Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						Jón Dúason:

- GRÆNLANDSFISKI -

Hafatraumár. Það er ekki hægt að raeða um fiski

við Grænland, án þess að minnast á aðalhafstraumana

vjð það land.

Suður með Grænlandi að austan rennur Pólstraum-

urinn, svo sem kunnugt er, og suður og vestur um

Drangey, og svo norður með vesturströndinni. Suður-

odda Drangeyjar kalla Danir Kap Farvel, og sumir

íslendingar halda ranglega, að það sé Hvarf, sem er

vestar. Kap Parvel hefur sennilega fyrrum heitir

Drangeyjarmúli, sbr. „insula maulant", á landabréfi

Cplumbusar frá 1492.

Pólstraumurinn er ca. 100 faðma djúpur, og hann

breiðir sig yfir fiskigrunnin við Vestur-Grænland norð-

ur undir breiddarstig Dyrhólaeyjar á Islandi. Er svo

lang er komið norður, hefur hann mist mátt sinn, og

.gætir ekki úr því sem straums.

Gólfstraumurinn klofnar á fslandi. Lítil kvísl úr

honum romur norður um ísland, en meginhluti vest-

urálmu hans mun streyma í vestur frá íslandi, rekst

á Pólstrauminn við Austur-Grænland, beygir til suðurs

fyrir utan (austan) Pólstrauminn suður um Drangey

og svo norður með Vestur-Grænlandi utan (vestan) við

Pólstrauminn. í Suðurbotninum (Davissundi) fyrir

utan Pólstrauminn er því Gólfstraumssjór meðsnálega

alveg sama hita og sömu eiginleikum og í hafinu fyrir

vestan ísland (Grænlandshafi) allt niður á mörg hundr-

uð faðma dýpi.

Gólfstraumssjórinn er saltari og heitari, og því

þyngri en Pólstraumssjórinn. Þar sem dýpi er meira

en 100 faðmar og svo djúpt opið samband er frá því

við úthafið, streymir Gólfstraumssjórinn því inn undir

Pólstrauminn, svo á það miklu dýpi er heitur botns-

sjór, þótt jökulkalt geti verið við botn þar, sem minna

dýpi er en 100 faðmar. Á meira en 100 faðma dýpi

er því svo til ætíð heitur botnsjór og lífsskilyrði fyrir

fisk við Grænland sunnan neðansjávarhryggja þeirra,

er Hggja milli fslands og Grænlands og milli Græn-

lands og Hellulands (Baffinslands). En norðan liggja

þessara nefndu neðansjávarhryggja má segja, að það

sé kaldur heimskautssjór ofan í botn.

Á norðurhveli jarðar hafa hafstraumar, er renna

til norðurs, tilhneigingu til að beygja til austurs vegna

snúnings jarðarinnar. En hvernig sem á því stendur,

þá er það staðreynd, að á breiddarstigum íslands við

Vestur-Grænland brýst Gólfstraumssjórinn inn að

landi og blandast þar við kaldan heimskautssjó, m. a.

úr Pólstraumum. Út af þessum hluta Vestur-Græn-

lands eru því bezt lífsskilyrði fyrir fisk.

Hafíaar. Pólstraumurinn ber miklar dyngjur af haf-

ís, svo og borgarísjaka, suður um sundið milli íslands

og Grænlands. Er sunnar dregur, breiðir isinn úr sér,

og berst svo með Gólfstraum og Pólstraum suður um

Drangey og þaðan norður með vesturströndinni norður

undir breiddarstig Dyrhólaeyjar, en ekki lengra norður.

Veðurstofan í Kaupmannahöfn (Meteorologisk In-

stitut) gefur árlega út kort yfir hafísa við Grænland

í öllum mánuðum hvers árs, en auk þess kort yfir

meðalísa hvers mánaðar til jafnaðar um alllangt ára-

bil. Slík' ískort yfir Grænland eru prentuð í norska

sjómanna-almanakinu fyrir alla mánuði ársins. Væri

íslenzkum sjómönnum varla meiri nauðsyn á öðru en

því, að þessi ísakort fyrir alla mánuði ársins væru

prentuð upp í Víkingnum eða einhverju öðru riti, er

berst öllum sjómönnum í hendur. Mestur er ísinn við

Grænland í maí. ísrek suður og vestur um Drangey

er talið að byrji í febrúar eða janúar. í seinni hluta

júlí er orðið íslítið við Vestur-Grænland, en þó getur

íshrafl haldizt þar lengur. Á breiddarstigum fslands

við Vestur-Grænland er talið, að aldrei sé hafís við

land, og að hafnir séu þar íslausar allan veturinn. Þó

leggur firðina þar — að minnsta kosti öðru hvoru —

og sennilega einnig þá voga út við haf, þar sem ekk-

ert hafrót er. Fyrir norðan breiddarstig íslands, þ. e.

fyrir norðan heimskautsbaug, leggja ekki aðeins hafn-

ir á vetrum, heldur og allan sjóinn langt út á haf.

