Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						Óttuðust þeir, að skipið mundi brotna á flúð-

um við eyjuna, en það varð þó ekki. Þeir bræð-

ur höfðu hjá sér haldfæri, röktu það niður í

stóran hring, bundu stein í endann og köstuðu

honum út á skipið. Vildi þeim til lífs, að hann

festist undir stafnlokinu á skipinu, svo að þeir

gátu dregið það til sín. Varð það óumræðilegur

fögnuður. Bjuggu þeir nú betur um það og tóku

að veiða fuglinn (langvíu) og safna eggjum í

blíðaveðri.

Þeir vaðbáru eyjuna og mældist hún 400

faðma á lengd, en á breidd 80 faðma, og nálægt

60 föðmum á hæð (ávalahæð), þar sem hún

var hæst. öll er eyjan með gjám og gjótum,

grastó engin, en grýtt mjög. Af fuglategundum

sáu þeir: svartfugl (Langvíu) og geirfugl

höndluðu, þeir. Frá Kolbeinsey var allt land

horfið nema eins og þrjár þúfur, sem eru hæstu

f jöll norðanlands. Höfðu þeir með sér til lands

um 800 af fugli, ógrynni af eggjum, og nokkuð

af fiski. Sjö daga dvöldu þeir í eyjunni og fengu

hagstæðan byr til iands. Lentu á Siglunesi á

þingmaríumessu (2. júlí). Eins og áður er getið,

orti Jón prestur Einarsson brag um ferð þeirra

50 árum síðar, kallaðar „Kolbeinseyjarvísur".

Jón prestur var í Árskógi, drukknaði í Ballará

1674.

Foreldrar þeirra bræðra - þóttust hafa heimt

þá úr helju við heimkomu þeirra. Urðu þeir

frægir af för þessari. En er frá leið, spunnust

miklar sögur um för þeirra, meðal annars, að

þeir hefðu misst lífið á Kolbeinsey. Bendir til

þess vísa þessi, er öldruð kona af Vestfjörðum

sagðist hafa lært af afa sínum:

„Kveður við kaldan steininn,

Kolbeinsey, norður í sjó.

Hvítna nú bræðra beinin

í berginu mínu í ró!"

Þau urðu afdrif Bjarna Tómassonar Kol-

beinseyjarfara, að hann drukknaði 65 ára að

aldri 1617.10) Mun hann hafa farið þá Kolbeins-

eyjarför, sem ort er um, árið 1580.

Ólafur Olavius getur Kolbeinseyjar í ferða-

bók sinni („Oeeonomisk Reise", á bls. 323).

Segir þar, að selir séu svo spakir, að megi þá

með höndum taka, en þó þetta"*standi í hinni

frægu ferðabók, munu það öfgar vera, og um

Jón bónda stólpa Jónsson í Grímsey (frá Bás-

um) getur hann, og segir, að hann muni þá

síðastur hafa á þeim tíma verið er fór þangað

að sækja fugl og egg.11)

10)   Hann drukknaði á Skagafirði, eftir því sem segir

í Annál Björns frá Skarðsá. Espólín telur, að þeir bræð-

ur hafi farið þrjár ferðir til Kolbeinseyjar.

11)   Stólpa-nafnið fékk hann af því, að þá er hann

Jón stólpi fór nokkrar ferðir til Kolbeinseyj-

ar á opnum skipum árin 1700—1730. En svo

er það ekki fyrr en á 19. öld, eftir að farið var

að stunda hákarlaveiðar á þilskipum, að menn

komu oft til Kolbeinseyjar.

Jón stólpi fórst við sjötta mann við Húnsnes

á Skaga þann 17. september 1730, eftir ægi-

legan hrakning úr fiskiróðri frá Grímsey. Ber

ekki saman um mánaðardaginn, er slysið varð.

Espólín telur hann 11. september 1730, Hítar-

nesannáll 25. september, Mælifellsannáll 19.

september, Vallaannáll 11. sept., en Hvamms-

annáll dagsetur ekki slysið, en ártalið er þar hið

sama. En áreiðanlegasta heimild um slysið eru

þingbækur Hegranessýslu frá þessum tíma, er

þar skiptapinn talinn 17. september 1730. Út

af honum risu stórkostleg málaferli og hýðing-

ar, því að Jón fannst lifandi, en var farið svo

illa með hann, að hann dó af því.12)

Hafa þá verið taldir þeir Kolbeinseyjarfarar,

sem sagnir eru til af, fram til ársins 1730. Frá

þeim tíma, og þar til um miðja 19. öld, að farið

var að stunda hákarlaveiðar á þilskipum, munu

engar ferðir hafa verið farnar þangað norður

af hálfu íslendinga til eggjatöku, sels eða fugla.

