Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						skuli hafa svo næman skilning á þessu efni.
Ég tek hér traustataki nokkrar glefsur úr
grein Jóhanns. (Hann skrifar þetta með ell-
efu hundruð ára afmæli byggðar norrænna
manna á Islandi í huga).
,,Með skipi nam Ingólfur Arnarson ísland
. . . Fyrir tilkomu skipsins fæddist þjóðin . . .
Það hefur verið fóstra allra kynslóða Islands
í ellefu hundruð ár . . . Skipin eru göfugasta
„stétt" Islands. Heyja aldrei verkföll, þiggja
aldrei laun .. . Milli manns og hests og hunds
liggur leyniþráður. Síst veikari þræðir munu
tengja sjómanninn og skipið hans . .. Hildar-
leikur skipsins við ógnir hafsins, töfrabrögð
þess gegn ægivaldi hafsjóanna, að verjast
eða sökkva ella, hóflegt samspil þess við
þann sem um stjórnvölinn heldur, svo vart
verður á milli séð hvors vilji það er sem ræð-
ur, hlýtur að skapa djúpstæð tengsl og hrífa
hvern þann, sem sjálfur hefur þannig teflt
við dauðann um lífið . . . Hvergi finnst feg-
urra form né fullkomnari reisn en fagurbúið
skip."
Það má af grein dr. Jóhanns ráða, að fyrir
honum vaki m.a. að íslenska þjóðin slíti ekki
tengslin við skipið. Það höfum við heldur
ekki gert. Við eigum nú mörg og góð skip.
En við höfum tapað öllum okkar farþega-
skipum, bæði þeim sem eru í utan- og innan-
landssiglingum, að Akraborginni og nokkr-
um póstbátum frátöldum. Farþegaskip eins
og það, sem Ingólfur nam Island á, sést held-
ur ekki lengur, hvorki á sjó né þurru landi.
Jóhann minnist hingaðkomu Ingólfs Arnar-
sonar á skipi. Á annan hátt gat hann auð-
vitað ekki komist frá Noregi til Islands. Og
allt fram á síðustu áratugi hafa skip verið
eina farartækið, sem gerði okkur kleift að
hafa samband við umheiminn. Ég tel það
því ekki aðeins viðeigandi heldur alveg sjálf-
sagt að skip eins og skipið hans Ingólfs —
og annarra landnámsmanna — verði smíðað
hér á Islandi nú á þessum 11 hundruð ára
tímamótum til minningar um landnámið.
Þetta skip var kallað knörr.
34
í apríl s.l. (1974) var stofnað félag, sem
hefur það á stefnuskrá sinni, að vinna að
stofnun sjóminjasafns og styðja starfrækslu
þess . . . og að vinna að því, að smíðaður
verði knörr sem líkastur því er þeir voru á
landnámsöld. Verði hann síðan varðveittur
í sjóminjasafninu. Margir góðir menn hafa
skrifað um þetta mál í blöð og tímarit og
hef ég lagt nokkur orð í þann belg. Of langt
mál yrði að rifja það allt upp hér.
Nú vil ég gera að tillögu minni, að menn
skipti með sér verkum, að þeir sem peninga-
ráð hafa, eða þeirra geta aflað, taki að sér
að kaupa og reka farþegaskipið, en að sjó-
menn, hvar sem þeir eru á landinu, sjái um
knarrarsmíðina og sjóminjasafnið, án þess
þó að útiloka annarra stétta menn frá þátt-
töku. Stöðugt er unnið að söfnun minja í sjó-
minjasafnið, en lítið hefur gerst varðandi
smíði knarrar. Stafar það ekki af áhugaleysi
forráðamanna, heldur af því að teikningar
hafa ekki fengist ennþá frá Hróarskeldu í
Danmörku, þar sem leyfar af knerri fundust
fyrir nokkrum árum. Sjóminjavörðurinn þar
hefur lofað að láta okkur í té þessar teikn-
ingar eins fljótt og unnt er, og er engin
ástæða til að ætla annað en að hann haldi
það loforð, því hann hefur sýnt þessu máli
velvilja frá því fyrsta.
Og svo er það afl þess er gera skal, pen-
ingarnir. I tillögu minni um að sjómenn taki
að sér að sjá um knarrarsmíðina er sú hug-
mynd fólgin, að þeir stofni sjóð — knarrar-
sjóð — og leggi hver sjómaður fram 5—10
þúsund krónur sem stofnfé. Vilji einhverjir
láta meira af hendi rakna er þeim það frjálst.
Fimm til tíu þúsund krónur eru ekki miklir
peningar nú á dögum. Heppilegast tel ég að
stjórnir sjómannafélaganna hafi um þetta
forgöngu, hver innan sinna vébanda.
Þó að það verði ekki stór upphæð, sem
safnast á á þennan hátt, þá ætti það að nægja
til að koma verkinu af stað, og hálfnað er
verk þá hafið er, segir máltækið. Og þegar
VÍKINGUR
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44