Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 39
hafa yfirgefið Grænland um mið.ian október sl., sagði mikinn afla við Grænland, er hún fór, eflaust svo að skilja, að það væri á grunnmiðunum. Botnvörpungur frá Tryggva Ófeigssyni var að trolla á litlu dýpi á Fyllagrunni síðast i október í fyrra, og þá var þar sæmilegur afli. Djúpmiðin eru höll grunnanna, en þau eru venju- lega fremur flatir hávaðar eða eyjar neðansjávar, breiðar spildur milli grunnanna, álar milli þeirra og lands, eða álar er ganga frá djúpmiðunum inn í hið eiginlega landgrunn, og þá venjulega áfram inn í fjarðarbotn. Er allur sá aragrúi þorsks og lúðu, sem leikur sér á grunnmiðum Grænlands að sumrinu, er kominn nið- ur á þetta takmarkaða svæði djúpmiðanna, mætti vel segja mér, að þarna væri þröng á þingi, og að mesta uppgripaveiðin við Grænland væri þá og þar, þ. e. að vetrinum og á djúpmiðunum grænlensku. Þetta hefur aldrei verið reynt af nokkru skipi, svo ég viti, nema þannig, að er fiskiskipin koma til Grænlands í maí á vorin, rekast þau í mikinn fisk á 130—150 faðma dýpi, þá eflaust nýhrygndan og magran eftir hrygninguna, og má ske, einnig vegna fæðuskorts, vegna þess að of margir hafi verið um ætið undanfarið. En langt fram eftir vetri eða fram undir vor hlýtur þorskur- inn að halda mestu af fitu sinni frá haustinu, en þá er hann kominn í mjög góð hold. Lífsskilyrðin fyrir fisk við Vestur-Grænland eru ekki alls staðar jafn góð. Út af Eystribyggð munu þau vera lökust; þar nær þorskurinn álíka skjótum þroska, og verður álíka fljótt kynþroska og út af Austf.jörð- um við ísland. En á breiddarstigum íslands við Vestur- Grænland nær þorskurinn álíka skjótum þroska og verður álíka fljótt kynþroska og út af Vestfjörðum við Island. En hvergi við Grænland verður þorskur jafn bráðþroska og við suðvesturströnd íslands. Það virðist álitandi í þessu sambandi, að kuldinn í Pól- straumssjónum í fjörðum Grænlands ætti að veita seyðunum þar lakari vaxtarskilyrði en volgur Gólf- straumssjór í fjörðum íslands. Hrygningin 1 fræðibókum er kennt, að þorskurinn hrigni inni í fjörðum uppi í landssteinum á Grænlandi, og að veiðimöguleikarnir við Grænland séu þvi meiri, sem nær dragi landi. Þetta er að því leyti rétt, að þorskur hrygnir þarna. Hrygningin byrjar í apríl í f.iörðum með volgum botnsjó frá Gólfstraumnum, en í maí í þeim fiörðum, þar sem Pólstraumssjórinn nær ofan ( botn. A sama tíma streyma stórar torfur af loðnu að landinu til að hrygna á sömu slóðum og þorskurinn, og hrygnir loðnan og liggur oft í þéttum kösum alveg uppi við f.iörur. Gæðir þorskurinn sér þá óspart á loðnunni. íslendingum er mikil nauðsyn á að fá aðstöðu til að geta tekið þessa loðnu og fryst hana til beitu, því hún er tálbeita, en önglar fslendinga verða í girnileika að keppa við lifandi loðnu og sand- sílið. En aö mínu áliti fer meginhrygning þorsksins ekki þarna fram, heldur í volga botnsjónum úti á fjörðum grunnanna og í brúnum djúpálanna, á meira dýpi er vitað er, að þorskur hrygni hér við land. Ég hef áður í Víkingnum fært fram rök fyrir þessu, og skal ekki endurtaka þau, en aðeins benda á þetta sem staðreynd: Sá nýhrygndi fiskur, aem skipin veiða á 130—150 faðma dýpi við