Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						Jón Steingrímssson:
KAUPSKIPIN
i SKILA ARÐI
Frá upphafi Eimskipafélags
Islands hefur það átt miklum
vinsældum að fagna, og þótt
rekstur þess á seinni árum sé
svona upp og ofan, hefur aldrei
sést, mér vitanlega, gagnrýni á
félagið opinberlega. Hinsvegar
hefur komið fyrir að kurteisir
menn haf a komið með góðar upp-
ástungur, helst í sambandi við
farþegaskipið Gullfoss, sem löng-
um var þjóðarstolt.
Island virðist vera að sumu
leyti afskaplega afskekkt, þar
sem almennt er ekki kostur á að
fylgjast með framförum í vöru-
flutningum. Hafnarsvæðið er
orðið of lítið, og einu framfar-
irnar þar eru nokkrir kranar og
lyftarar, sem eru álíka bylting
og þegar taðkvörnin kom til sög-
unnar í landbúnaðinum, en þó
hélt fjóshaugurinn áfram að
stækka.
Árið 1973 var metár í hagnaði
hjá olíufélögum og skipafélögum
erlendis. Það má því gera ráð
fyrir að nokkur hagnaður hafi
orðið hjá íslenskum skipafélögum.
Það má líka lesa í dagblöðunum
feitletraðar fyrirsagnir með
nokkra vikna millibili, að Eim-
44
skip hafi fest kaup á nýjum skip-
um. Við nánari athugun kemur
í ljós, að þetta eru notuð smá-
skip, minni og ótraustari en þau,
sem félagið lét smíða fyrir 60
árum síðan. Þetta er því eins-
konar afturhvarf til skútualdar.
Rekstur smærri eininga hlýtur
að vera dýrari, launakostur eykst,
einnig er dýrara og erf iðara að fá
með gamla laginu, þar sem allt
er orðið vélvætt, svo að fátt sé
nefnt. Við skulum samt vona að
ekki skapist það ástand, að ódýr-
ara verði að mynda „loftbrú" til
þess að flytja nauðsynjar, eins og
stundum þarf að grípa til erlend-
is þegar neyðarástand ríkir. Það
hefur stundum sést á prenti að
Islendingar ættu að gefa sig að
stórútgerð til þess að drýgja þjóð-
artekjur, og er þá samtímis vitn-
að í Norðmenn. Slíkt er að tala út
í hött meðan fleygt er hundruð-
um milljóna í erlendum gjaldeyri
í olíuflutninga til landsins, og
stykkjavöruflutningar í ömur-
legri afturför.
Til þess að kynna lítilsháttar
hvernig hægt er að gera út, og
máli mínu til stuðnings, ætla ég
að rekja lauslega stofnun og þró-
un félagsins, sem ég starfa hjá.
Stofnandinn Sven Salén (f. 1890
d. 1969), byrjaði útgerð sína ár-
ið 1915 með tveim 200 tonna mót-
orskonnortum. Hann eignaðist
fleiri seglskip á fyrri stríðsár-
unum, en það var ekki fyrr en
1922, er hann var búinn að losa
sig við þau, að hann keypti fyrsta
gufuskipið. Hann setti það í ban-
anaflutninga og smám saman gat
hann bætt við fleiri og fleiri skip-
um. Það var ekki fyrr en eftir
seinni heimsstyrjöldina, að hann
fór líka að snúa sér að olíuflutn-
ingum. Þeir fóru að skila veru-
legum hagnaði um líkt leyti og
Islendingar seldu eina olíuflutn-
ingaskipið sitt Hamrafell. Olíu-
flutningarnir hafa síðan verið
megin tekjulind félagsins. Nú á
það sjö 350 þús. tdw. skip í smíð-
um, og eru Kockums hluthafar.
Olíuskipin verða þá alls 25, samt.
4.862.061 tdw. Kæliskipin eru 17,
samt. 175.408 þús tdw., og 8.331.
472 kbft. Auk þessa eru að stað-
aldri um 80 kæliskip ýmissa
þjóða í langtímaleigu. Skip, sem
flytja þurran farm (bulk-, milli-
þilfars-, línu), eru 25, samt. 541.
437 tdw. Að lokum skal svo telja
VÍKINGUR
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44