Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						Stefan Zweig:
Fundnar Filippseyjar
Ferdínund Maghellan, sægarpurinn mikli, aem fyretur aigldi umhverfis hnöttinn,
er af mörgum talinn mesti könnuður hafa og landa, sem uppi hefur verið — jafnvel
meiri en Kólumbus. Maghellan var fæddur í Óportó í Portúgal árið 1480. Á unga aldri
dvaldist hann um skeið í Indlandi. Árið 1519 var honum falin forysta spænsks könn-
unarleiðangurs, sem átti að finna vesturleið til Kryddeyjanna svonefndu. (Mólúkka-
eyja). Var förin hafin á fimm skipum og lagt af stað 20. september 1519. Komst léið-
angurinn snemma vetrar til Patagóníu í Suður-Ameríku, en um vorið, þegar Maghellan
ætlaði að halda fyrir suðurodda Ameriku og norður Kyrrahaf (er hann nefndi svo
fyrstur manna), var gerð uppreisn gegn honum. Maghellan hélt þó áfram, þrátt fyrir
geigvænlega erfiðleika, og í eftirfarandi kafla segir rithöfundurinn frægi, Stefan
Zveig, frá siglingunni um Kyrrahaf og fundi Filippseyja. — Þess skal loks getið, aö
Maghellan féll í skærum við villimenn á Filippseyjum, fáum vikum eftir að hann hafði
unnið afrek það, sem lýst er hér l kaflanum — að sigla nálega umhverfis hnöttinn.
En orðstír hans lifir og nafn hans er skráð óafmáanlegu letri á spjöld sögunnar.
Fyrsta siglingin yfir þetta haf, sem hingað til hafði
verið nafnlaust — „haf, sem svo er víðáttumikið, að
ofvaxið er mannlegu ímyndunarafli", eins og stendur
í bréfi Maximilians Transylvanusar — er eitt af ódauð-
legustu afrekum mannkynsins. Sigling Kolumbusar út
á hinn óendanlega hafflöt var talin á hans tímum og
á öllum tímum aðdáanlega djarfleg. En jafnvel sú ferð
getur ekki talizt sambærileg við þessa siglingu Magell-
ans, sem framkvæmd var þrátt fyrir harðrétti og skort.
Hin þrjú skip Kolumbusar voru öll nýkomin úr skipa-
smíðastöðvunum, öll með nýjan reiða og nægar birgðir.
Hann var.ekki nema þrjátíu og þrjá daga í hafi. Viku
áður en hann sá San Salvador, komu í ljós grasflyksur
og nýr rekaviður á sjónum, en landfuglar sáust á flugi.
Sú von hans hlaut því að glæðast, að hann væri að
nálgast meginland. Áhafnir hans voru í fullu fjöri og
vistir svo ríkulegar, að hann hefði getað snúið við og
siglt heim, ef illa hefði til tekizt og hann ekki fundið
land það, sem hann var að leita. Þó hann sigldi út i
óvissuna, hafði hann heimalandið að baki sér sem ör-
uggan griðastað.
Þegar Magellan sigldi út á auðn úthaf sins, haf ði hann
ekki hina kunnu Evrópu að bakhjarli með öruggum,
þægilegum höfnum sínum, heldur hina framandi og
óbyggðu Patagóníu. Menn hans voru þrekaðir eftir
margra mánaða vosbúð og harðrétti. Hungur og bjarg-
arleysi var að baki, hungur og bjargarleysi fylgdi þeim,
og hungur og bja,rgarleysi var framundan. Klæði þeirra
voru slitin, seglin fúin, reiðinn lélegur. í margar vikur
höfðu þeir ekki séð nokkurn mann, ekki fundið snert-
ingu konuhandar, þó að þeir hefðu ekki orð á, hafa þeir
vafalaust öfundað með sjálfum sér hina huguðu félaga
sína, sem flýðu og voru nú á heimleið í stað þess að
vera á reki, eða því sem næst, á hinu endalausa úthafi.
baráttu gegn þessari óstjórn, en var brátt kærður fyrir
stjórninni vegna „hlutdrægni" svo sem að orði var
komizt. Hin duglausa stjórn kallaði Lynch heim og
setti Modyford aftur inn í sitt gamla embætti. En ekki
nóg með það. Sjóræninginn Morgan var aðlaður og
skipaður varalandsstjóri á Jamaica. Þar lifði hann síð-
an eins og konungur, en hélt þó stöðugt fyrri hætti
að fremja alls konar þorparabrögð. Hvað eftir annað
var honum vikið úr embætti, en honum tókst jafnan
að bjarga sér úr öllum klípum.
