Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 50
VÍKINGUR 2.300 tonna togari leigður til Vesturbyggðar Sigurður Viggósson, framkvæmda- stjóri Odda hf. á Patreksfirði, hefur ásamt fleirum tekið rúmlega tvö þús- und tonna togara á leigu til eins árs. Möguleiki er á að framlengja samn- inginn. Togarinn, sem er frá Litháen og búinn frystitækjum og brennslu, verður gerður út á úthafskarfa. Sig- urður Viggósson var tekinn tali vegna þessa. Hver var aðdragandi þess að menn á Patreksfirði tóku á leigu togara og fóru að gera út? „Við höfðum verið að leita eftir því fyrir vestan, við stöðugan samdrátt í fiski, hvernig væri hægt að ná inn meiri afla á svæðið og einn liður af mörgum var að gera út togara með þessum hætti. Við komumst í sam- band við aðila sem voru með litháískan togara á leigu, við sáum möguleika í því að fara sömu leið og þeir og senda hann á Reykjaneshrygginn, þar sem er karfi, og þá með það í huga að fá karfann að hluta til í vinnslu á Patreksfirði.“ Er þetta frystiskip? „Þetta er frystiskip með öllum frystibúnaði og afkastagetan á sólarhring er um 30 tonn, einnig er um borð mjölverksmiðja og lýsisvinnsla. I fyrstu var einvörðungu verið að hugsa um að veiða karfa og vinna hann um borð. Þegar ég kom inn í þetta dæmi sá ég hins vegar mögulei- ka á að vinna hluta af aflanum, eða um 25% hans, á Patreksfirði, 75% af aflanum fara hins vegar á Japansmarkað.“ Hvers vegna er skipið gert út frá Patreksfirði? „Við erum tveir Patreksfirðingar eigendur í fyrirtækinu sem hefur skipið á leigu. Við höfðum að sjálf- sögðu áhuga á að fá skipið til Patreksfjarðar og það var samþykkt af öllum aðilum, reyndar með því fororði að það næðist að ná niður kostnaði með því að nota Patreksfjörð sem umskipunar- og löndunarhöfn. Við náðum samningum um lægri kostnað við löndun, hafnargjöld og aðra þjónustu, eða öllu heldur: það er komið vilyrði fyrir lækkun á hafn- argjöldum, það er komið vilyrði fyrir góðum kjörum hjá Eimskip á flutningi á afurðum og svo öðrum þjónustu- þáttum. í áhöfn eru 35 Litháar og Rússar auk þess sem um borð er ís- lenskur fiskiskipstjóri, Ásgeir Þórðar- son, en hann er jafnframt einn af eig- endunum. Svo eru tveir vinnslustjórar um borð til að tryggja gæðin, þeir eru einnig íslenskir.“ Aukast umsvif á Patreksfirði við komu þessa skips? „Já, tvímælalaust, þetta mun auka umsvif allra þjónustuaðila í sjá- i Ocher vib komuna til Patreksfjarbar, en hluti aflans fer til vinnslu þar. so
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.