Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1975, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1975, Blaðsíða 6
Margur maðurinn segir við sjálfan sig og jafnvel aðra: það kemur alðrei ueitt fyrir mig Þetta eru staðlausir staíir, því áföllin geta hent hvern sem er, hvar sem er. Það er raunsæi að tryggja. Hikið ekki — Hringið strax ALMENNAR TRYGGINGARf Pósthússtræti 9, sími 17700 firni Valdimarsson, sjóinælingamaú- ur. auðvitað er dálítill tröppugangur á því, þar eð varðskipin eru mj ög upptekin við önnur störf, einsog menn vita. Mælingabáturinn Týr. — Hver er ski/palcosturinn ? — Skipakostir okkar er einn mælingabátur, sem ber nafnið TÝR. Þetta er 50 feta bátur, sem við fengum að láni hjá banda- rísku sjómælingastofnuninni, ásamt staðsetningarkerfi sem honum fylgir RAYDIST, en með tækjunum mælum við fjarlægðir til tveggja stöðva í landi, svipað og gert er með DECCA tækjum, en með meiri og staðbundnari nákvæmni. Þá notum við að sjálf- sögðu landakortin, sem að mestu eru einnig gerð af Dönum og að einhverju leyti af Bandaríkja- mönnum. Loftmyndir eru einnig notaðar ef svo ber undir. Tölvur teikna kort. — Hverjar eru helstu fram- farir og breytingar, sem orðið hafa á útfærslunni, þ. e. a. s. frá því að mæling er gerð, þar til lcortið er gefið út? — í það heila tekið, þá eru breytingar miklar. Fyrst er að telja elektronisk staðsetningar- tæki og síðan minni rafreikna, sem gera útreikninga fljótari. Hér á landi er ekki til tölva til út- setningar á staðarlínum, eða á mælingum. Að vísu er tölva til í landinu, sem gæti þetta, en ekki teiknisamstæða til að setja út mælingarnar. Annars má segja Gunnar Pétursson. að vissir annmarkar séu ávallt á slíkum, sjálfvirkum útsetningum. — Við höfum þó fengið slíka vinnu framkvæmda fyrir okkur, t. d. í Þýzkalandi, þar sem tölva var látin reikna út og teikna staðarlínur fyrir Loran C á ís- lensk sjókort. Danska sjómæl- ingastofnunin hefur einnig veitt okkur svipaða aðstoð með út- reikninga og teikningar á RAY- DIST staðarlínukortum vegna sjómælinga hér. Danska sjómælingastofnunin gæti hugsanlega einnig veitt okk- ur aðstoð við LORAN C staðar- línur, en tölvureikningur og tölvuútsetning er nákvæmari og fljótvirkari en gamla aðferðin. Við notum svo hérna elektron- iskar reiknivélar eða smátölvur, sem þá eru með „innbyggðum" logarithmatöflum, þannig að við sleppum við að fletta upp og minni hætta er á villum. Þetta gengur líka fljótar fyrir sig. Starfsþjálfun. — Hvað með þjálfun starfs- rwanna? — Þeir eru menntaðir bæði hér heima og erlendis. Sjómæl- ingamenn hafa lokið prófum í Stýrimannaskólanum og stunda framhaldsnám og sækja nám- skeið erlendis, aðallega í Banda- ríkjunum. Teiknarar hafa aftur á móti sótt námskeið hjá dönsku sjómælingastofnuninni, eða hafa beinlínis lært þetta fag þar. Enn- fremur eru á stundum tækifæri til að heimsækja hliðstæðar stofn- vIkingur 38

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.