Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						band við íbúa Samoa, en þeir eru einnig polyn-
esar, sem sennilega hafa einhvern tíma í fyrnd-
inni, kannske 500 árum f. Kr., komið til eyj-
anna og sezt þar að. Hér hefur þetta fólk svo
lifað öldum saman og skapað sína eigin sér-
kennilegu menningu, sem var samræmd nátt-
úru eyjanna. Þeir þekktu ekkert til umheims-
ins, eyjarnar voru þeirra veröld. Gamalt landa-
bréf í spánsku skjalasafni nokkru, hefur orsak-
að það, að sumir hafa haldið að einhver Donju-
an Galtano, sem dáinn er 1555, hafi komið tií
eyjanna, en þetta er í mesta máta ósennilegt,
því Hawajieyingar koma fyrst við sögu með
þangaðkomu James Cook.1)
Eyjaskeggjar urðu ákaflega óttaslegnir fyrst
þegar þeir sáu hvíta menn, og álitu, að guðirn-
ir væru þangað komnir. Þeir fleygðu sér til
jarðar og færðu dýrar gjafir; einkum voru þeir
hræddir við allt, sem járn hét. nagla, skrúfur
og hnífa, sem hvítu mennirnir drógu upp úr
vösum sínum. Járn var þeim ákaflega dýrmæt-
ur málmur. Sjálfir notuðu þeir tegund af hörð-
um hraunflögum fyrir skurðáhöld.
Hið góða samkomulag milli innfæddu mann-
anna og þeirra aðkomnu, átti sér aðeins skamma
tilveru. Einn sjómannanna dó, en guðir geta
ekki dáið. Englendingarnir eyðilögðu eitt af
hofunum, og að síðustu endaði sambúðin með
því, að James Cook var drepinn og menn hans
urðu að hverfa burtu. Ungur höfðingi Kame-
hameha hafði af öllu þessu kynnzt því, að fyrir
utan Hawaji var stór og merkilegur heimur.
Hann dreymdi um að sameina eyjarnar undir
einn valdhafa, og á þann hátt efla styrk þeirra.
Þetta heppnaðist honum líka. Hann sigraði
Oahu árið 17ð5, rak alla íbúanna upp í Poli-
skarð,1) og þar urðu síðustu höfðingjarnir að
gefast upp. Hann ríkti svo í mörg ár og hélt
uppi lögum og reglu.
Árið 1792 kom Vancower til eyjanna; hann
gaf íbúunum mikið af ávöxtum og sáðfræi. Þá
fluttust þangað meðal annars appelsínur og
sítrónur. Síðan kom hann aftur, og þá færði
hann eyjaskeggjum bæði sauðfé og nautgripi.
Þessi fénaður var friðaður í 10 ár. 1 stjórnar-
tíð næsta valdhafa rofnaði hið gamla Labu-
kerfi og goðalíkneskjum var velt úr stóli. Þetta
spurðist til Ameríku með drengjum frá Hawaji,
sem fluttir voru með hvalveiðiskipum2) til
Nýja-Englandsríkjanna.  Þaðan  voru  sendir
1)  Cook nefndi þær Sandwicheyjar, eftir jarlinum
af Sandwich, sem þá var í brezku flotastjórninni.
2)  Fyrrihluta síðustu aldar ráku Ameríkanar mikla
hvalveiði við Hawajieyjar og veiddu einkum búrhveli,
amerískir trúboðar til eyjanna; þeir komu
þangað árið 1829. Það gekk vel að kristna íbú-
ana og biblían var þýdd á þeirra tungu. Síðar
féllu margir frá hinum nýja sið og tóku upp
aftur sína gömlu trú. Mikil hjátrú hefur ríkt
þar fram á vorn dag. Hinir innfæddu vald-
hafar skildu samt hvers þjóðin þarfnaðist. Þeir
gerðu sér handgengna duglega og framgjarna
menn af hvíta kynstofninum og höfðu þá fyrir
ráðgjafa sína.
Árið 1894 var hinum hawajiska konungdómi
kollvarpað með hæglátri byltingu, og lýðveldi
myndað, en 1898 gáfu eyjarnar sig undir
Bandaríkin og stjórnarfyrirkomulagið leystist
upp, allt með bezta samkomulagi við þegna og
st.jórnarvöld.
Þegar Cook kom til eyjanna, fann hann kyn-
flokk,1) sem bjó í hreysum gerðum úr stráum.
Fæða þessa fólks var einkum fiskur og „Poi".2)
Tunga þeirra líktist þeirri, sem almennt var
töluð í Polynesíu. Margt bendir til, að Polynes-
ar hafi, einkum á 12. og 13. öldinni, farið í
löng ferðalög til annarra ríkja og sezt þar að.
