Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						Gils Gi$mund*»on:
ÞÆTTIR ÚR  SIGLINGASÖGU II.
í hlekkjum galeiðanna
Fyrir hér um bil 2700 árum stóð maður
nokkur á strönd Litlu-Asíu, hlýddi á gnauð
sjávar og skraf bylgju við fjörusteina. 1
fjarska heyrði hann árum lostið í sjó og til
hans bárust ómar af köllum stýrimanna og
fyrirliða á skipum úti. Sjónvana augum starði
hann út á sæinn, hirm heillandi, lokkandi, en
þó svo viðsjála og hættulega sæ. Maðurinn var
skáld, mikið skáld, og þó segja sagnir, að hann
hafi verið blindur. Skáldið, sem ritaði allra
manna bezt um fegurð og skrúð náttúrunnar,
gladdist innilega yfir litaljóma hennar og
hafði á hraðbergi tíu litmikil lýsingarorð þar
áem aðrir kunnu eitt, var sviptur ljósi þessa
beims. Einkennileg eru örlögin. Beethoven
heyrnarlaus, Hómer blindur. Þannig hefur sag-
an geymt minninguna um þessa tvo snillinga
heyrnar og sjónar. — Hómer, hið blinda skáld
á Litlu-Asíuströndum, ritaði víðfrægustu sjó-
ferða- og sjóhrakningasögu, sem nokkru sinni
hefur verið skráð. Hlýðum nú á frásögn hans
litla stund:
„En er þau komu til skipsins og sjávarins,
þá tóku hinir ágætu flutningsmenn við drykkn-
um og öllum vistunum og komu því fyrir niðri
í skipinu. Þeir breiddu glitábreiðu og línklæði
undir Odysseif uppi á afturþiljum skipsins, til
þess að hann gæti sofið vært. Síðan steig
hann upp í og lagðist niður þegjandi, en þeir
settust á þófturnar, hver í sínu rúmi, losuðu
festina úr steinsauganu, tóku síðan bakföll og
þeyttu sjónum á árablaðinu. Nú féll fastasvefn
á augu Odysseifs, einhver sætasti værðarblund-
ur, einna líkastur dauða. En skipinu fór sem
hestum á sléttum velli, þeim er beitt er f jórum
saman fyrir kerru: jafnskjótt og drepið er á
þá keyrinu, bregða þeir við allir senn, reisa
sig hátt og renna skeiðið hvatlega: svo reis
afturstafn skipsins, en mórauð alda hins brim-
ótta hafs geysaði fyrir aftan skutinn; en skip-
ið hljóp einlægt í stöðugri rás. og ekki myndi
smyrillinn, sem er fugla léttfleygastur, hafa
getað fylgt því, svo hvatlega hljóp það og
renndi sér gegnum sjóarbylgjuraar".
VÍKINGUR
Þetta var brot úr þrettánda þætti Odysseifs-
kviðu, en sá þáttur lýsir því, þegar siglinga-
mennirnir Feakar flytja Odysseif heim til
íþöku.
1 öðrum kafla lýsir Hómer hrakningum
Odysseifs á þessa leið:
„Stigum vér þegar á skip, reistum siglutréð,
drógum upp hin hvítu segl og lögðum út á
hið víða haf. En er vér vorum komnir svo
langt frá eyjunni. að hvergi sást til landa, og
ekki nema himin og haf, þá lét Krónusson
svartan mökk upp stíga uppi yfir hinu rúm-
góða skipi, og varð dimmt á sjónum, þar sem
mökkurinn var y'fir. Skipið hljóp þá ekki lengi,
því allt í einu kom hvínandi útnyrðingur æð-
andi með miklu hreggi. Vindbylurinn sleit
sundur báða siglustagina, féll siglutréð þá
aftur í skipið og allur reiðinn kastaðist ofan
í austurrúmið, en tréð kom í höfuð stýri-
mannsins, sem var í skutnum, og mölvaði
sundur hvert bein í höfðinu, steyptist hann
þá ofan af þiljunum, eins óg kafhlaupari, og
hvarf lífið úr beinum hans. í sama vetfangi
þrumaði Seifur og kastaði reiðarslagi á skipið,
en það hringsnerist allt og fylltist brennusteini,
þá það var lostið af reiðarslagi Seifs; féllu
skipverjar þá útbyrðis og velktust í bylgjunum
umhverfis hið svarta skip, eins og krákur, og
lét guð þeim ekki heimkomu auðið verða".