Sökum þess, hvað illt er að komast að landi

við Kolbeinsey, mun mönnum yfirleitt ekki hafa

geðjast að því, að stefna þangað norður í hafs-

auga til fanga, og sízt á opnum bátum. Segja

hákarlamenn, að stundum sé svo vikum saman,

að ekki sé hægt að lenda þar fyrir sjávarylgju,

þótt sjór sé nokkurn veginn sléttur á hafinu.

1 15. tölublaði „Ingólfs" 1853, 1. árg. bls. 71

—72, er Kolbeinseyjar getið. Segir þar úr bréfi

frá ísfirðing (skrifað 15. og 16. sept. 1853):

„Hákarlaafli og í bezta lagi, 300 tunnur mest.

Hafa þeir í sumar fengið mestallan aflann út

af Húnaflóa og í kringum Grímsey og Kolbeins-

ey. Ari nokkur Eyfirðingur kom að henni á bát

og vildi skjótast þar upp, en komst ekki sökum

brims við eyjuna. Var eyjan þá svo þakin sel

og fugli, að ekki sá til jarðar. Hefur mönnum

verið síðan tíðrætt um hana. Þykir það eitt til

fór fyrstu ferð til Kolbeinseyjar, reisti hann tvítuga

stöng á svonefndum Stóra-Bratta, sem er norðan til á

Grímsey. Stöng sú var með hvítri veifu. Sagði hann,

að þegar hún hyrfi, sæist Kolbeinsey, ef veður væri

heiðskírt. Jón var talinn f jölkunnugur og afburðamaður

mikill.

12) Samanber þingbók Hegranessýslu nr. 794 í Þjóð-

skjalasafninu. Herþrúður Þorbjarnardóttir frá Neðra-

Nesi á Skaga fann Jón fyrst undir marbakka, var hann

þá búinn að liggja þar í 3 dægur og ósjálfbjarga. Skar

hún alla silfurhnappa úr skyrtu hans. Kölluð síðan

„Guðlausa-Þrúða", kona Einars Halldórssonar.

i9a

VIKlN G U R

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 137
Blašsķša 137
Blašsķša 138
Blašsķša 138
Blašsķša 139
Blašsķša 139
Blašsķša 140
Blašsķša 140
Blašsķša 141
Blašsķša 141
Blašsķša 142
Blašsķša 142
Blašsķša 143
Blašsķša 143
Blašsķša 144
Blašsķša 144
Blašsķša 145
Blašsķša 145
Blašsķša 146
Blašsķša 146
Blašsķša 147
Blašsķša 147
Blašsķša 148
Blašsķša 148
Blašsķša 149
Blašsķša 149
Blašsķša 150
Blašsķša 150
Blašsķša 151
Blašsķša 151
Blašsķša 152
Blašsķša 152
Blašsķša 153
Blašsķša 153
Blašsķša 154
Blašsķša 154
Blašsķša 155
Blašsķša 155
Blašsķša 156
Blašsķša 156
Blašsķša 157
Blašsķša 157
Blašsķša 158
Blašsķša 158
Blašsķša 159
Blašsķša 159
Blašsķša 160
Blašsķša 160
Blašsķša 161
Blašsķša 161
Blašsķša 162
Blašsķša 162
Blašsķša 163
Blašsķša 163
Blašsķša 164
Blašsķša 164
Blašsķša 165
Blašsķša 165
Blašsķša 166
Blašsķša 166
Blašsķša 167
Blašsķša 167
Blašsķša 168
Blašsķša 168
Blašsķša 169
Blašsķša 169
Blašsķša 170
Blašsķša 170
Blašsķša 171
Blašsķša 171
Blašsķša 172
Blašsķša 172
Blašsķša 173
Blašsķša 173
Blašsķša 174
Blašsķša 174
Blašsķša 175
Blašsķša 175
Blašsķša 176
Blašsķša 176
Blašsķša 177
Blašsķša 177
Blašsķša 178
Blašsķša 178
Blašsķša 179
Blašsķša 179
Blašsķša 180
Blašsķša 180
Blašsķša 181
Blašsķša 181
Blašsķša 182
Blašsķša 182
Blašsķša 183
Blašsķša 183
Blašsķša 184
Blašsķša 184
Blašsķša 185
Blašsķša 185
Blašsķša 186
Blašsķša 186
Blašsķša 187
Blašsķša 187
Blašsķša 188
Blašsķša 188
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192
Blašsķša 193
Blašsķša 193
Blašsķša 194
Blašsķša 194
Blašsķša 195
Blašsķša 195
Blašsķša 196
Blašsķša 196
Blašsķša 197
Blašsķša 197
Blašsķša 198
Blašsķša 198
Blašsķša 199
Blašsķša 199
Blašsķša 200
Blašsķša 200