

156

VIKINDUR

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 137
Blašsķša 137
Blašsķša 138
Blašsķša 138
Blašsķša 139
Blašsķša 139
Blašsķša 140
Blašsķša 140
Blašsķša 141
Blašsķša 141
Blašsķša 142
Blašsķša 142
Blašsķša 143
Blašsķša 143
Blašsķša 144
Blašsķša 144
Blašsķša 145
Blašsķša 145
Blašsķša 146
Blašsķša 146
Blašsķša 147
Blašsķša 147
Blašsķša 148
Blašsķša 148
Blašsķša 149
Blašsķša 149
Blašsķša 150
Blašsķša 150
Blašsķša 151
Blašsķša 151
Blašsķša 152
Blašsķša 152
Blašsķša 153
Blašsķša 153
Blašsķša 154
Blašsķša 154
Blašsķša 155
Blašsķša 155
Blašsķša 156
Blašsķša 156
Blašsķša 157
Blašsķša 157
Blašsķša 158
Blašsķša 158
Blašsķša 159
Blašsķša 159
Blašsķša 160
Blašsķša 160
Blašsķša 161
Blašsķša 161
Blašsķša 162
Blašsķša 162
Blašsķša 163
Blašsķša 163
Blašsķša 164
Blašsķša 164
Blašsķša 165
Blašsķša 165
Blašsķša 166
Blašsķša 166
Blašsķša 167
Blašsķša 167
Blašsķša 168
Blašsķša 168
Blašsķša 169
Blašsķša 169
Blašsķša 170
Blašsķša 170
Blašsķša 171
Blašsķša 171
Blašsķša 172
Blašsķša 172
Blašsķša 173
Blašsķša 173
Blašsķša 174
Blašsķša 174
Blašsķša 175
Blašsķša 175
Blašsķša 176
Blašsķša 176
Blašsķša 177
Blašsķša 177
Blašsķša 178
Blašsķša 178
Blašsķša 179
Blašsķša 179
Blašsķša 180
Blašsķša 180
Blašsķša 181
Blašsķša 181
Blašsķša 182
Blašsķša 182
Blašsķša 183
Blašsķša 183
Blašsķša 184
Blašsķša 184
Blašsķša 185
Blašsķša 185
Blašsķša 186
Blašsķša 186
Blašsķša 187
Blašsķša 187
Blašsķša 188
Blašsķša 188
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192
Blašsķša 193
Blašsķša 193
Blašsķša 194
Blašsķša 194
Blašsķša 195
Blašsķša 195
Blašsķša 196
Blašsķša 196
Blašsķša 197
Blašsķša 197
Blašsķša 198
Blašsķša 198
Blašsķša 199
Blašsķša 199
Blašsķša 200
Blašsķša 200