Margar fleiri sjóferðalýsingar er að finna í
Odysseifskviðu, sem vissulega hefði verið fróð-
legt og skemmtilegt að vitna til, þótt rúmið
leyfi það ekki. Að vísu er Odysseifskviða skáld-
rit. En hitt er þó vafalaust, að höfundur henn-
ar miðar lýsingar sínar mjög við það að greina
frá nánustu fortíð. Þess vegna gefur þessi
undarlega sjóhrakningasaga ýmsar markverð-
ar upplýsingar um skip og siglingar á Mið-
jarðarhafi eins og slíkt var 800—600 árum
fyrir Krists burð.
Um hvaða slóðir sigldi Odysseifur borga-
brjótur, eftir að hann hafði unnið afrek sín
við Tróju? Margir fræðimenn hafa gert sér
það til skemmtunar að ákvarða leiðir þær, er
177
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 137
Blašsķša 137
Blašsķša 138
Blašsķša 138
Blašsķša 139
Blašsķša 139
Blašsķša 140
Blašsķša 140
Blašsķša 141
Blašsķša 141
Blašsķša 142
Blašsķša 142
Blašsķša 143
Blašsķša 143
Blašsķša 144
Blašsķša 144
Blašsķša 145
Blašsķša 145
Blašsķša 146
Blašsķša 146
Blašsķša 147
Blašsķša 147
Blašsķša 148
Blašsķša 148
Blašsķša 149
Blašsķša 149
Blašsķša 150
Blašsķša 150
Blašsķša 151
Blašsķša 151
Blašsķša 152
Blašsķša 152
Blašsķša 153
Blašsķša 153
Blašsķša 154
Blašsķša 154
Blašsķša 155
Blašsķša 155
Blašsķša 156
Blašsķša 156
Blašsķša 157
Blašsķša 157
Blašsķša 158
Blašsķša 158
Blašsķša 159
Blašsķša 159
Blašsķša 160
Blašsķša 160
Blašsķša 161
Blašsķša 161
Blašsķša 162
Blašsķša 162
Blašsķša 163
Blašsķša 163
Blašsķša 164
Blašsķša 164
Blašsķša 165
Blašsķša 165
Blašsķša 166
Blašsķša 166
Blašsķša 167
Blašsķša 167
Blašsķša 168
Blašsķša 168
Blašsķša 169
Blašsķša 169
Blašsķša 170
Blašsķša 170
Blašsķša 171
Blašsķša 171
Blašsķša 172
Blašsķša 172
Blašsķša 173
Blašsķša 173
Blašsķša 174
Blašsķša 174
Blašsķša 175
Blašsķša 175
Blašsķša 176
Blašsķša 176
Blašsķša 177
Blašsķša 177
Blašsķša 178
Blašsķša 178
Blašsķša 179
Blašsķša 179
Blašsķša 180
Blašsķša 180
Blašsķša 181
Blašsķša 181
Blašsķša 182
Blašsķša 182
Blašsķša 183
Blašsķša 183
Blašsķša 184
Blašsķša 184
Blašsķša 185
Blašsķša 185
Blašsķša 186
Blašsķša 186
Blašsķša 187
Blašsķša 187
Blašsķša 188
Blašsķša 188
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192
Blašsķša 193
Blašsķša 193
Blašsķša 194
Blašsķša 194
Blašsķša 195
Blašsķša 195
Blašsķša 196
Blašsķša 196
Blašsķša 197
Blašsķša 197
Blašsķša 198
Blašsķša 198
Blašsķša 199
Blašsķša 199
Blašsķša 200
Blašsķša 200