Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						seint í aprll sl. vor bárust frá Grænlandi fregnir vua
mikinn afla í fjörðum með heitum botnsjó, t. d. í
Rangafirði, eflaust af hrygnandi fiski. Er norsk skip
komu til Grænlands f maí, lentu þau í mokfiski, frá-
leitt á grunnunum, heldur á djúpmiðunum í röndum
grunnanna. Um mánaðamótin júní og- júlí bárust sam-
hl.jóða fregnir frá Noregi og Færeyjum, um að meiri
afli hefði verið við Grænland undanfarið vor en nokkru
sinni fyrr. Er íslenzku skipin komu til Grænlands í
júlí, munu Norðmenn og Færeyingar hafa sagt þeim,
að aflinn væri að þessu sinni búinn. En fyrstu eða
fyrstu tvær vikurnar, sem fslendingarnir voru við
Grænland, mun þeim hafa sýnst, sem fiskur væri á
hverju járni hjá þeim. En þá var komið fram um
miðjan júlí, og sá tími kominn, þegar fiskurinn er
kominn á ferð og flaug upp í sjó að elta sfli óg á
göngu norður með landinu. Virtist íslendingunum, sem
staðbundnir voru við ákveðnar hafnir, aflinn verða
rýr og vera rýr úr því, en þó glæðast með haustinu.
Það mun og sannmæli Norðmanna og Færeyinga, að
eftir miðjan júlí í sumar hafi aflinn við Grænland
verið rýrari en nokkru sinni .fyrr. Þetta segir ekki
það, að lítið fiskjar hafi verið við Grænland. Það má
allt eins vel skýra það svo, að fiskurinn hafi gengið
af veiðisvæðinu þar sem skipin héldu sig og þangað,
sem skipin náðu ekki til hans, t. d. lengra norður.
Eftirtektarvert og góðs viti er það, að allir þeir
Gi'ænlandsfarar, er látið hafa heyra til sín, hafa sagt,
að erfiðleikarnir fyrir íslenzka útgerð við Grænland
væru ekki meiri en að auðvelt mundi að yfirstíga þá.
Allir voru þeir og, þrátt fyrir nokkur vonbrigði sl.
sumar, harðtrúaðir á mikla framtíð íslenzkrar útgerð-
ar við Grænland. — Já, og hvi skyldu beztu og
ötulustu fiskimenn veraldarinnar ekki ^geta aflað við
Grænland eins og fjöldi annara fiskiþjóða, og það
jafnvel þjóðir, sem eru mörgum sinnum afkastaminni
við fiskveiðar en íslendingar.
íslendingar kvörtuðu undan. því, að fyrsti fiskurinn,
sem þeir veiddu við Grænland, hefði verið mjög magur.
Er varla nokkuð undariegt við það, þar sem þessi
fiskur var sennilega nýhrygndur, og má ske, staðið í
sveltu á djúpmiðunum síðari hluta vetrarins. Síðsum-
ars og um haustið var Grænlandsfiskurinn orðinn feit-
ur, og að því leyti ekki frábrugðinn fiski hér við land.
Reykvíkingar munu ekki hafa bragðað feitari eða betri
fisk en þann, sem botnvörpungur Tryggva Ófeigssonar
kom með frá Grænlandi í fyrrahaust, og var seldur
hér í fiskbúðum í þrjá daga, svo nálega hver einasti
Reykvfkingur hefur hlotið að bragða hann.
Breytt útgerðaruiöhorf viö Grœnland. Fyrst var út-
gerð við Grænland aðeins stunduð í júlí og ágóst, og
skipin héldu heim fyrstu dagana í september eða fyrr.
Svo fundu menn út, að fiskurinn stóð djúpt í grunn-
brúnunum í júní, og svo reyndist hann vera þar, þótt
komið værl í maí. Og ég er ekki í efa um, að ef skip
kæmu á þessar slóðir í apríl, mundu þau finna hrygn-
andi þorsk djúpt í brúnum eða höllum grunnanna. En
enginn hefur svo ég viti, reynt þetta ennþá. — Menn
urðu þess og varir, að fiskurinn hélst við á grunn-
unum lengur fram á sumarið en aðeins tvo heitustu
mánuði ársins. Nú eru skip farin að stunda þar veiðar
fram í október, og hefur aflinn sízt verið minni en á
næstu mánuðum á undan.
Sú er skoðun mfn, að enn hafi ekkert skip stundað
veiðar við Grænland á bezta aflatímanum þar, og að
hann byrji þegar fiskurinn er genginn að norðan og
genginn spikfeitur af grunnunum niður í heita sjó-
inn í höllum grunnanna. Þá er að vísu kominn vetur.
En stundum við ekki veiðar hér við land að vetrinum,
og hvar í veröldinni er sjór ekki stundaður að vetrin-
um, ef aflavon er? Það er sízt erfiðara að stunda sjó
við Grænland að vetrinum en hér. Á fyrri hluta sum-
ars er mikill ís við Grænland, en á fyrri hluta vetrar
svo til enginn. Á breiddarstigum fslands er vetrar-
nóttin ekki dimmri þar en hér, en bjartari sunnar.
