Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1975, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1975, Blaðsíða 7
Sjómælingabáturinn TÝR, sem fenginn var til láns hjá Bandaríkjastjórn. Islendingar eiga ekkert sjómælinga^skip. anir í öðrum löndum, en hér hafa verið talin. — Hvað með prent/un? — Við erum ekki lengur með prentara. Við hófum prentun hér á árunum, meðan ekki var til nægjanlega stór pressa í landinu. Þetta var nú heldur seinvirkt hjá okkur, en núna eru komnar vél- ar sem geta þetta og eru öll kort- in nú prentuð í Kassagerð Reykjavíkur. Verkefnavalið hjá Sjómælingum íslands. — Hvaö ræSur verkefnaval- inu? — Það eru almennir hagsmun- ir fiskimanna, sem ráða mestu. Segja má að skammtímaverk- efni séu ekki til í þessu fagi. Til þess tekur kortagerðin of langan tíma. Við reynum að meta þarf- ir sjómanna og þá einkum fiski- manna, sem mest nota þessi kort. Nú, brýn verkefni geta komið, eins og t. d. eftir Surtseyjargos- ið. Þar breyttist botninn og ný eyja bættist við. Sama skeði í Vestmannaeyjagosinu. Þá varð að bregðast skjótt við og gera nýjar mælingar. — Hvaða kort eru þið að vinna núna? — Kort í teikningu núna eru ísafjarðardjúp og Jökulfirðir í mælikvarða 1:100. Þetta teljum við mjög nauðsynlegt kort, bæði vegna rækjuveiða og siglinga um Djúpið, þá sér í lagi vegna skipa, sem leita landvars á þessum slóðum. Jökulfirðirnir eru góðir til að leita þar skjóls í óveðrum en menn hika við að sigla þar inn eftir núverandi kortum. — Auk þess erum við að teikna kort yfir Kolbeinsey og svæðið umhverfis í stórum mæli- kvarða og með LORAN C staðar línum. Kolbeinsey færð í NV. Það kom í ljós fyrir nokkrum árum, að Kolbeinsey var vitlaust staðsett og nú hefur hún færst til um nokkra vegalengd til Norð- vesturs. — Nú og auk þess er stöðugt unnið að leiðréttingum á þeim kortum sem fyrir eru og í hverri útgáfu verða þau fullkomnari en áður. Þau eru aldrei prentuð án þess að fullar leiðréttingar séu gerðar fyrst, en ávallt verða ein- hverjar breytingar, nýir vitar koma, nýjar mælingar og sitthvað fleira, sagði Gunnar Bergsteins- son að lokum. JG. FISKVERKENDUR ÚTGERÐARMENN ALLAR TEGUNDIR KLÓRTÆKJA fyrir VINNSLUSTÖÐVAR, FISKISKIP og BÁTA EINNIG: KLÓRMÆLITÆKI, KLÓRGASGRÍMUR. GASKLÖRTÆKI. BÁTAKLÓRTÆKI VATNSKLÓRTÆKI MMÁRNIÓLAFSSON &CO.SÍMI 40088 VÍKINGUR 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.