Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						Magellan hafði stefnt tíu stigum of norðarlega og hafði
því rekizt á algerlega óþekktan eyjaklasa, sem engan
Evrópumann hafði grunað að væri til. í leit sinni að
Mólúkkaeyjunum hafði hann fundið Filippseyjar, sem
urðu lengur í eigu spænsku krúnunnar en nokkur af
þeim löndum, er Kolumbus, Cortez og Pizarro fundu.
Jafnframt hafði hann sjálfur eignazt ríki, því að sam-
kvæmt samningum átti hann og Paleiro að fá tvær
eyjar til eignar, ef fleiri fyndust en sex. Hann, sem
daginn áður hafði verið allslaus æfintýramaður, glæfra-
maður á glötunarbarmi, var nú orðinn herra yfir sínu
eigin landi með rétti til ævarandi hlutdeildar í þeim
tekjum, er nýlendan kynni að gefa af sér, og þannig
einn af auðugustu mönnum í heimi.
Hversu svipmikil hamingja • eftir hinar þrotlausu
mannraunir, hina löngu og að því er virtist árangurs-
lausu leit. Þó að hinn holli matur og drykkur, sem inn-
bornir menn f rá Súlúan f luttu til þessa sjúktahúss und-
ir berum himni, kæmi í góðar þarfir, reyndust áhrif
hins andlega lífdrykkjar, vissunnar, engu síður undur-
samleg. Eftir að hinir sjúku höfðu fengið nákvæma að-
hlynningu á þessari suðrænu strönd í níu daga, voru
þeir flestallir búnir að ná sér, og Magellan bjóst nú
til að heimsækja granneyna. En á síðustu stundu lá við
sjálft, að slys eyðilegði hamingju hins sárþreytta manns.
Pigafetta vinur hans og söguritari var að dorga við
borðstokkinn, steig á regnvotan bjálka, missti fótanna
og féll útbyrðis, án þess að nokkur veitti því eftirtekt.
Munaði minnstu, að aðalsöguritari fyrstu siglingarinn-
ar umhverfis jörðina endaði þar aldur sinn, því að
Pigafetta var ósyndur og því nærrí drukknaður. Til
allrar hamingju tókst honum að ná í stórseglið, sem
dróst niður í sjóinn, og hélt hann sér í það hrópandi
á hjálp. Hinn ómissandi söguritari var síðan innbyrtur
heill á húfi.
Svo undu þeir upp segl glaðir og reyfir. Allir vissu,
að þeir voru komnir yfir hið óravíða haf og að þeir
áttu nú ekki lengur neina langa útivist fyrir höndum.
Þegar þeir legðu af stað aftur, eftir fáa daga eða
nokkrar klukkustundir, myndi óslitin röð af eyjum jafn-
an vera innan sjónhringsins. Loks á fjórða degi, 28.
marz, daginn fyrir föstudaginn langa, kom flotinn til
Mazzava eða Mazaba, þar sem leiðangursmenn hvíldu
sig um hríð, áður en þeir héldu áfram leitinni að Krydd-
eyjunum, sem nú orðið voru ekki langt undan.
Á Mazzava, litlum hólma, sem telst til Filippseyja,
svo litlum, að ekki er hægt að finna hann á korti nema
með stækkunargleri, henti Magellan eitt hið undursam-
legasta atvik, sem fyrir kom um dagana. Hvað eftir
annað hafði hamingjan brugðið í svip björtum fagnað-
arljóma yfir hið sólarlausa og stritsama líf Magellans,
svo leifturbjörtum, að hann bætti honum hinar blý-
þungu áhyggjur, er hann hafði borið löngum stundum
með þrotlausri þolinmæði í einmanaleik sínum. Hið ytra
tilefni þessa atviks virtist lítilfjörlegt. Þegar hin þrjú
stóru framandi skip nálguðust strönd Mazzava undir
þöndum seglum, hópuðust eyjarskeggjar forvitnir og
vingjarnlegir ofan í flæðarmálið. Áður en Magellan fór
í land, sendi hann Enrique þræl sinn sem boðbera á
undan sér, því að hann gerði réttilega ráð fyrir, að hinir
innbornu myndu betur treysta brúnum manni af þeirra
eigin kynstofni en hinum skeggjuðu, hvítu mönnum,
annarlega klæddum og með alvæpni.
