Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 36
Olíuskipafloti Shell Hinn 4. apríl 1950 stjórnaði Margrét prinsessa hátíðlegri athöfn er nýjasta og stærsta skip olíuflutn- ingaflota Shell e. s. „VELUTINA", sem er 28.000 lestir D. W., 643 fet á lengd og 80 fet 6 þuml. á breidd var hleypt af stokkunum í Wellsend- on- Tyne, nærri Newcastle. Er þetta stærsta olíuflutningaskipið, sem byggt hefir verið í Bretlandi. Fyrir 58 árum var skipi hleypt af stokkunum í West Hartlepool, sem er aðeins 30 mílur frá Newcastle. Vakti sá atburður mikla athygli, með því þar var um að ræða fyrsta olíuflutningaskipið, sem byggt var fyrir Shell, en það var e. s. „MUREX“, 5.010 lestir að stærð, og eitt fyrsta skipið, sem flutti olíu í heilum förmum. „MUREX“ var aðeins 338 fet á lengd og 43 feta breitt, en var þá hin mesta nýjung. Samt var það ekki fyr en eftir tafsamar samningsum- leitanir að það tókst að knýja stjórn Sueskurðarins til að leyfa „MUREX“ að flytja fyrsta ljósolíufarminn gegnum skurðinn. Var olía þá álitin mjög hættulegur varningur. Nú er olía verðmesti farmurinn, sem fluttur er í skipum. Hvaða dag sem var á árinu sem leið mátti gera ráð fyrir að um 700 skip hlaðin um 70 miljón tunnum af olíu, sem gat verið £75.000.000 virði, væru til sjós. Sex hundruð skip kunnu að vera á útleið með kjölfestu, um 400 í höfnum við hleðslu, affermingu eða viðgerðir og uni 150 í smíðum. Úr olíuflutninga- skipum þessum kom sá dýrmæti vökvi, sem er notaður ^á einn eða annan hátt til brennslu og smurningar nær allra vélknúinna tækja, sem til eru. Tíu hundraðshluta af olíunni í heiminum framleiðir Royal Dutch/Shell félagssambandið, sem nú rekur um 300 millilandaskip í eigin eign eða á leigu til að flytja olíuna og það, sem úr henni er unnið. Olíuflutninga- skipin, sem er í eign félaganna, sigla undir ýmsum þjóðfánum, en flest þó hollenskum og brezkum. Þau eru þó öll auðkennd með félagsfánanum. Leiguskipin sigla einnig undir ýmsum þjóðfánum. Skip þessi flytja allskonar olíutegundir, þar á meðal hráolíu, benzín, Ijósolíu, steinolíu, gasolíu, dieselolíu og brennsluolíu, asfalt, bik og ýmsar tegundir smurnings- olíu frá um 25 hleðsluhöfnum í um 250 affermingar- hafnir í 30 löndum eða þar yfir. Aðallega er siglt frá Karabiska hafinu, Persíuflóa og Austur- Indíum til hafna í Evrópu, Vesturheimi og Austurlöndum. Stjóm flotana. Shell flotanum er stjórnað frá Lundúnum, en hópur manna þar sér um að hráolía og afurðir séu fluttar á staði þar sem þeirra þarf með og það þannig, að gem minnst farrými fari í súginn og sem minnst sé siglt með kjölfestu, enda er það haft í huga að olía er eingöngu flutt aðra leiðina. Fyrsta skrefið við lausn þessa máls er að skipta flotanum í tvo aðalflokka, sem nefnast svört og hvít skip. Svört skip flytja hráolíu og brennsluolíu, en þau hvítu léttari tegundir, mótor- og flugvélabenzín, ljósolíu o. þ. u. 1., en ekki er þægilegt að nota sömu skip til þessara verka. Hvítt skip getur þó tekið svartan farm ef það er útbúið upphitunartækjum eða ekki þarf að hita olíuna, en áður en svart skip tekur hvítan farm þarf að hreinsa það vel. Er skipaflokkum þá skipt í tvennt eftir landsvæðum, vestur- og austurflokk, en það auðveldar meðferð og umsjón. Skip í austurflokknum verða þó að koma heim á vissu millibili til að skipta um áhafnir og fara í þurrkví, og þurfa þá skip úr vesturflokknum að taka við, þannig að sem minnstur aukakostnaður bakist. Undirbúningsáætlanir eru gerðar innan þessa ramma. Heldur það starf áfram án afláts. Meðan verið er að afferma skip í höfn, er annað á leið þangað og verið að gera áform um fleiri far-ma. Birgðakönnun er jafnan gerð og eru áætlanir skipanna gerðar þi'já mánuði fram í tímann, þótt þær séu að sjálfsögðu breytingum undirorpnar allt fram að því að skipin eru hlaðin, og stundum þarf að hafa skipti á áfangastöðum skipa. Staðið er í símskéytasambandi við allar dreif- ingarstöðvar Shell, sem tilkynna birgðir sínar og væntanlegar þarfir, en samkvæmt þeim tilkynningum eru áætlanir skipanna gerðar og úr þeim bætt eftir þörfum. Halda verður birgðum af unninni olíu og' framleiðsluáætlunum í réttu hlutfalli við markaðsþarfir og áætlanir skipanna. Ekki er rekstur olíuskipaflota Shell eins einfalt atriði eins og þessi stuttlega frásögn gefur í skyn. Þótt gerðar hafi verið ágætlega hagkvæmar áætlanir fyrir skipin, geta ófyrirsjáanlegar breytingar á markaðsþörf- um og bilanir á skipum gert þær að engu. Aðrir örðug- leikar koma einnig til greina. O.líuflutningaskip í milli- landasiglingum eru allt frá 5.000 upp í 30.000 lestir að stærð. Hraði þeirra er allt frá 9 upp í 17 hnútar. Hvert skip er búið nokkrum geymum fyrir ýmsar tegundir olíu og með því geymafyrirkomulagið er ekki eins í öllum skipunum, verða þeir, sem stjórna ferðum skipanna, að hafa mikla reynslu til að geta tryggt rétta dreifingu vörunnar. Olían verður að vera laus við sora og stranga aðgæslu þarf við meðferð hinna ýmsu olíutegunda, þegar þeim er rennt um pípurnar við 172 VIKINBUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.