Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						upp á þilíar, jafnvel þeir, sem sjúkir voru og höfðu

ekki getað haft fótavist í langan tíma, skreiddust á

fætur. Það var ekki um að villast, þeir voru að nálgast

ey. Bátarnir voru mannaðir í skyndi. Alla dreymdi um

ferskt lindarvatn og um að leggjast fyrir í skuggum

trjánna. Hvílík unun myndi það verða að finna aftur

fasta grund undir fótum í stað hins vaggandi timburs.

Vonbrigðin urðu sár, þegar nær dró eynni, reyndist hún,

og síðan önnur, vera óbyggð og óbyggjanleg, nakið sker

úti í miðju hafi, þar sem hvorki var að fá ferskt vatn

né ferska ávexti. Það var ekki ómaksins vert að taka

þar land. „Fyrst þar var hvorki að finna fólk né hress-

ingu né vistir af nokkru tagi, voru ey þessi og St. Páls-

ey nefndar Desaventuradas — Ógæfueyjarnar". Aftur

var haldið áfram ferðinni yfir hina bláu auðn. Dag

eftir dag og viku eftir viku þokaðist-flotinn áfram á

þessari siglingu, sem ef til vill hefur verið ægilegust,

kvalafyllst og vonlausust allra, er um getur í sögu

mannlegra þjáninga.

Loks 6. marz 1521, þegar sólin kom upp í hundrað-

asta sinn frá því þeir yfirgáfu Cabo Deseado, lýsti hún

yfir landi, sem þeir héldu, að ekki væri annað en ein

af hinum venjulegu hillingum. Þó var einnig þennan

morgun hrópað frá siglutoppinum: „Land! Land!" Það

var á síðustu stundu. Hefðu þeir verið tveim eða þrem

dögum lengur í hafi, myndum vér aldrei hafa spurt

til þessa hetjulega leiðangurs. Með áhöfnum deyjandi

úr hungri hefðu skipin (nú orðin að fljótandi grafreit-

um) haldið áfram hinni takmarkalausu siglingu, þar

til þau hefðu sokkið í stormi eða brotnað í spón við

kletta. En þessi ey var byggð, guði sé lof, og gat veitt

hinum þyrstu svaladrykk. Plotinn var ekki fyrr kom-

inn inn í víkina, hafði varpað akkerum og fellt segl,

en hraðskreiðir bátar lögðu frá landi, litlir, málaðir

bátar með seglum úr fléttuðum pálmablöðum. Hin nöktu

börn náttúrunnar klifruðu fimlega eins og apar upp á

skipin, og svo framandi voru þeim venjur og hugsun-

arháttur siðaðra manna, að þeir létu óðar greipar sópa

um allt, sem hönd á festi. Hlutir hurfu í einni svipan,

líkt og einhver töfrabrögð væru í tafli. Skorið var á

festina, sem bátur Trinidads var bundinn með, og síðan

reru þessir fingralöngu heiðursmenn honum í land. Villi-

mennirnir hremmdu þennan ágæta feng án þess að hafg

nokkurt hugboð um, að athæfi þeirra væri vítavert.

Þessum einföldu og hrekklausu heiðingjum fannst ekk-

ert athugavert við þetta framferði sitt. Þeim fannst

sjálfsagt og rétt að stinga öllu lauslegu í hárið (þar

sem naktir menn hafa enga vasa) alveg eins og Spán-

verjum, páfanum og keisaranum fannst það sjálfsagt

og rétt að lýsa allar þessar ófundnu eyjar með öllu

kviku, bæði mönnum og skepnum, eign Hans Kristilegu

Hátignar Spánarkonungs.

Magellan sá, að hinir innbornu höfðu í hyggju að

helga sér eigur hans, þó að þeir hefðu hvorki skilríki

fyrir þeim frá keisara né páfa. Hann mátti ekki láta

svo búið standa, því að báturinn, sem skráður var á

birgðalistann „keyptur handa Trinidad fyrir 3937%

maravedia", var nú orðinn ómetanlega verðmætur þarna

í þessum afkima, tíu eða tólf þúsund mílur frá heima-

landinu. Þeir urðu að ná bátnum úr höndum hinng

slyngu ræningja. Aðmírállinn sendi því fjörutíu vopi.-

aða menn í land daginn eftir til að sækja hann og veita

hinum óráðvöndu eyjarskeggjum ráðningu. Nokkrir af

kofum þeirra voru brenndir, og þeir veittu enga alvar-

lega mótspyrnu, því að þeir voru lélegum vopnum búnir.

Þeir voru, að því er Pigafetta segir, „algerlega óvanir

boga og örvum, því að þegar þeir særðust af boga-

skoti, drógu þeir örina úr sárinu og skoðuðu hana með

slíkri undrun, að óvinalið þeirra komst við. Einu vopn-

in sem þeir hófðu, voru spjót ydd með fiskbeinum".

Þeir flýðu dauðskelfdir úr skotmáli og földu sig í skóg-

arkjarrinu fyrir skeytum þessara hræðilegu, hvítu villi-

manna. Spánverjarnir gátu birgt sig að drykkjarvatni

og rænt miklu af matvælum. Þeir tóku allt sem hand-

bært var í hinum yfirgefnu kofum — fisk, fugla og

ávexti. Svo þegar báðir aðilar voru búnir að fara rupl-

ferðir hvor til annars, hinir innbornu búnir að ræna

Spánverjana, og Spánverjarnir hina innbornu, refsuðu

siðmenntuðu ræningjarnir eyjarskeggjum með því að

gefa heimkynni þeirra um aldur og ævi nafnið Ladrones

— Þjófaeyjarnar.

