Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 5. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						
Þá eru ensku áformin lögð til hliðar, brezkir
skipasmiðir fara að reyna að hugsa upp eitt-
hvað annað, til þess að snúa á hina hollenzku
frændur sína.
Þegar svo þetta „eitthvað annað" var farið
að sigla á Norðursjónum, voru hollenzku áform-
in brennd (bréfakarfa var of hættuleg vegna
njósnara), og hollenzk flotayfirvöld lögðu höf-
uðin í bleyti við að finna ráð til þess að leika
á Enskinn.
Þetta eru engar ýkjur.
Við vitum um skip, sem var svo oft breytt,
á meðan þau voru á stokkunum, að þegar þau
svo loks voru tilbúin, svipaði þeim ekki hið
minnsta til hinnar upprunalegu fyrirmyndar á
skrifborði flotamálaráðherrans.
Við getum af handahófi tekið karrökurnar
sem dæmi.
Orðið „carrav" var notað í öllum Evrópu-
málum. Englendingar kölluðu skipið „carrick"
og stundum jafnvel „carrock" — Frakkar köll-
uðu það „caraque", Þjóðverjar „kracke", og
Hollendingar, sem í máli sínu áttu sögnina
„kracken", sem þýðir að tvístra, mola o. s. frv.,
heimfærðu hana á skipið og kölluðu það „kraak"
það sem tvístrar og molar skip óvinanna. En
Portúgalar, sem virðast hafa komið með þetta
skip í fyrstunni, kölluðu það „carracca", sem
næst stóð hinni upprunalegu merkingu navis
carricata, sem þýðir hlaðið skip, eða skip, sem
ber mikið.
1 fyrstu líktist karrakan mjög undanfara sín-
um, hinum breiðu og órennilegu fornrómversku
kaupskipum. En þessi rómversku skip voru ó-
hæf í ferðir til Azoreyja eða Kap Verde-eyja,
enda þótt hægt væri að nota þau á hinu tiltölu-
lega kyrra Miðjarðarhafi. En eftir að fyrr-
nefndar eyjar höfðu verið fundnar og kannaðar
rækilega um miðbik fimmtándu aldar, og eftir
að Bartholomeus Piaz hafði fundið Góðravonar-
höfða 1448, varð leiðin til Indlands loksins orð-
in fær, svo framarlega sem tilværu skip til svo
langra sjóferða.
Hinar vanalegu hundrað tonna karrökur
dugðu ekki til slíks. Það varð að smíða aðrar
stærri; það var gert, og tíu árum seinna vörp-
uðu fjögur skip (250—400 tonna) undir stjórn
Vascos da Gama, sem hafði arabiskan leiðsögu-
mann, akkerum í Calenta-höfn á Malbarströnd.
Þegar fregnir af leiðangri þessum bárust
norður, fóru kaupmenn að rumskast á Englandi,
Frakklandi og Niðurlöndum. 1 suðlægum höfn-
um eins og t. d. Bayonne við Biskayflóa, skammt
fyrir norðan spönsku landamærin, höfðu þeir
séð portúgalska karröku og nokkrar hinar
smærri spönsku karavölur (sem hollenzkir
þeirra tíma menn kölluðu karvílur), annað veif-
ið slæddist einnig genúisk eða feneysk karraka
til Southampton, hlaðin víni, olíum og kryddi,
en síðar meir, þegar stríð vofði yfir milli Eng-
lands og Spánar, og þegar Hollendingar risu
upp gegn stjórn Filippusar II., beindu þessar
norður-þjóðir einna helzt huga sínum að hinum
þungfæru ferþiljum, sem kallaðar voru galónur
í kóngsflotanum, þótt þær í rauninni væru að
verulegu leyti f rábrugðnar galeiðunum, sem þær
drógu nafn af — þar sem þær björguðust við
segl í stað ára. Nú voru af öllum þessum skipa-
tegundum, karrökum, karavölum og galónum
fjölmörg afbrigði. Maður með miðlungsþekk-
ingu gat því kallað þær hvað sem hann lysti.
