Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 11
stopp er, fer eftir því, hvað leitar- svæðið er stórt, sem tækið á að ná yfir. Hraði hljóðbylgju í vatni er um 1500 metrar á sekúndu. Ef við mið- um við 1500 metra vegalengd, tek- ur það hljóðbylgjuna 1 sekúndu að endamarkinu og aðra sekúndu til baka. 1 þessu tilfelli yrði því Asdic- spegillinn að stoppa í 2 sekúndur, svo merki kæmi á mælitækið á 1500 metrum. Áður en næsta hljóðsveifla er send út, verður að færa Asdic- spegilinn um 3 til 5 gráður áfram. Tíminn milli útsendingar getum við kallað leitartíðni. Það eru þó nokkrar gerðir af Asdic-tækjum í notkun hér á landi og er hreyfiútbúnaður þeirra mis- munandi eftir tegundum tækjanna. Þau fullkomnustu hafa sjálfvirkan hreyfiútbúnað, breytanlegt leitar- svið, breytilegan senditíma (púls- lend), einnig hlustunarútbúnað. Það er þreytandi vinna, að leita að síld með Asdic-tæki. Reynslan hefur sýnt, að ef um hlustun er að ræða, þá má sá tími ekki fara fram úr fjórum tímum í röð. Eftir þann tima sljóvgast heyrnin, þegar um sama tón er að ræða. Asdic-tækið niyndi því ekki koma að fullum not- um með sama manni við tækið. Eins og áður hefur verið rætt um, er margt, sem taka verður tillit til, þegar leitarsvið er valið fyrir Asdic- tæki. Dýptarmælirinn og Asdic-tækið eru mjög skyld tæki, en þó svo ólík, sem bróðir og systir. Þegar nota á dýptarmælirinn á miklu dýpi, t. d. fleiri hundruð föðmum, þá koma roargar staðreyndir, sem gilda sama °g fyrir Asdic-tæki, sem á að ná yfir stórt leitarsvæði. Þegar hljóð- sveifla er send frá botnstykkinu eða speglinum, eins og það er oftast kallað ,breiðir hún úr sér eins og geisli yfir stærra svæði, eftir því, sem hún fjarlægist spegilinn. Þetta segir okkur, að með ákveðn- um styrk á hljóðbylgjunni verður endurvarpsstyrkurinn minni á hverja flatareiningu, eftir því sem fjarlægðin eykst frá speglinum. Þar að auki verður hljóðbylgjan fyrir ýmsum tregðuáhrifum á leið sinni gegnum vatn. Þessi tregða er meiri VÍKINGUR fyrir háa sveiflutíðni en lága í sjó. Sveifluhraðinn, sem í dag er not- aður við dýptarmæla og Asdic-tæki, mun vera frá 11 til 50 þúsund sveifl- ur á sekúndu. Það hefur verið próf- að, að 10 þúsund sveiflusending komist þrisvar sinnum lengri leið í vatni en 50 þúsund sveiflusendingar með sömu orku. Flest Asdic-tæki nota um 30 þúsund sveiflur til send- ingar. Ef við athugum þetta nánar, skul- um við prófa að auka sendiorkuna um 100 prósent að öðru óbreyttu. I>að, sem skeður er, að leitarsvæðið eykst aðeins um 10 prósent; með öðrum orðum, að 1000 metra leitar- svið verður 1100 metrar. Ef við tíföldum sendiorkuna náum við að- eins 50 prósent aukningu á leitar- svæðinu, sem sagt, við náum upp í 1500 metra. Ef við athugum aðra leið og mið- um við 1000 metra leitarsvæði. Við stækkum spegilinn um 100 prósent og annað er óbreytt, og það, sem skeður, er að við náum sama ár- angri; leitarsvæðið eykst um 10 pró- sent og kemst upp í 1100 metra. Við höfum nú þrjá punkta, sem all- ir hafa áhrif á stærð leitarsvæðis með Asdic-tæki. Sem sé sveiflutíðn- ina, sendiorkuna og stærð Asdic- spegilsins. En þetta er ekki nærri allt. Orku- nýting spegilsins hefur mikla þýð- ingu, sem sé, að hann myndi sem minnsta tregðu, þegar hann sendir hljóðbylgjur frá sér. Til saman- burðar getum við tekið hátalara. Það fer ekki eftir stærð hátalarans, hve hreina tóna hann getur gefið. Svo er það hæfni spegilsins til að safna hljóðbylgju, orkunni í sem skarpastan geisla, sem er mjög áríð- andi, þegar um er að ræða notkun tækisins á litlu dýpi. Til þess að menn geti lítillega átt- að sig á tíðnivalinu, þá er það að athuga, að eftir því sem tíðnin er lægri, þarf botnstykkið að vera stærra, og er það eitt þeirra atriða, sem hafa ráðið vali á tíðninni 30 þúsund sveiflur á sekúndu fyrir Asdic-tækin. Það má segja, að bent hafi verið á margar hindranir, sem gera þarf sér grein fyrir, en þó hefur aðeins verið rætt um val leitarsvæðisins á þessu fiskileitartæki. En hér er að- eins um fyrsta kafla leitarsvæðisins að ræða og því bara byrjunin. .. 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.