Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 42
hann f<5r, og hafa niðurstöðurnar engan veg- inn verið á einn veg. Sannleikurinn er sá, að aldrei verður úr því skorið með neinni vissu, naumast að því leiddar skynsamlegar líkur, því að Hómer vissi það ekki sjálfur. Þótt Hellenar notfærðu sér með frábærum hætti meginhluta þeirrar þekkingar og reynslu, sem aðrar þjóðir höfðu aflað sér smám saman, og bæru raunar uppi heimsmenninguna um margra alda skeið, sýnir Odysseifskviða glöggt takmarkanir þessarar menningar á sviðum landafræði, náttúruvísinda og tækni, engu síður en fullkomnun hennar í frásagnarsnilld og fögrum listum. Hómer þekkir vel grísku eyj- arnar og nánasta umhverfi þeirra. Messína- sund er honum einnig kunnugt. Lýsir hann straumum þar og iðuköstum á táknrænan og eftirminnilegan hátt. Liparisku eyjarnar hefur hann þekkt og Tripolistrendur. þar sem lotos- æturnar búa, en þó er nú ævintýrablær frá- sagnarinnar tekinn mjög að vaxa. Og þegar fjær kemur Hellas verður allt í meiri þoku. Fönikía, Cyprus og Egyptaland eru hálfgerð skuggalönd. Hann veit að vísu um tilveru þeirra, en naumast hvar þau eru. Kunnugt er honum um Svartahafið, en hefur enga hug- mynd* um, hvað við tekur, þegar því sleppir. Sú veröld, sem Hómer þekkir, er Miðjarðarhaf- ið, „miðdepill veraldar", og strendurnar báð- um megin þess: Hver sá, sem ferðast eitthvað út. fyrir þetta svæði, mun að öllum líkindum farast í ofsafengnum stormum og hafróti eða verða drepinn af flögðum, finngálknum og öðr- um kynjaverum, sem byggja þessa útjaðra veraldar, utar hinum eiginlegu mannheimum. Fari einhver einu fótmáli of langt, stendur hann fyrr en varir við dyr Hadesar, Myrk- heima. Sigli nokkur eða hrekizt út fyrir kunnar siglingaleiðir, tekur brátt við hinn djúpi jarð- straumur, sem umlykur veröld alla. Þar er allt hulið dimmu og boku, hvergi 1 jósgeisli, döpur og endalaus nóttin ríkir þar ein. Því er ekki að neita, að hugmyndir Hellena um veröldina og eðli hennar skýrðust nokkuð alllöngu eftir dauða Hómers. Hellenar kom- ust dálítið suður í Afríku, austur í Asíu og norður undir Alpaf jöll. Heimsmynd þeirra mót- aðist og var sett í kerfi. Varð sú heimsmynd ótrúlega lífseig, þrátt fyrir uppgötvanir vís- indamanna, sem hefðu átt að kollvarpa henni. Lærðir menn meðal Hellena vissu, að jörðin var hnöttótt. Þeir höfðu einnig gert sér það ljóst, að jörðin fékk ljós sitt og hita frá sól- inni. En þeir töldu, að sólin væri miklu nær jörðu en hún er. Frá því á 5. öld fyrir Krist ríkti sú skoðun óskorað, að líf gæti ekki þrif- izt vegna hita á þeim svæðum jarðar, sem næst væru sólu, en kuldinn eyddi öllu lífi á stórum svæðum fjærst sólu. Miðjarðarhaf hugðu Grikkir í nokkurn veg- inn hæfilegri fjarlægð frá sólinni. En ef haldið væri í suður, inn í Afríku, myndi hitinn auk- ast eftir því sem sunnar drægi, vegna þess, hve nálgaðist sólina. Væri ferðinni haldið áfram, yrði loks fyrir sá staður, þar sem engin lífvera gæti þrifizt. Þar væru berir klettar, brennandi heitir, og vatn allt sjóðandi. Væri á hinn bóginn haldið í norðurátt frá Miðjarð- arhafi, myndi kuldinn aukast jafnt og þétt, unz þar kæmi, að allt líf króknaði útaf í bruna-gaddi, — þar væri hvert haf botnfrosið og helköld hrímþoka lægi yfir öllu, svo að því væri líkast sem samfrosta hefðu orðið him- inn og haf. Munu fræðimenn fornaldar lengi hafa litið svo á, að mörk hins eilífa kulda, þar sem engu lífi var vært, myndu vera rétt fyrir norðan Bretlandseyjar. Þessi heimsmynd Hellana varð mikill þrösk- uldur í vegi siglinga, könnunarferða og þar með umbóta í skipagerð. öldum saman hjakk- aði að heita mátti í sama fari. Munurinn á skipum Hellena 800—500 árum fyrir Krists burð, og skipum þeim, er Rómverjar notuðu alla stórveldistíð sína, var ákaflega smávægi- legur. Helzt var hann fólginn í því, að skipin urðu nokkru stærri, er fram liðu stundir, og Rómverjum tókst að hagnýta betur hinn ódýra og kappnóga mannafla við árarnar. Það mátti einu gilda, þótt einstakir afreks- menn sönnuðu það bókstaflega með siglingum sínum, að hugmyndir Hellena um ægikulda og önnur býsn, sem tortíma átti öllu lífi á norður- slóðum, væru hégiljur einar og hindurvitni. Þeir voru taldir lygarar og ómerkingar. I stað þess að viðurkenna afrek þeirra, var mannorðið af þeim tekið og þeim hæddir og níddir. Sá landkönnuður fornaldarinnar, sem stór- felldast siglingaafrek vann, hlaut hvað mest ámælið. LTm tvö þúsund ára skeið var hann talinn ófyrirleitnasti reginlygari, sem sögur fóru af. I dag er hann viðurkenndur snjall vísindamaður, frábær sjóhetja og afburða land- könnuður. Um hann hefur verið sagt, að hann sameini meginkosti Kólumbusar annars vegar og Darwins hins vegar. Hann hét Pyþeas og var frá Massilíu á Suður-Frakklandi, en Massilía var grísk ný- lenda. Skýi*slu ritaði Pyþeas um för sína, en hún lenti því miður í ómjúkum höndum manna, sem trúðu henni ekki; sumir tóku úr henni klausur til þess eins að hæðast að Pyþeasi, aðrir voru að burðast við að leiðrétta ímynd- aðar skekkjur og skröksagnir, er þeir þóttust V í K I N G U R 17B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.