En Pétur gamli Breughel (faðir Hells Breugels
og Velvets Breugels — það var málaraf jölskylda
með mjög sundurleitan listasmekk), sem málaði
sínar frægu skipamyndir snemma á sextándu
öld, kom sér út úr vandanum með því að kalla
þau einfaldlega karrökur eða galónur. En vitan-
lega reyndu Miðjarðarhafsþjóðirnar að fylgjast
vel með því sem keppinautar þeirra í norðri að-
höfðust, og í hvert spipti, sem fullkomin skip
frá Zierikzee, flæmskur súðbyrðingur eða lítill
„olieboot" frá Hoorn var tekinn herskildi og
dreginn til hafnar í Lissabon eða Santander, var
þessi happaf engur vandlega athugaður af portú-
gölskum og spönskum flotayfirvöldum, því að
það var alkunna, að villutrúarmennirnir þarna
norður frá lumuðu á allskyns nýjungum, og það
var aldrei hægt að vita með hvaða undrum í
reiðagerð og kjalarsmíði þeir gátu siglt til þess-
ara suðlægu hafa, undir meinleysislegum og
hlutlausum fána, en þó í þeim tilgangi að reyna
að þefa uppi nokkur leyndarmál í viðbót, varð-
andi sjóleiðina til Indlands. Auðvitað er þessu
líkt farið enn í dag, að öðru leyti en því, að
launungarbragurinn er ekki eins mikill. Hvers
vegna hafa allar þjóðir hina svo kölluðu flota-
sérfræðinga í höfuðborgum nágrannaríkjanna
— ef ekki til að fylgjast með þeim umbótum,
sem gerðar kunna að vera á flota hvers þessara
ríkja, sem hæglegagætu orðið fjandsamleg? Það
er líka alkunna, að flestar almennar skipasmíða-
stöðvar hafa í þjónustu sinni hálaunaða njósn-
ara — í stöðvum keppinauta sinna — til þess
að afla vitneskju um hverjar þær nýjungar og
hugmyndir, sem fram kunna að koma á hverjum
stað.
Ekki er Cunard skipafélagið fyrr búið að láta
sér detta í hug að 'taka í notkun nýja tegund
af túrbínum, eða breyta fyrirkomulagi á borð-
sölum og eldhúsum, en Nippon Yusen Kaisha
og hið franska Compagnie Genérale láta fara
eins að með þau skip, sem þar á að fara að
hleypa af stokkunum — og svo öfugt.
Þess vegna var það, að þegar Hollendingar á
VÍKIN G U R
111
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96
Blašsķša 97
Blašsķša 97
Blašsķša 98
Blašsķša 98
Blašsķša 99
Blašsķša 99
Blašsķša 100
Blašsķša 100
Blašsķša 101
Blašsķša 101
Blašsķša 102
Blašsķša 102
Blašsķša 103
Blašsķša 103
Blašsķša 104
Blašsķša 104
Blašsķša 105
Blašsķša 105
Blašsķša 106
Blašsķša 106
Blašsķša 107
Blašsķša 107
Blašsķša 108
Blašsķša 108
Blašsķša 109
Blašsķša 109
Blašsķša 110
Blašsķša 110
Blašsķša 111
Blašsķša 111
Blašsķša 112
Blašsķša 112
Blašsķša 113
Blašsķša 113
Blašsķša 114
Blašsķša 114
Blašsķša 115
Blašsķša 115
Blašsķša 116
Blašsķša 116
Blašsķša 117
Blašsķša 117
Blašsķša 118
Blašsķša 118
Blašsķša 119
Blašsķša 119
Blašsķša 120
Blašsķša 120
Blašsķša 121
Blašsķša 121
Blašsķša 122
Blašsķša 122
Blašsķša 123
Blašsķša 123
Blašsķša 124
Blašsķša 124
Blašsķša 125
Blašsķša 125
Blašsķša 126
Blašsķša 126