Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						Gunnar Bergísteinsson, forstöðumaiður Sjómælinga Is-
lands.
ar. 1 þau vantar auðvitað ýmsar
upplýsingar, sem nauðsynlegar
eru í slíkum kortum. Þarna var
beitt stjarnfræðilegum aðferðum
til þess að fá breidd og lengd á
stöðunum.
Elstu kort í notkun
f rá 1820.
Þessu starfi er síðan haldið
áfram. Það voru gerðar strand-
mælingar hér í byrjun 19. aldar,
eða 1820 og það sem út úr því
kom voru sjókort, þar sem
ströndin var nokkurnveginn
rétt. Við notum enn þann dag í
dag hluta þeirrar strandlínu er í
þessum kortum var teiknuð. Síð-
an er bætt í þetta nýjum dýptar-
mælingum sem gerðar voru á 19.
og 20. öld, svo og ýmsum leiðrétt-
ingum, eftir því sem tilefni var
til.
Um aldamótin síðustu komu ný
sjónarmið fram. Þá byrja dönsku
varðskipin að taka togara að
ólöglegum veiðum. Þá voru kort-
in ekki nógu fullkomin og ná-
kvæm. Þá var gripið til þess að
þríhyrningamæla landið allt og
jafnframt voru gerðar miklar
dýptarmælingar umhverfis land-
ið frá því um aldamótin síðustu
og frameftir fyrsta áratugnum.
Þetta eru þau sjókort, sem við
VÍKINGUR
búum við í dag, svona í aðalatrið-
um.
Islendingar hef ja
sjómælingar 1930.
—  Hvenær verða svo islensku
sjómælingarnar til?
—  Það er í kringum 1930.
Friðrik Ólafsson, skipherra og
síðar skólastjóri Stýrimannaskól-
ans í Reykjavík var þá beðinn að
fara utan og kynna sér sjómæl-
ingar hjá dönsku sjómælinga-
stofnuninni.
Friðrik dvaldist ytra tvo eða
þrjá vetur, en var hér að störf-
um við sjómælingar ásamt dönsk-
um mælingamönnum á sumrin.
Eftir það, heldur Friðrik áfram
sjómælingum á sumrin, mismikið
þó, en það fór eftir fjárveiting-
um til þessarar starfsemi hverju
sinni. Það sem helst rak á eftir,
var að íslendingar voru háðari
ferðalögum og flutningum á sjó,
en nú er. Það þurfti t. d. að mæla
upp siglingaleiðir um Breiða-
fjörð og Húnaflóa, svo eitthvað
sé nefnt. Voru veittar sérstakar
f járveitingar í þessu skyni og þá
oftast fyrir frumkvæði þing-
manna í viðkomandi kjördæmum.
Nú er slíkt að mestu úr sögunni
og þingmenn hugsa meira um
flugvelli og vegi, ásamt hafnar-
gerðum.
Byrjuðu sjókorta-
teikningu 1954.
—  Hvenær .taka .íslendingar
svo alveg við kortagerMnni af
hafsvæðunum hér?
-— Það tók eðlilega nokkurn
tíma að setja Sjómælingar á lagg-
irnar hér. Það var ekki fyrr en
1954, sem byrjað var að teikna
kortin hér heima og árið 1960
tókum við alveg við prentun og
útgáfu sjókorta, sem áður höfðu
verið gerð af dönsku sjómælinga-
stofnuninni.
—  Hvaö vinna margir hjá
stofnuninni?
—  Það eru 10—12 manns sem
vinna við þetta, fleiri á sumrin,
færri á veturna. Þetta fólk er við
mælingar, kortateiknun, útgáfu
og dreifingu.
—  Náin samvinna er við Vita-
og hafnarmálastofnunina. Þetta
eru um margt skyld verkefni sem
þessar stofnanir vinna að, sumsé
öryggi á hafinu. Þarna koma til
vita og hafnir. Við vinnum þann-
ig talsvert að mælingum í höfnum
fyrir Hafnarmálastofnunina, svo
dæmi séu nefnd. Ennfremur er
samstarf við Landhelgisgæzluna.
Við höfum fengið aðstöðu til mæl-
inga um borð í varðskipum en
37
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44