Þar kennir heldur ekki áhrifa frá Gólfstraumnum

. (nema lítillega sem botnstraums allt norður að Króks-

fjarðarheiði, norður að ca. 73° nbr.).

Á haustin og fyrri hluta vetrar er minnst af ís við

Grænland. Og Vestur-Grænland norður að heimskauts-

baug má þá heita íslaust.

Lífsmöguleikar fyrir fiskinn. Það virðist sannað mál,

að þorskseyði alast upp í Pólstraumssjónum í fjörð-

um Grænlands. Jafnvel í fjörðum Austur-Grænlands

virðast seyði alast upp, er borizt hafa með hafstraum-

um frá hrygningarsvæðinu við ísland. En einhvern

tíma að vetrinum — enn er ekki vitað hvenær — verð-

ur Pólstraumssjórinn við Vestur-Grænland of kaldur

til þess, að lúða eða þorskur af veiðihæfri stærð uni

sér í honum. Ganga þá þessir fiskar af grunnmiðun-

um, þ. e. miðum með 100 faðma dýpi eða minna, niður

á djúpmiðin, mið með meira en 100 faðma dýpi, og

leggjast þar í volga botnsjóinn frá Gólfstraumnum.

Hvenær þetta gerist, er enn ókunnugt. Ekkert veiði-

skip hefur enn yfirgefið Grænland svo seint, að ekki

hafi   verið  fiskur  á  grunnmiðunum.   Elsa,   sem  mun

174

VIKlN D U R

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 137
Blašsķša 137
Blašsķša 138
Blašsķša 138
Blašsķša 139
Blašsķša 139
Blašsķša 140
Blašsķša 140
Blašsķša 141
Blašsķša 141
Blašsķša 142
Blašsķša 142
Blašsķša 143
Blašsķša 143
Blašsķša 144
Blašsķša 144
Blašsķša 145
Blašsķša 145
Blašsķša 146
Blašsķša 146
Blašsķša 147
Blašsķša 147
Blašsķša 148
Blašsķša 148
Blašsķša 149
Blašsķša 149
Blašsķša 150
Blašsķša 150
Blašsķša 151
Blašsķša 151
Blašsķša 152
Blašsķša 152
Blašsķša 153
Blašsķša 153
Blašsķša 154
Blašsķša 154
Blašsķša 155
Blašsķša 155
Blašsķša 156
Blašsķša 156
Blašsķša 157
Blašsķša 157
Blašsķša 158
Blašsķša 158
Blašsķša 159
Blašsķša 159
Blašsķša 160
Blašsķša 160
Blašsķša 161
Blašsķša 161
Blašsķša 162
Blašsķša 162
Blašsķša 163
Blašsķša 163
Blašsķša 164
Blašsķša 164
Blašsķša 165
Blašsķša 165
Blašsķša 166
Blašsķša 166
Blašsķša 167
Blašsķša 167
Blašsķša 168
Blašsķša 168
Blašsķša 169
Blašsķša 169
Blašsķša 170
Blašsķša 170
Blašsķša 171
Blašsķša 171
Blašsķša 172
Blašsķša 172
Blašsķša 173
Blašsķša 173
Blašsķša 174
Blašsķša 174
Blašsķša 175
Blašsķša 175
Blašsķša 176
Blašsķša 176
Blašsķša 177
Blašsķša 177
Blašsķša 178
Blašsķša 178
Blašsķša 179
Blašsķša 179
Blašsķša 180
Blašsķša 180
Blašsķša 181
Blašsķša 181
Blašsķša 182
Blašsķša 182
Blašsķša 183
Blašsķša 183
Blašsķša 184
Blašsķša 184
Blašsķša 185
Blašsķša 185
Blašsķša 186
Blašsķša 186
Blašsķša 187
Blašsķša 187
Blašsķša 188
Blašsķša 188
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192
Blašsķša 193
Blašsķša 193
Blašsķša 194
Blašsķša 194
Blašsķša 195
Blašsķša 195
Blašsķša 196
Blašsķša 196
Blašsķša 197
Blašsķša 197
Blašsķša 198
Blašsķša 198
Blašsķša 199
Blašsķša 199
Blašsķša 200
Blašsķša 200