Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						frægasti sjóræningi sögunnar
Hér verður sagt frá óskammfeilnasta sjóræningjan-
um, sem uppi hefur verið. Manninum, sem mestan ótta
vakti um allar Vestur-Indíur, Henry Morgan, mesta
erkiþorpara í sjóræningjahópi.
Um 1670 átti Morgan og réði fyrir heilum flota, 37
velbúnum skipum, og var áhöfn þeirra yfir 2000 manns.
Morgan bjó yfir ráðagerð, sem hann hélt þó leyndri
um  sinn, en brátt varð til þess  að vekja  skelfingu
um allar Vestur-Indíur, og einnig í Evrópu.
Ætlun Morgans var að ráðast á og ræna stærstu
og ríkustu borg Ameríku, Panama, sem var aðal
geymslustaður góðmálma þeirra, er Spánverjar fluttu
árlega þangað frá hinum auðugu námum í Perú og
Mexico.
Hefði Morgan gert uppskátt um þessa ráðagerð mundi
hann hafa verið álitinn vitskertur. Panama var vel
víggirt stórborg. í borginni voru meira en 7000 stein-
hús, átta klaustur og tvær skrautlegar kirkjur. Tvö
þúsund húsanna máttu hallir kallast, og voru eign
auðugustu manna Nýja heimsins.
Að gera árás á þessa borg, með hópi slíkra ævin-
týramanna, er saman höfðu safnazt úr öllum áttum,
mátti því sýnast óðsmannsætlun. En hvað sem segja
métti um Morgan, var víst, að hræðast kunni hann ekki.
Aftur á móti þekkti hann vel kjark sjóræningja sinna
og gullgræðgi.
Þegar hann hafði unnið tvö vígi, er verja skyldu
leiðina yfir Panamaeiðið, skipulagði hann árásarher
sinn, sem var myndaður af aðeins 1400 völdum mönn-
um. Liðstyrkurinn var fluttur í 36 stórum eikjum og
7 slúffum upp eftir Chagrefljótinu.
Á undan hafði Morgan sett varaforingja sinn, Collier,
með sex skip og 300 menn til þess að afla vista til
ferðarinnar. Plestir þeirra manna voru fyrrverandi
„búkanerar", þ. e. menn,' sem lifað höfðu á því að
veiða villinaut og þurrka kjöt þeirra.
Þessir veiðimenn, sem orðlagðir voru fyrir þrek og
hugrekki, öfluðu ríkulegra birgða til ferðarinnar. En
þegar víkingarnir hófu för sína reyndist aðeins rúm
fyrir mjög Htið af vistum í bátunum. Morgan hrædd-
ist slíkt þó ekki. Hann treysti því að allar nauðsyn-
legar vistir mundu fáanlegar á leiðinni yfir eiðið.
Brátt brugðust þó þær vonir. Spánverjar höfðu feng-
ið njósnir um hvað Morgan og hinir villtu herskarar
hans höfðu í huga. Allir nýlendumenn meðfram fljót-
inu höfðu yfirgefið heimkynni sín. Áður höfðu þeir
þó rekið nautgripi sína á brott, en brennt og eyðilagt
hálfþroskaða ávexti og kornið á ökrunum. Innan fárra
daga voru allar vistir þrotnar, og ræningjarnir urðu
að láta sér nægja tóbak, sem þeir reyktu eða tuggðu
sér til hressingar. Pljótlega urðu þeir að yfirgefa hina
auðveldu vatnaleið. Spánverjar höfðu varpað stórum
trjábolum í fljótið. Þegar þeir um síðir komust til
þorpsins Terra Cavallos, eftir hræðilega göngu, yfir
óheilnæm fen, var þar allt autt og yfirgefið. Ræn-
ingjarnir urðu að gera sér að góðu nokkra leðursekki
og ósútaðar húðir, sem þeir börðu unz þær urðu mjúkar
og steiktu síðan á glóð.
Ýmsir hinna ólmu sjóræningja buguðust og voru
skildir eftir til þess að mæta örlögum sínum, — hung-
urdauðanum, eða því að lenda í höndum Indíána.
Hinn fámenni her náði þó að lokum takmörkunum
milli Carabískahafsins og Kyrrahafs. Og nú áttu þeir
aðeins eftir átta mílur til Panama. En leiðin var erfið.
Sulturinn herjaði meðal sjóræningjanna, og hvarvetna
lágu Indíánar, sem lögðust á eitt með Spánverjum, í
launsátri, og unnu mörgum grand, sem aftur úr drógust.
