Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						Nordahl Grieg;
SKIPIÐ   SIGLIR   SINN   SJÓ
Hið kunna norska stórskáld, Nordahl Grieg,
vakti fyrst ú sér verulega athygli með skáld-
sögu sinni, Skibet gdr videre, sem út kom í
fyrsta sinn 192U, en hefir siðan komið út % milli
10 og 20 útgáfum i Noregi og verið þýdd á
fjöldamörg erlend mál.
Grieg fór ungur i siglingar, ekki af atvinnu-
nauðsyn, heldur löngun til að kynnast af eigin
raun lifskjörum sjómanna á norska verzlunar-
flotnum, mannanna, sem Noregur hefir lengi
átt einna mest að þakka allra þegna sinna.
í „Skipið siglir sinn sjó" lýsir hann af óvenju
djörfu raunsæi hversdagslífi þeirra á hafi og
i höfn, rótleysi þeirra, einmanleik og heimþrá.
Rómantikin, sem í fyrstu dró marga þeirra að
heiman, hverfur fljótlega fyrir köldum veru-
leikanum. Fæstir þeirra hafa kynnzt öðru af
heiminum en nokkrum ölkrám og hóruhúsum
hafnarbæjanna. Smám saman heltast þeir úr
lestinni, einn og einn, deyja af slysförum, eru
drepnir i slagsmálum, falla í sjóinn % ölæði, fyr-
irfara sér, verða eftir % fjarlægum, höfnum, gef-
ast upp í baráttunni við meinleg^, ósigrandi ör-
lög — en skipið heldur áfram, siglir sinn sjó,
eins og ekkert hafi gerzt, og nýir menn skríða
inn % kojur þeirra, sem horfið hafa úr hópnum.
Hér birtist fyrsti kafli fyrrnefndrar bókar.
Skip kemur að landi og nemur staðar stutta
hríð á vegferð sinn frá hafi til hafs.
Eldarnir undir kötlunum kulna, stimplar vél-
arinnar stöðvast, skrúfan tekur nokkra krampa-
kennda kippi, svo að sjórinn ólgar og freyðir,
eins og þegar deyjandi fiskur slær til sporð-
inum. Stýrisvelinum er snúið leiknum höndum,
og skipið sígur hægt að hafnarbakkanum. Ótal
vírar og kaðlar tjóðra það við bryggjuna, og
skipið er á valdi manns og moldar.
Skrölt vörubílanna bergmálar frá byrðingn-
um, og gatan varpar ryki og skuggum á járn-
síðurnar, sem daga og nætur hafa öslað auðn-
arlegt úthafið, hlýtt á ástaróð Ránar og glóð.
í roða sólarinnar. Nú svellur borgarysinn um
skipið.
Vindurnar hvína, kranarnir seilast með
klærnar niður um lestaropin, hremma bráð sína
og kasta henni á land. Hafnarverkamennirnir,
sem orðnir eru leggjastuttir og hjólfættir und-
an of þungum byrðum, ráða lögum og lofum
um borð. En á kvöldin færist kyrrð yfir skipið,
og skipverjarnir verða einir eftir við verkalok.
En brátt flykkjast þeir í land, borgin hrópar
á þá, tortímingin kveður þá til sín með kulda-
hlátri. Að áliðinni nóttu slaga þeir um borð
með stelpurnar sínar. En aðrir hverf a f rá borði
með svartan sjópoka á bognu baki, og þeir
koma aldrei aftur um borð.
Næsta kvöld fer samt jafnfjölmennur hópur
til drykkju í landi, því að samtímis koma nýir
menn í skörðin, skríða upp í auðu kojurnar og
fara á fund sömu kvenna og þeir, sem gengu
í land og gleymdust. Þannig á þetta að vera,
lífið getur ekki beðið. Dagarnir líða gráir og
þreytandi, þangað til skipið heldur aftur úr
höfn.
Eitt kvöldið stendur ungur piltur í myrkrinu
á bryggjunni, nýr maður, sem ekkert þekkir.
Hann starir á járnheiminn, sem fram undan
rís og spyr undrandi: „Hvað geymir þetta skip,
hvað er það?"
Og hann hugsar sér það þannig:
Það ér vöruskemma, sem flýtur milli hafna
og stundum upp að fögrum ströndum, það er
mannfélag með dimmum gjótum og gjám, en
einnig fagurtypptum fjöllum, er hefja kollinn
upp í morgunroðann. Það er molok, sem bryður
mannlega giftu milli járnskoltanna og snýr
síðan ásýnd sinni rólega móti einmanleikanum,
eins og ekkert hafi gerzt. Skipið er þetta allt
og þúsund sinnum fleira, og hann þráir það
og óttast.
Að baki hans blikar ljósahaf borgarinnar,
og eitt þessara ljósa er honum einstaklega kært.
En framundan gnæfir skipið þögult og dimmt
eins og dauðinn. Borgin og skipið — honum
VIKINQUR
165
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 137
Blašsķša 137
Blašsķša 138
Blašsķša 138
Blašsķša 139
Blašsķša 139
Blašsķša 140
Blašsķša 140
Blašsķša 141
Blašsķša 141
Blašsķša 142
Blašsķša 142
Blašsķša 143
Blašsķša 143
Blašsķša 144
Blašsķša 144
Blašsķša 145
Blašsķša 145
Blašsķša 146
Blašsķša 146
Blašsķša 147
Blašsķša 147
Blašsķša 148
Blašsķša 148
Blašsķša 149
Blašsķša 149
Blašsķša 150
Blašsķša 150
Blašsķša 151
Blašsķša 151
Blašsķša 152
Blašsķša 152
Blašsķša 153
Blašsķša 153
Blašsķša 154
Blašsķša 154
Blašsķša 155
Blašsķša 155
Blašsķša 156
Blašsķša 156
Blašsķša 157
Blašsķša 157
Blašsķša 158
Blašsķša 158
Blašsķša 159
Blašsķša 159
Blašsķša 160
Blašsķša 160
Blašsķša 161
Blašsķša 161
Blašsķša 162
Blašsķša 162
Blašsķša 163
Blašsķša 163
Blašsķša 164
Blašsķša 164
Blašsķša 165
Blašsķša 165
Blašsķša 166
Blašsķša 166
Blašsķša 167
Blašsķša 167
Blašsķša 168
Blašsķša 168
Blašsķša 169
Blašsķša 169
Blašsķša 170
Blašsķša 170
Blašsķša 171
Blašsķša 171
Blašsķša 172
Blašsķša 172
Blašsķša 173
Blašsķša 173
Blašsķša 174
Blašsķša 174
Blašsķša 175
Blašsķša 175
Blašsķša 176
Blašsķša 176
Blašsķša 177
Blašsķša 177
Blašsķša 178
Blašsķša 178
Blašsķša 179
Blašsķša 179
Blašsķša 180
Blašsķša 180
Blašsķša 181
Blašsķša 181
Blašsķša 182
Blašsķša 182
Blašsķša 183
Blašsķša 183
Blašsķša 184
Blašsķša 184
Blašsķša 185
Blašsķša 185
Blašsķša 186
Blašsķša 186
Blašsķša 187
Blašsķša 187
Blašsķša 188
Blašsķša 188
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192
Blašsķša 193
Blašsķša 193
Blašsķša 194
Blašsķša 194
Blašsķša 195
Blašsķša 195
Blašsķša 196
Blašsķša 196
Blašsķša 197
Blašsķša 197
Blašsķša 198
Blašsķša 198
Blašsķša 199
Blašsķša 199
Blašsķša 200
Blašsķša 200