Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						Jón Dúason dr. juris
KVEÐJA
Þann 12. maí s.l. var kvaddur og
til moldar borinn frá Kapellunni í
Fossvogi, einn merkasti íslendingur
síðari tíma, íræðimaðurinn og spek-
ingurinn Jón Dúason, dr. juris.
Jón andaðist að Vífilsstöðum þann
5. maí s.l. eftir langvarandi van-
heilsu um mörg ár. Jón Norðmann
Dúason, eins og hann hét fullu
nafni, var fæddur að Landhúsum í
Fljótum í Skagafjarðarsýslu þann
30. júlí 1888 og kominn af stór-
brotnu merkisfólki í marga ættliði.
Foreldrar Jóns voru þau hjónin
Eugenía Jónsdóttir Norðmann og
Dúi Kristján Grímsson, bóndi í
Langhúsum og síðar að Krakavöll-
um. Jón Dúason varð snemma
hraðþroska og vakti strax athygli
á sér í æsku fyrir óvenjulegan
dugnað, glæsimennsku og gáfur.
Innan við tvítugsaldur er hann orð-
inn forvígismaður í jarðrækt og
harðsnúinn sjósóknari á hákarla-
skipi. Árið 1907 heldur svo þetta
glæsilega ungmenni að heiman og
byrjar nám þá um haustið í Gagn-
fræðaskólanum á Akureyri. Þaðan
lá svo leiðin í Menntaskólann í
Reykjavík, en þaðan tók hann
stúdentspróf vorið 1913 með 1.
einkunn. Á námsárunum vann Jón
öll sumur að landbúnaðarstörfum
og þótti víkingsmaður. Á vetrum
var hann svo afburða námsmaður,
að öll próf tók hann með fyrstu eða
ágætis einkunn. Eftir stúdentspróf
lá leiðin til Kaupmannahafnar-há-
skóla, þar sem hann lagði stund á
þjóðfélags-, viðskipta- og hagfræði.
Hann lauk prófi frá Poleteknisk
lereanstatt sem cand polit 1919 með
fyrstu einkunn. Stundaði svo nám í
læknavísindum 1919—1921. En áð-
ur en hann settist í háskólann í
Kaupmannahöfn hafði hann um
nokkurt skeið stundað nám í Skot-
landi og einnig í Danmörku í sam-
vinnufélagsfræðum.
Slíkur maður sem Jón Dúason
var, átti að sjálfsögðu margra
kosta völ eftir svo glæsilegan náms-
130
Jón Dúason.
feril. Að námi loknu- gerðist Jón
svo starfsmaður á dönsku stjórnar-
skrifstofunum í Kaupmannahöfn og
starfaði þar um fimm eða sex ára
skeið. Frá árinu 1926—1928 stund-
aði Jón kaupsýslu í Kaupmanna-
höfn, en varði öllum frítíma sínum,
ásamt nokkrum hluta svefntímans
til rannsókna og fræðiiðkana.
Nú var lífsbraut hans mörkuð,
ekki þó á sviði viðskipta og fjár-
mála, en þar hefði hann að dómi
kunnugra átt kost á að ryðja sér
glæsilega braut hefði hann haft
löngun til þess. Nei, Jón Dúason af-
salaði sér auði og velgengni, sem
framundan blasti við, og lagði á
brattann, þangað sem hugur hans
stefndi allur. Árið 1928 heldurhann
til Oslóar-háskóla og ver þar
doktorsritgerð sína um réttarstöðu
Grænlands. — Andmælendur voru
færustu þjóðréttarfræðingar Norð-
manna og Dana, sem höfðu myndað
sér áður gerólíkar skoðanir á þess-
um málum. Doktorsritgerðin og
vörn Jóns þótti svo frábær að há-
skólinn sæmdi hann lærdómsheit-
inu doktor juris, þó hann hefði
aldrei tekið próf í lögfræði. Þetta
er upphafið að hinu mikla fræði-
starfi Jóns, sem endaði ekki fyrr
enn hann lézt að Vífilsstöðum.