Þessar ferðir hafa þeir farið á trjábolabátum
og haft mastur og segl. Þeir höfðu fæðutegund-
ir, sem voru vel fallnar til.að hafa í löng ferða-
lög: kókóshnetur, brauðaldin, taro og batater,3)
og hélzt óskemmt lengri tíma. Vafalaust hefur
á þennan hátt flutzt til eyjanna, bæði sykur-
reyr, bananar, brauðaldin og taro, sömuleiðis
hundar og svín.
Fólkið var vel vaxið, hávaxið, brúnt á hör-
und, með dökk svipmikil augu og dökkt hár,
stundum liðað. Konurnar voru oft nokkuð feit-
lagnar, en það þótti fara þeim vel. Þær báru
að klæðum aðeins eitt pils, „Pau", gert úr bark-
arvoð, „Tapa". Karlar klæddust mittisskýlu,
„Malo", úr sama efni. Þegar þeir dönsuðu sína
sérkennilegu dansa (Hula), klæddist kvenfólk-
ig pilsum úr strái og skreyttu sig allar með
,,Leis", þ. e. sveigur úr blómum eða fjöðrum,
sem enn þann dag í dag er notaður þegar ókunn-
ugum mönnum, sem til eyjanna koma, er fagn-
að, eða þegar þeir eru kvaddir. Er konungar
eða höfðingjar  gengu  til  orustu,  báru þeir
1)  Karnakka nefndi Cook kynflokkinn. Það orð er
ekki lengur notað. Hann gizkaði á að hópur þessi hafi
verið nál. 400 þúsund.
2)  „Poi" er eins konar grautur, sem búinn er til úr
möluðum tarorótum, hrærðum út í vatni. Grautur þessi
geymist vel. Hann er borðaður með fingruhum, helzt
með vísifingri. Hann er flokkaður eftir því, hve þykkur
hann var. Númerin voru: Eins fingurs, tveggja fingra
og þriggja fingra „Poi".
3)  Sæt Suðurlanda kartafla,
VIKINGUR
159
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 137
Blašsķša 137
Blašsķša 138
Blašsķša 138
Blašsķša 139
Blašsķša 139
Blašsķša 140
Blašsķša 140
Blašsķša 141
Blašsķša 141
Blašsķša 142
Blašsķša 142
Blašsķša 143
Blašsķša 143
Blašsķša 144
Blašsķša 144
Blašsķša 145
Blašsķša 145
Blašsķša 146
Blašsķša 146
Blašsķša 147
Blašsķša 147
Blašsķša 148
Blašsķša 148
Blašsķša 149
Blašsķša 149
Blašsķša 150
Blašsķša 150
Blašsķša 151
Blašsķša 151
Blašsķša 152
Blašsķša 152
Blašsķša 153
Blašsķša 153
Blašsķša 154
Blašsķša 154
Blašsķša 155
Blašsķša 155
Blašsķša 156
Blašsķša 156
Blašsķša 157
Blašsķša 157
Blašsķša 158
Blašsķša 158
Blašsķša 159
Blašsķša 159
Blašsķša 160
Blašsķša 160
Blašsķša 161
Blašsķša 161
Blašsķša 162
Blašsķša 162
Blašsķša 163
Blašsķša 163
Blašsķša 164
Blašsķša 164
Blašsķša 165
Blašsķša 165
Blašsķša 166
Blašsķša 166
Blašsķša 167
Blašsķša 167
Blašsķša 168
Blašsķša 168
Blašsķša 169
Blašsķša 169
Blašsķša 170
Blašsķša 170
Blašsķša 171
Blašsķša 171
Blašsķša 172
Blašsķša 172
Blašsķša 173
Blašsķša 173
Blašsķša 174
Blašsķša 174
Blašsķša 175
Blašsķša 175
Blašsķša 176
Blašsķša 176
Blašsķša 177
Blašsķša 177
Blašsķša 178
Blašsķša 178
Blašsķša 179
Blašsķša 179
Blašsķša 180
Blašsķša 180
Blašsķša 181
Blašsķša 181
Blašsķša 182
Blašsķša 182
Blašsķša 183
Blašsķša 183
Blašsķša 184
Blašsķša 184
Blašsķša 185
Blašsķša 185
Blašsķša 186
Blašsķša 186
Blašsķša 187
Blašsķša 187
Blašsķša 188
Blašsķša 188
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192
Blašsķša 193
Blašsķša 193
Blašsķša 194
Blašsķša 194
Blašsķša 195
Blašsķša 195
Blašsķša 196
Blašsķša 196
Blašsķša 197
Blašsķša 197
Blašsķša 198
Blašsķša 198
Blašsķša 199
Blašsķša 199
Blašsķša 200
Blašsķša 200