komu sfna til Grænlands f maí, hefur ekki hrygnt inni við land og svo flúið þangað út undan loðnutorfunum í fjörðunum! Um g'óngur fisksins. Er skipin koma til Grænlands, hitta þau fiskinn á 130—150 faðma dýpi. Hefur hann sennilega staðið á þessu dýpi síðasta hluta vetrarins. Er sjávarhitinn við botn vex á grunnunum, færir fisk- urinn sig lengra upp í brúnir grunnanna. Er sjávar- hitinn við botn er kominn upp í ca. + 2,30°—2,50° C., gengur þorskurinn upp á grunnin. En hitinn þarf að verða + 3° C. við botn til þess, að lúðan gangi upp á grunnin. Frá 15. júlí til 15. ágúst eða lengur, er fiskurinn laus við botn og eltir síli upp í sjó. Fyrir stríð stóðu Færeyingar á því, að þá gengi fiskurinn að landinu inn í sund og firði, og kærðu til Dana- stjórnar, að þeim væri fyrirmunað að elta hann þang- að og fá afla í skipin. Þá fengu Færeyingar leyfi til þess að veiða með öngli og steini inn að fjarðaropun- um á stórum svæðum við Grænland, en ekki fengu þeir leyfi til að fara inn í firðina. Hvað mikið kveður 'að þessari göngu fisksins inn að landinu, skal látið ósagt. Víst er þar á móti, að fiskur- inn gengur í stórum torfum norður með landinu og eltir síli. Ef íslenzkir sjómenn hafa ekki orðið þessa varir við Grænland, þá hafa þeir komið of seint til þess, að vera vitni að því. — Grunnin, þar sem sjór- inn nær fyrst nægilegum hita við botn, mun vera Litla-Lúðugrunn og Heldersgrunn út af Straumfirði, og þá fyllist þarna af fiski. En fyrst allöngu eftir það hitnar sjórinn svo mikið yfir Stóra-Lúðugrunni þar fyrir norðan, að þar verði lífvænlegt fyrir fisk, og streymir fiskur þá þangað norður, en Stóra-Lúðu- grunn er mikið svæði. Og ef satt er, að þorskur hafi á undanförnum árum gengið allt norður til Króks- fjgrðar, getur aðeins verið að ræða um göngu á yfir- borði sjávarins — en auðvitað kemur ekki til mála, að fiskiskip fari nándar nærri svo langt norður, nema til hákarlaveiða. Fall úr hlaöi er fararheill. Sumarið 986 létu 25 land- námsskip frá íslandi í haf til Grænlands. Þau lentu í hafgerðingum, en hafgerðingar eru það, sem á Morg- unblaðsmáli er kallað „flóðbylgja" og stafa af jarö- röskun neðansjávar. Sum landnámsskipin týndust, en sum sneru aftur, en 14 komust út. Þessi 14 skip helguðu þ.ióð vorri þann eignar- og yfirráðarétt yfir Græn- landi, sem hún á enn. Þetta var upphafið að fundi Vesturheims og landkönnunar þar og mikilla landnáma íslendinga á Grænlandi og í vesturlöndunum. Síðastliðið sumar lögðu þrír fiskileiðangrar frá Is- lendi af stað til Vestur-Grænlands. Þetta var eflaust mesta skipaganga af íslandi til Grænlands, er sögur fara af síðan 986. Ekki lentu skip þessi í hafgerðing- um, og öll komu þau heilu og höldnu með afla frá Grænlandi til ákvörðunarstaðar, íslands og Vestur- heims, en þangað vestur fór Björgvin Bjarnason með sín skip, að kanna fornar slóðir feðra vorra þar. Veruleg mistök munu hafa orðið á þessari Græn- landsútgerð, en fall úr hlaði er fararheiIT. Sameigin-. legt fyrir öll skipin var það, að þau komu mikið til of seint til Grænlands. Og svo er heldur ekki að sjá, sem þau hafi fylgt fiskigöngunni norður með landinu. Strax V I K I N G U R 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.