En hvað sem öðru leið, urðu þessar gripdeildir Spán-

verjunum til bjargar. Þriggja daga hvíld, nýir ávextir,

nýtt kjöt og gnægð af fersku vatni komu flestum leið-

angursmanna aftur til góðrar heilsu á skömmum tíma.

Sumir þeirra voru að vísu of langt leiddir til þess að

þeim gæti batnað, og dóu þeir úr sjúkleik sínum á síð-

asta áfanga leiðarinnar — meðal þeirra var eini Eng-

lendingurinn í leiðangrinum — en nokkrir tugir voru

svo máttfarnir og þrekaðir, að þeir gátu ekki sinnt

verkum. Þegar önnur ey kom í augsýn viku síðar og

svo enn önnur, vissi Magellan, að þeim myndi vera

borgið. Samkvæmt útreikningum hans hlutu þetta að

vera Mólúkkaeyjarnar. Hann ímyndaði sér, að hann

væri búinn að ná takmarki sínu. En þrátt fyrir brenn-

andi óþolinmæði og knýjandi nauðsyn að hjúkra hinum

sjúku og seðja hungraða, gætti hann þó allrar varúðar.

1 stað þess að taka land í Súlúan, stærri eynni, hélt

hann til þeirrar minni, sem Pigafetta nefndi Húmúnú,

hún var auðsjáanlega óbyggð, en hann vildi forðast alla

árekstra við innborna sökum þess, hve menn hans voru

þrekaðir. Hann vildi hlífa þeim við öllu umstangi og

bardögum, þar til þeir væru komnir _il góðrar heilsu.

Hinir sjúku voru bornir á land, fengu nýtt lindarvatn

^ð drekka, og einum af grísunum, sem stolið hafði verið

á Ladroneyjunum, var slátrað handa þeim. Þeim var

bezt að hvílast, ekkert lá á. En síðari hluta næsta dags

kom bátur frá Súlúan með vinsamlegum innbornum

mönnum. Þeir höfðu nýja ávexti meðferðis, sem Piga-

fetta undraðist mjög, því að hann hafði aldrei séð ban-

ana eða kókoshnetur, en sjúklingarnir hresstust undar-

lega fIjótt af kókosmjólkinni. Nú hófst verzlunin: Fisk-

ur, fuglar, pálmavín, appelsínur og alls konar ávextir

og grænmeti var keypt fyrir fáeinar bjöllur, litlar gler-

.perlur og annan hégóma — og nú um síðir eftir margra

vikna og mánaða hungur gátu bæði sjúkir og heilbrigðir

fengið saðningu sína.

Magellan hélt að hann væri kominn til hins fyrir-

heitna lands, Kryddeyjanna. En hann sá brátt, að hon-

um hafði skjátlazt. Hefðu þetta verið Mólúkkaeyjar,

myndi Enrique hafa skilið mál eyjarskeggja. Hann

Bkildi það ekki. Þeir voru ekki samlandar þræls hans,

svo að hann hlaut að vera kominn til einhverra annarra

eyja. Einu sinni enn leiddi villan til nýrra uppgötvana.

VI KlN G U R

1B5

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 137
Blašsķša 137
Blašsķša 138
Blašsķša 138
Blašsķša 139
Blašsķša 139
Blašsķša 140
Blašsķša 140
Blašsķša 141
Blašsķša 141
Blašsķša 142
Blašsķša 142
Blašsķša 143
Blašsķša 143
Blašsķša 144
Blašsķša 144
Blašsķša 145
Blašsķša 145
Blašsķša 146
Blašsķša 146
Blašsķša 147
Blašsķša 147
Blašsķša 148
Blašsķša 148
Blašsķša 149
Blašsķša 149
Blašsķša 150
Blašsķša 150
Blašsķša 151
Blašsķša 151
Blašsķša 152
Blašsķša 152
Blašsķša 153
Blašsķša 153
Blašsķša 154
Blašsķša 154
Blašsķša 155
Blašsķša 155
Blašsķša 156
Blašsķša 156
Blašsķša 157
Blašsķša 157
Blašsķša 158
Blašsķša 158
Blašsķša 159
Blašsķša 159
Blašsķša 160
Blašsķša 160
Blašsķša 161
Blašsķša 161
Blašsķša 162
Blašsķša 162
Blašsķša 163
Blašsķša 163
Blašsķša 164
Blašsķša 164
Blašsķša 165
Blašsķša 165
Blašsķša 166
Blašsķša 166
Blašsķša 167
Blašsķša 167
Blašsķša 168
Blašsķša 168
Blašsķša 169
Blašsķša 169
Blašsķša 170
Blašsķša 170
Blašsķša 171
Blašsķša 171
Blašsķša 172
Blašsķša 172
Blašsķša 173
Blašsķša 173
Blašsķša 174
Blašsķša 174
Blašsķša 175
Blašsķša 175
Blašsķša 176
Blašsķša 176
Blašsķša 177
Blašsķša 177
Blašsķša 178
Blašsķša 178
Blašsķša 179
Blašsķša 179
Blašsķša 180
Blašsķša 180
Blašsķša 181
Blašsķša 181
Blašsķša 182
Blašsķša 182
Blašsķša 183
Blašsķša 183
Blašsķša 184
Blašsķša 184
Blašsķša 185
Blašsķša 185
Blašsķša 186
Blašsķša 186
Blašsķša 187
Blašsķša 187
Blašsķša 188
Blašsķša 188
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192
Blašsķša 193
Blašsķša 193
Blašsķša 194
Blašsķša 194
Blašsķša 195
Blašsķša 195
Blašsķša 196
Blašsķša 196
Blašsķša 197
Blašsķša 197
Blašsķša 198
Blašsķša 198
Blašsķša 199
Blašsķša 199
Blašsķša 200
Blašsķša 200