Á þennan hátt fækkaði liðstyrknum ískyggilega áður
en víkingarnir, á níunda degi, sáu Kyrrahafið af fjalli
einu.
í dal einum neðan undir fjallinu gengu stórar hjarð-
ir kvikfénaðar á grasi. Sjóræningjarnir ráku upp fagn-
aðaróp, og á svipstundu höfðu hinir æfðu nautaveiði-
menn drepið fjölda nauta. Sjóræningjarnir réðust á
kjötið og hvomuðu það í sig svo blóðið rann í lækjum
úr skegginu á þeim. Nú voru erfiði og hættur gleymd-
ar. Með endurnýjuðum kröftum sóttu þeir hratt fram
unz þeir, á tíunda degi sáu turna og þök Panama-
borgar í fjarlægð.
Líkt og krossfarendur æptu fagnaðaróp, er þeir litu
Jerúsalem í fyrsta sinni, þannig æptu og hrópuðu vík-
ingarnir nú villtir af gleði. Morgan og foringjar hans
héldu herráð. Þó hin auðuga borg væri nú svona nærri,
voru síðustu skrefin vissulega jafnerfið og öll leiðin
sem að baki lá. Sléttan milli þeirra og borgarinnar var
að mestu leyti vaxin ófæru kjarri á milli botnlausra
fenja. Eini vegurinn, sem til borgarinnar lá, var var-
inn af rammgervum virkjum, sem búin voru stói'um
fallbyssum.
Riddarar þyrptust út úr borginni á móti víkingun-
um og æptu til þeirra: „Brátt skuluð þið fá að kynn-
ast okkur, hundarnir ykkar", öskruðu þeir og skóku
sverð sín.
Tvö hundruð vel vopnaðir hermenn gengu hergöngu
út úr borginni og leituðust við að ná aðstöðu til þess
að geta varnað víkingunum að hafa möguleíka til und-
VI KlN B U R
1B1
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 137
Blašsķša 137
Blašsķša 138
Blašsķša 138
Blašsķša 139
Blašsķša 139
Blašsķša 140
Blašsķša 140
Blašsķša 141
Blašsķša 141
Blašsķša 142
Blašsķša 142
Blašsķša 143
Blašsķša 143
Blašsķša 144
Blašsķša 144
Blašsķša 145
Blašsķša 145
Blašsķša 146
Blašsķša 146
Blašsķša 147
Blašsķša 147
Blašsķša 148
Blašsķša 148
Blašsķša 149
Blašsķša 149
Blašsķša 150
Blašsķša 150
Blašsķša 151
Blašsķša 151
Blašsķša 152
Blašsķša 152
Blašsķša 153
Blašsķša 153
Blašsķša 154
Blašsķša 154
Blašsķša 155
Blašsķša 155
Blašsķša 156
Blašsķša 156
Blašsķša 157
Blašsķša 157
Blašsķša 158
Blašsķša 158
Blašsķša 159
Blašsķša 159
Blašsķša 160
Blašsķša 160
Blašsķša 161
Blašsķša 161
Blašsķša 162
Blašsķša 162
Blašsķša 163
Blašsķša 163
Blašsķša 164
Blašsķša 164
Blašsķša 165
Blašsķša 165
Blašsķša 166
Blašsķša 166
Blašsķša 167
Blašsķša 167
Blašsķša 168
Blašsķša 168
Blašsķša 169
Blašsķša 169
Blašsķša 170
Blašsķša 170
Blašsķša 171
Blašsķša 171
Blašsķša 172
Blašsķša 172
Blašsķša 173
Blašsķša 173
Blašsķša 174
Blašsķša 174
Blašsķša 175
Blašsķša 175
Blašsķša 176
Blašsķša 176
Blašsķša 177
Blašsķša 177
Blašsķša 178
Blašsķša 178
Blašsķša 179
Blašsķša 179
Blašsķša 180
Blašsķša 180
Blašsķša 181
Blašsķša 181
Blašsķša 182
Blašsķša 182
Blašsķša 183
Blašsķša 183
Blašsķša 184
Blašsķša 184
Blašsķša 185
Blašsķša 185
Blašsķša 186
Blašsķša 186
Blašsķša 187
Blašsķša 187
Blašsķša 188
Blašsķša 188
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192
Blašsķša 193
Blašsķša 193
Blašsķša 194
Blašsķša 194
Blašsķša 195
Blašsķša 195
Blašsķša 196
Blašsķša 196
Blašsķša 197
Blašsķša 197
Blašsķša 198
Blašsķša 198
Blašsķša 199
Blašsķša 199
Blašsķša 200
Blašsķša 200