Kuldinn er varla meiri en við Norðurland. Hið ein-
asta, sem þama gæti verið að óttast, er ísing, en eng-
in reynsla er fengin um það.
Af sjónarmiðum Dana í þessum efnum skyldi eng-
inn láta blekkjast. Elztu núlifandi menn muna það,
að Danir töldu ósiglandi til íslands nema yfir sumarið,
þótt fslendingar stunduðu sjó á þessu sama hafi á opn-
um bátum. Að Danir töldu ekki vetrarsiglingu til Græn-
lands háskameiri en til íslands, má sjá af því, að
hinir litlu segl-kuggar, sem einokunai*verzlunin sendi
til hinna íslausu hafna á vesturströnd Grænlands, létu
í haf frá Kaupmannahöfn um miðjan marz, og eftir
að hreyfill var settur í þá, mun þetta lítið hafa breytzt.
Síðustu verzlunarskipin frá Grænlandi koma nú til
Kaupmannahafnar rétt fyrir jólin ár hvert og þótt þessi
gufuskip leggi ekki af stað til Grænlands aftur strax
eftir nýárið eins og íslandsskipin, stafar það ekki af
því, að' sjórinn sé ófærari til Grænlands en til íslands,
heldur starfa þar af værukærð þeirri og makindum, er
einokunarverzluninni fylgir.
Er íslendingar fara að stunda veiðar við Grænland,
munu þeir komast að raun um allt þetta.
En nú hlýtur það að vera samhljóða krafa allrar
íslenzku þjóðarinnar, að reynsla sú, sem fékkst við
Grænland síðastliðið sumar, verði hagnýtt út f yztu
æsar. Verði það gert, þá mun vel fara, og íslenzk út-
gerð eflast við Grænland.
En útgerðar- og fiskihagsmunir vorir mega með
engu móti varpa skugga á það meginmál allra mála,
að íslendingar eiga enn óskertan hinn forna eignar- og
yfirráðarétt sinn yfir Grænlandi, og mest ríður á því,
að knýja fram viðurkenningu á þessum rétti vorum.
Enda munu fslendingar þá fyrst fá full not af Græn-
landi, er þeim eru allar hafnir þar jafn frjálsar og
þeir geta verið þar ajls staðar heima hjá sér.
Jón Dúasoth
176
Y I K I N B U R
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 137
Blašsķša 137
Blašsķša 138
Blašsķša 138
Blašsķša 139
Blašsķša 139
Blašsķša 140
Blašsķša 140
Blašsķša 141
Blašsķša 141
Blašsķša 142
Blašsķša 142
Blašsķša 143
Blašsķša 143
Blašsķša 144
Blašsķša 144
Blašsķša 145
Blašsķša 145
Blašsķša 146
Blašsķša 146
Blašsķša 147
Blašsķša 147
Blašsķša 148
Blašsķša 148
Blašsķša 149
Blašsķša 149
Blašsķša 150
Blašsķša 150
Blašsķša 151
Blašsķša 151
Blašsķša 152
Blašsķša 152
Blašsķša 153
Blašsķša 153
Blašsķša 154
Blašsķša 154
Blašsķša 155
Blašsķša 155
Blašsķša 156
Blašsķša 156
Blašsķša 157
Blašsķša 157
Blašsķša 158
Blašsķša 158
Blašsķša 159
Blašsķša 159
Blašsķša 160
Blašsķša 160
Blašsķša 161
Blašsķša 161
Blašsķša 162
Blašsķša 162
Blašsķša 163
Blašsķša 163
Blašsķša 164
Blašsķša 164
Blašsķša 165
Blašsķša 165
Blašsķša 166
Blašsķša 166
Blašsķša 167
Blašsķša 167
Blašsķša 168
Blašsķša 168
Blašsķša 169
Blašsķša 169
Blašsķša 170
Blašsķša 170
Blašsķša 171
Blašsķša 171
Blašsķša 172
Blašsķša 172
Blašsķša 173
Blašsķša 173
Blašsķša 174
Blašsķša 174
Blašsķša 175
Blašsķša 175
Blašsķša 176
Blašsķša 176
Blašsķša 177
Blašsķša 177
Blašsķša 178
Blašsķša 178
Blašsķša 179
Blašsķša 179
Blašsķša 180
Blašsķša 180
Blašsķša 181
Blašsķša 181
Blašsķša 182
Blašsķša 182
Blašsķša 183
Blašsķša 183
Blašsķša 184
Blašsķša 184
Blašsķša 185
Blašsķša 185
Blašsķša 186
Blašsķša 186
Blašsķša 187
Blašsķša 187
Blašsķša 188
Blašsķša 188
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192
Blašsķša 193
Blašsķša 193
Blašsķša 194
Blašsķša 194
Blašsķša 195
Blašsķša 195
Blašsķša 196
Blašsķša 196
Blašsķša 197
Blašsķša 197
Blašsķša 198
Blašsķša 198
Blašsķša 199
Blašsķša 199
Blašsķša 200
Blašsķša 200