Vísindarit  Jóns   Dúasonar,   sem
flest eru um landafræði íslendinga
í vesturálfu, eru orðin mikil að
vöxtum, þó ekki væri talið annað
en það sem út hefur verið gefið, en
margt er ennþá í handriti. Stærstu
ritverkin eru: Réttarstaða Græn-
lands, nýlenda íslands. Það er
doktorsritgerðin og Landkönnunog
Landnám Islendinga í vesturheimi,
sem bæði eru talin til gagnmerkra
vísindarita af fræðimönnum, sem
um þau hafa fjallað, og vil ég þar
tilnefna vestur-íslenzka prófessor-
inn Tryggva J. Ólason, sem telur
þessi rit alveg frábær, enda hefur
hann margt um þau skrifað og til
þeirra vitnað og nú síðast í Sögu
Kanada.
Hér heima voru oft verk Jóns
vanmetin af ýmsum, en þó átti
hann marga aðdáendur einnig. En
þannig fer oftast um þá menn, sem
gnæfa hátt yfir meðalmennskuna,
að þeir hljóta ekki fulla viðurkenn-
ingu f yrr en þeir eru látnir. Ég sem
rita þessi fátæklegu kveðjuorð,
kynntist dr. Jóni Dúasyni fyrst á
síðustu stríðsárunum. Ég hafði
skrifað smá blaðagrein, sem snerti
Grænland og fiskveiðar þar á mið-
um. Eftir útkomu þessarar greinar
hringdi Jón Dúason í mig og bað
mig um að koma til viðtals við sig
upp í Þingholtsstræti þar sem hann
bjó. Þetta var upphaf okkar kynna.
Mér kom Jón þannig fyrir, að hann
var elskulegur í viðmóti, en þó ein-
arður í tilsvörum og það gat eng-
um dulist að þar fór sannmenntað-
ur maður, sem hafði tileinkað sér á
langri æfi ótrúlega mikla þekkingu
á fjölmörgum sviðum. Þó að land-
nám og landafundir íslendinga í
Vesturheimi ættu hug hans allan og
starfsdagurinn í þágu þeirra fræða
yrði oft langur, þá var líka gaman
að ræða við hann um f jölmörg önn-
ur efni, svo sem hagfræði, peninga-
mál og fiskveiðar, svo nokkuð sé
nefnt. Dr. Jón Dúason hafði ekki
trú á úrræðum gengislækkana til
hagstjórnar í samfélagi siðaðra
manna. Hann vildi að byggt væri á
sem stöðugustu gengi persónulega,
annað taldi hann lélega hagfræði.
VÍKINGUR
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 113
Blašsķša 113
Blašsķša 114
Blašsķša 114
Blašsķša 115
Blašsķša 115
Blašsķša 116
Blašsķša 116
Blašsķša 117
Blašsķša 117
Blašsķša 118
Blašsķša 118
Blašsķša 119
Blašsķša 119
Blašsķša 120
Blašsķša 120
Blašsķša 121
Blašsķša 121
Blašsķša 122
Blašsķša 122
Blašsķša 123
Blašsķša 123
Blašsķša 124
Blašsķša 124
Blašsķša 125
Blašsķša 125
Blašsķša 126
Blašsķša 126
Blašsķša 127
Blašsķša 127
Blašsķša 128
Blašsķša 128
Blašsķša 129
Blašsķša 129
Blašsķša 130
Blašsķša 130
Blašsķša 131
Blašsķša 131
Blašsķša 132
Blašsķša 132
Blašsķša 133
Blašsķša 133
Blašsķša 134
Blašsķša 134
Blašsķša 135
Blašsķša 135
Blašsķša 136
Blašsķša 136
Blašsķša 137
Blašsķša 137
Blašsķša 138
Blašsķša 138