1BS
Nú gerðist undrið. Hinir innbornu flykktust um
Enrique masandi og hrópandi, og Malajaþrællinn kom
ekki upp nokkru orði af undrun, því áð hann skildi
mest af því, sem þeir sögðu. Hann skildi spurningar
þeirra. Það voru nú liðin mörg ár síðan hann var num-
inn á brott úr heimkynnum sínum, mörg ár liðin, síðan
hann hafði heyrt nokkurt orð á móðurmáli sínu. Hversu
undraverð stund, ein athyglisverðasta stundin í sögu
mannkynsins. í fyrsta sinn síðan hnöttur vor tók að
snúast um möndul sinn og reika hringbraut sína, hafði
lifandi maður komizt heim til sín aftur með því að
fara sjálfur umhverfis hnöttinn. Engu skiptir, að hann
var maður lítils háttar, þræll, því að mikilvægið er
fólgið í örlögum hans, en ekki í persónuleika hans. Oss
er aðeins kunnugt um þrælsheiti hans, Enrique, en vér
vitum sömuleiðis, að hann var numinn á brott af heimili
sínu á eynni Súmatra, að Magellan hafði hann með sér
til Malakka og síðan til Indlands, Afríku og Lissabon,
að hann ferðaðist þaðan til Brasilíu og Patagóníu og
varð fyrstur til þess allra jarðarbúa að fara alla leið
umhverfis hnöttinn og koma aftur á þann stað, þar sem
tunga hans var töluð. Eftir að hann hafði kynnzt á leið
sinni hundruðum og þúsundum þjóða, kynflokka og ætt-
bálka, þar sem hver lét í ljósi hugsanir sínar með sér-
stöku móti, var hann nú kominn heim til sinnar eigin
þjóðar, þar sem hann skildi alla og allir skildu hann.
Magellan vissi því, að hann var búinn að ná tak-
marki sínu, ljúka hlutverki sínu. Hann var nú aftur
meðal þeirra þjóða, sem töluðu Malajatungu, meðal
þeirra, er hann hafði yfirgefið fyrir tólf árum, þegar
hann sigldi í vestur frá Malakka, þangað sem hann
myndi nú koma innan skamms aftur með þræl sinn.
Hvort það yrði daginn eftir eða nokkru síðar og hvort
það yrði hlutskipti hans sjálfs eða einhvers annars að
komast til hinna fyrirheitnu eyja, virtist skipta litlu
máli, því að raunverulega var takmarkinu náð á þeirri
stund, er sannað var til hlítar, að sá, sem stöðugt heldur
í sömu átt umhverfis hnöttinn, hvort heldur í vestur,
með sól eða í austur, móti sól, hlýtur að koma aftur á
þann stað, þaðan sem hann hóf ferð sína. Það sem
vitringana hafði grunað í þúsundir ára og fræðimenn-
ina dreymt um, var nú orðið að vissu fyrir sakir hug-
rekkis þessa eina manns. Jörðin var hnöttótt, því að
maður hafði farið umhverfis hana.
Við spilið.
VIKlN G U R
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 137
Blašsķša 137
Blašsķša 138
Blašsķša 138
Blašsķša 139
Blašsķša 139
Blašsķša 140
Blašsķša 140
Blašsķša 141
Blašsķša 141
Blašsķša 142
Blašsķša 142
Blašsķša 143
Blašsķša 143
Blašsķša 144
Blašsķša 144
Blašsķša 145
Blašsķša 145
Blašsķša 146
Blašsķša 146
Blašsķša 147
Blašsķša 147
Blašsķša 148
Blašsķša 148
Blašsķša 149
Blašsķša 149
Blašsķša 150
Blašsķša 150
Blašsķša 151
Blašsķša 151
Blašsķša 152
Blašsķša 152
Blašsķša 153
Blašsķša 153
Blašsķša 154
Blašsķša 154
Blašsķša 155
Blašsķša 155
Blašsķša 156
Blašsķša 156
Blašsķša 157
Blašsķša 157
Blašsķša 158
Blašsķša 158
Blašsķša 159
Blašsķša 159
Blašsķša 160
Blašsķša 160
Blašsķša 161
Blašsķša 161
Blašsķša 162
Blašsķša 162
Blašsķša 163
Blašsķša 163
Blašsķša 164
Blašsķša 164
Blašsķša 165
Blašsķša 165
Blašsķša 166
Blašsķša 166
Blašsķša 167
Blašsķša 167
Blašsķša 168
Blašsķša 168
Blašsķša 169
Blašsķša 169
Blašsķša 170
Blašsķša 170
Blašsķša 171
Blašsķša 171
Blašsķša 172
Blašsķša 172
Blašsķša 173
Blašsķša 173
Blašsķša 174
Blašsķša 174
Blašsķša 175
Blašsķša 175
Blašsķša 176
Blašsķša 176
Blašsķša 177
Blašsķša 177
Blašsķša 178
Blašsķša 178
Blašsķša 179
Blašsķša 179
Blašsķša 180
Blašsķša 180
Blašsķša 181
Blašsķša 181
Blašsķša 182
Blašsķša 182
Blašsķša 183
Blašsķša 183
Blašsķša 184
Blašsķša 184
Blašsķša 185
Blašsķša 185
Blašsķša 186
Blašsķša 186
Blašsķša 187
Blašsķša 187
Blašsķša 188
Blašsķša 188
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192
Blašsķša 193
Blašsķša 193
Blašsķša 194
Blašsķša 194
Blašsķša 195
Blašsķša 195
Blašsķša 196
Blašsķša 196
Blašsķša 197
Blašsķša 197
Blašsķša 198
Blašsķša 198
Blašsķša 199
Blašsķša 199
Blašsķša 200
Blašsķša 200