Morgan dó árið 1688, og var talið að á síðustu ævi-
árum þjáðist hann af samvizkubiti og gæti ekki sofið
á nóttum vegna þess að hann sæi blóðugar sýnir og
heyrði stöðugt kveinstafi og kvalastunur.
Hann dó bráðum og kvalafullum dauða, og talið var
að andlát hans yrði ekki að eðlilegum hætti.
Morgan hafði svartan þræl í þjónustu sinni, greind-
an og duglegan mann, sem Obiman hét. Þessum þræl
gaf hann frelsi og lát hann læra læknisfræði. Þegar
Obiman kom frá námi, gerði Morgan hann aftur að
þræl sínum. Eitt sinn er honum tókst ekki að lækna
veikindi Morgans nógu fljótt, lét Morgan berja hann
og misþyrma honum.
Obiman geymdi sér hefndina. Nokkru síðar þegar
Morgan varð sjúkur, gaf negralæknirinn honum jurta-
eitur, sem lamaði hann og olli honum kvalafullum og
grimmdarlegum dauða. Obiman hvarf áður en Morgan
lézt og náðist aldrei síðan. Þannig er sögnin. Og hafi
sjóræningjahöfðinginn hlotið slíkan dauða, var það. á
engan hátt óverðskuldaður aldurtili.
VI KINQUR
1B3
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 137
Blašsķša 137
Blašsķša 138
Blašsķša 138
Blašsķša 139
Blašsķša 139
Blašsķša 140
Blašsķša 140
Blašsķša 141
Blašsķša 141
Blašsķša 142
Blašsķša 142
Blašsķša 143
Blašsķša 143
Blašsķša 144
Blašsķša 144
Blašsķša 145
Blašsķša 145
Blašsķša 146
Blašsķša 146
Blašsķša 147
Blašsķša 147
Blašsķša 148
Blašsķša 148
Blašsķša 149
Blašsķša 149
Blašsķša 150
Blašsķša 150
Blašsķša 151
Blašsķša 151
Blašsķša 152
Blašsķša 152
Blašsķša 153
Blašsķša 153
Blašsķša 154
Blašsķša 154
Blašsķša 155
Blašsķša 155
Blašsķša 156
Blašsķša 156
Blašsķša 157
Blašsķša 157
Blašsķša 158
Blašsķša 158
Blašsķša 159
Blašsķša 159
Blašsķša 160
Blašsķša 160
Blašsķša 161
Blašsķša 161
Blašsķša 162
Blašsķša 162
Blašsķša 163
Blašsķša 163
Blašsķša 164
Blašsķša 164
Blašsķša 165
Blašsķša 165
Blašsķša 166
Blašsķša 166
Blašsķša 167
Blašsķša 167
Blašsķša 168
Blašsķša 168
Blašsķša 169
Blašsķša 169
Blašsķša 170
Blašsķša 170
Blašsķša 171
Blašsķša 171
Blašsķša 172
Blašsķša 172
Blašsķša 173
Blašsķša 173
Blašsķša 174
Blašsķša 174
Blašsķša 175
Blašsķša 175
Blašsķša 176
Blašsķša 176
Blašsķša 177
Blašsķša 177
Blašsķša 178
Blašsķša 178
Blašsķša 179
Blašsķša 179
Blašsķša 180
Blašsķša 180
Blašsķša 181
Blašsķša 181
Blašsķša 182
Blašsķša 182
Blašsķša 183
Blašsķša 183
Blašsķša 184
Blašsķša 184
Blašsķša 185
Blašsķša 185
Blašsķša 186
Blašsķša 186
Blašsķša 187
Blašsķša 187
Blašsķša 188
Blašsķša 188
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192
Blašsķša 193
Blašsķša 193
Blašsķša 194
Blašsķša 194
Blašsķša 195
Blašsķša 195
Blašsķša 196
Blašsķša 196
Blašsķša 197
Blašsķša 197
Blašsķša 198
Blašsķša 198
Blašsķša 199
Blašsķša 199
Blašsķša 200
Blašsķša 200