Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 58
Skipið, sem ekki getur oltið Margir hafa reynt að finna út ráð til þess að losna við velting á skipum, og hafa hínar undraverðustu tillögur og tilraunir komið fram í því efni. Það nýjasta, sem fram hefur komið í þessu, er hug- mynd, sem Ameríkumaðurinn Gar Wood, sem í heima- landi sínu er þekktur undir auknefninu „konungur hraðbátanna", hefur sett fram. 1 28 ár hefur hann unnið að því að leysa þetta verkefni, og hefur nú fundið upp nýtt skipslag, og byggt mjög hraðskreytt skip, sem hann telur að muni vera sjóstöðugasta skip í heimi. Hann heldur því einnig fram, að í framtíðinni verði ferðaskip smíðuð með þessu nýja lagi. Við fyrstu sýn virðist skip hans nánast sagt vera eins og jarðgöng á floti, sem á óskýranlegan hátt hreyfast áfram með undraverðum hraða. Wood heldur því fram, að hann hafi lagt í tilraunir þessar 6000.000 dollara, áður en hann náði þessum árangri, skip sitt nefnir hann Venturi eftir bygging- arlaginu. Þegar „Venturi" keyrir áfram með 26 mílna hraða streymir loftstraumur gegnum göngin milli skips- síðanna, og svo að segja lyftir skipinu upp á sjónum, svo að stefnið verður aðeins niðri í sjónum með ca. 15 cm. á bógunum, en 2,4 metra með skutinn og skrúf- una, en skrúfuna er hægt að hækka og lækka. í 25 ár hefur Wood verið að endurbæta þetta skipslag sitt og í fyrsta opinberlega viðtalinu um hugmynd sína hefur hann sagt frá því, að skipið hafi vei'ið reynt í hinum verstu veðrum og undir erfiðustu kringum- stæðum. „Við höfum keyrt með 26 mílna hraða, án þess að missa svo mikið sem einnar mílu ferð í það miklum sjógangi, að allt að einn þriðji hluti skipsins hefur lyfst úr sjó. Við höfum beygt með stýri í borði og full- um hraða í talsverðum öldugangi og hallinn á skipinu hefur ekki verið nema 1 og 2 gráður. Tilraunir þær, sem þegar hafa verið gerðar, virðast sýna mjög merki- legan árangur, en Wood hefur látið þess getið, að hann ætli nú að gera enn vísindalegri athuganir með þetta skip sitt, áður en hann gefur upp nákvæmar upplýs- ingar um það. Af þeim tilraunum, sem þegar hafa verið gerðar, tel- ur Wood, að 16.000 tonna skip af samskonar gerð og „Venturi" er, myndi geta flutt 4000 farþega og geta náð 38 mílna ganghraða, sem er margfalt meiri árang- ur en nokkurt verzlunarskip hefur ennþá náð, og þyrfti þó ekki meira en 120.000 ha. vélarkraft. (Til saman- burðar má geta, að Queen Mary er 80.773 tonn að stærð, hefur 200.000 ha. vélarkraft, mesti ganghraði hennar er 32 mílur og getur flutt 1995 farþega). „Venturi" var fyrst sett á flot í nóvember 1944 frá West Palm Bech í Florida, en þar hafði hún verið byggð með mestu leynd fyrir ameríska flugherinn, og var byggingartíminn sex mánuðir. Eftir að styrjöld- inni lauk, tók Wood við henni aftur, og fór fram á henni viðgerð og endurbætur á síðastliðnu ári. „Venturi" er flatbotnað, tvískrokka skip, um það bil 120 brúttó tonn hvor stærð. Lengd skipsins er 57,3 m., breiddin 12,2 m. og djúprista á fullri ferð 0,15 að fram- 194 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.