Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 51
iélar £kip Gæzla kælivéla í skipum Framh. úr síðasta blaði. Þrýstimismunur. Það er ofur skiljanlegt, að magn það af kælivökva, sem streymir gegnum þenslulokana, er mjög háð því, hve mikill þrýstimismunur er í leiðningunni. Venjulegir lokar eru gerðir til að vinna við 60 lbs. þrýstimismun. Er það talið hæfilegt fyrir öll venjuleg kerfi. Stundum getur þó staðið svo á, að skipið sigli yfir haf, þar sem hitastig sjávar lækkar, og fellur þá þrýstingurinn yfir þjöppunni, eða í þéttaranum, og raskast þá þrýstimis- munurinn. Hinir hitastilltu þenslulokar geta þá ekki fætt nægilega lágþrýstihliðina á kerfinu eða eiminn. Til þess að fyrirbyggja þetta, t. d. í alveg sjálfvirkum kælikerfum, er settur stillir á kælivatnið. Þessi stilli- loki er gerður þannig, að hann temprar vatnsrennslið gegnum þéttarann, svo að vökvaþrýstingurinn í hon- um haldist óbreyttur, en þá helst og einnig jafn þrýsti- mismunur við þenslulokana. Raki. Jafnhliða lækkun þrýstingsins á kælivökvanum við eða í þenslulokunum, fylgir einnig lækkun á hitastig- inu. Freon kælivökvi og vatn geta ekki blandast saman. Af því leiðir það, að sé nokkur minnsti vottur vatns í kælivökvanum, frýs það samstundis við kuldarm á soghliðinni. Þetta er algengasta truflunin við þessa loka. Til þess að koma í veg fyrir raka í kælikerfum, eru þau yfirleitt búin pípulaga vökvaþurrkara. Er hann fylltur hreinsiefnum, svo sem activatet alumiina eða silica gel, draga þau til sín vatnið úr kælivökvanum. Gasmyndun í vökvaleiðningunni. Þegar kælivökvinn yfirgefur þéttarann, er hann á hámarki hita og þrýstings. Haldi hann þessu jafn- vægisástandi á leið sinni um vökvakerfið, nær ó- blandaður vökvi að streyma um opið á þenslulokunum eins og vera ber. Verði hins vegar hið minnsta þrýsti- fall í vökvaleiðningunni, eimist lítið eitt af vökvanum, en nóg til þess að trufla framrennslið eða minnka, og niður í það hitastig, sem svarar til hins lækkaða þrýst- ings. Rúmmál þessa gass er mikið í samanburði við rúmtak vökvans. Sé það fyrir hendi, margfaldast rúm- mál þess, sem um opin á þenslulokunum verður að fara. Árangurinn verður sá, að lokarnir geta ekki fætt eimana eins vel og með þarf. Þrýstiloft í vökvaleiðningunni orsakast af eðlilegri gegnstreymismótstöðu, sem á sér stað í öllum pípum. •9 Er það því fyrirkomulagsatriði að gera það eins lítið og verða má. Þá er og annað atriði, sem orsakar þrýstifall í vökvaleiðningunni. Freon-12 kælivökvinn er þungur, og ef þenslulokarnir eru settir nokkuð hærra en móttak- ararnir, á sér stað þrýstifall, sem svarar til vökva- þungans á þeirri hæð. Með Freon-12 kælivökva verður þrýstifallið 1 lbs. við hvern 1,8 feta hæðarmismun. Nú liggur það í augum uppi, að nærtækasta aðférð til að ráða bót á þessu, væri að koma fyrir aukakæl- ingu á vökvanum áður en hann fer inn í leiðninguna, bæta þannig um ástand hans, sem mundi vega á móti smáveigis lækkun á þrýstingnum. Venjulega ráðið við þessum erfiðleikum er hins vegar það, að koma fyrir hitabreyti í vökva eða sogleiðninguna, og verður hon- um lýst hér á eftir. „Þrýstileiðslu-sogleiðslu“ hitabreytir. Kæligasið frá eiminum er, þrátt fyrir nokkra yfir- hitun, allmikið kaldara en að svari til þéttiþrýstingn- um. Það býr því yfir möguleika til þess að draga hita frá kælivökvanum í vökvaleiðn. Þessu er hægt að koma til leiðar með áður nefndum hitabreyti, sem feldur er inn á þrýstileiðn. við hvern þensluloka. Eins og tekið er fram hér að framan, er kuldamagn soggassins þannig notað til þess að kæla eða koma í veg fyrir hugsan- lega gasmyndun í vökvaleiðningunni frá móttakara að þensluloka. Jafnhliða orsakar gasið aukakælingu á vökvanum. Ef vér lítum á árangurinn af þessum hitabreyti, kemur eftirfarandi í ljós: 1 fyrstu eykur þessi kæling notagildi kerfisins. Því eftir því, sem kælivökvinn er kaldari, veldur hvert pund af honum tilsvarandi meiri kulda við eiminguna. 1 öðru lagi, þessi hitaflutningur hefur aukið rúmmál soggassins í réttu hlutfalli við þær kuldagráður, sem unnist hafa, með þeim árangri, að hæfni þjöppunnar til þess að dæla ákveðnum þunga af kælivökva, hefur minnkað í hlutfalli við aukinn þétt- leika gassins. Af ofannefndu sjáum vér, að ein áhrif hitabreytis- ins auka, en önnur minnka hið raunverulega notagildi kerfisins. Með nokkrum tegundum kælivökva, svo sem ammon- iaki, eru neikvæðu áhrifin meira áberandi, og hitabreytir á vökvaleiðningunni rýrir eða dregur úr notagildi kerf- isins. Hið gagnstæða á sér þó stað með Freon. Þar eykst notagildið. Það sem vinnst, er þó svo lítið, að hægt er að segja að aðalhlutverk þeirra er að bæta starf hinna hitastilltu þensluloka. V I K I N G U R 1 B7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.